Síða 1 af 2
Galaxy Nexus bannaðir í BNA
Sent: Mið 04. Júl 2012 15:51
af appel
Apple enforces Galaxy Nexus smartphone ban in the USSamsung has had to stop selling its Galaxy Nexus smartphone in the US after Apple paid a bond, bringing a court-ordered ban into effect.
Apple's complaint alleged that the Nexus infringed four intellectual properties granted to it by the US Patent and Trademark Office:
the use of a single search interface - such as Siri - to retrieve information from a range of systems using a number of techniques
the use of a sliding gesture to unlock a touchscreen device
a text input interface that tries to anticipate which words the user wants to type and makes recommendations
a way to manipulate structures - such as phone numbers or postcodes - within computer data
http://www.bbc.com/news/technology-18705285Já, búið að banna Nexus útaf þessum patentum. Þetta eru fáránleg patent, ég meina, patent til að breyta símanúmeri? WTF? Patent fyrir viðmót með einu leitarboxi?
Þessi patent eru bull. Það er ekkert í þessum patentum sem er eitthvað nýtt sem Apple lagði mikla vinnu á sig að þróa. Það er bara náttúrulegt að hafa þetta svona, og Apple hafði mest fyrir því að búa til patentið til þess að geta varist samkeppni.
Apple...eat me.
Re: Galaxy Nexus bannaðir í BNA
Sent: Mið 04. Júl 2012 15:56
af GuðjónR
Pant fá einkaleyfi á símum.
Re: Galaxy Nexus bannaðir í BNA
Sent: Mið 04. Júl 2012 15:57
af Swooper
Já, sammála, þetta er algjörlega fáránlegt. Samsung eru samt víst að vinna í að redda þessu með hugbúnaðaruppfærslu.
Hélt annars einmitt að ICS style unlock dæmið væri sérhannað til að fara framhjá þessu "slide to unlock" einkaleyfi... greinilega ekki nóg
Re: Galaxy Nexus bannaðir í BNA
Sent: Mið 04. Júl 2012 16:03
af agust1337
Hvað í fokkanum er í gangi hjá Apple? Ég sver það, Apple hefur kært svona hmm.... allavegna 50 fyrirtæki í að minsta kosti síðan Steve Jobs dó.
Ég býð spenntur fyrir næsta atviki sem þeir kæra.
Re: Galaxy Nexus bannaðir í BNA
Sent: Mið 04. Júl 2012 16:07
af Pandemic
Ég ætla að vona að parið af símunum sem e´g var að panta hafi farið í loftið
Re: Galaxy Nexus bannaðir í BNA
Sent: Mið 04. Júl 2012 16:43
af Swooper
agust1337 skrifaði:Hvað í fokkanum er í gangi hjá Apple? Ég sver það, Apple hefur kært svona hmm.... allavegna 50 fyrirtæki í að minsta kosti síðan Steve Jobs dó.
Ég býð spenntur fyrir næsta atviki sem þeir kæra.
Þetta einkaleyfastríð hefur verið í gangi í mörg ár. Allir að kæra samkeppnisaðilana fyrir einhver ímynduð brot á petty einkaleyfum sem þeim tókst að eigna sér án þess að neinn vissi...
Re: Galaxy Nexus bannaðir í BNA
Sent: Mið 04. Júl 2012 16:54
af Kristján
google og samsung eru þegar komnir með fix fyrir þetta
þeir eru að áfrýja þessum dómi, held samt að ég hafi lesið að það gekk ekki þannig að það er að fara að koma update í nexusinn á næstunni.
þetta er bara fáranlegt hvernig þeir stunda þessa samkeppni
Re: Galaxy Nexus bannaðir í BNA
Sent: Mið 04. Júl 2012 17:00
af agust1337
Það kemur á óvart að Apple hafi ekki sagt 'Þetta er sími með snertiskjá, við bjuggum snertiskjáar síma fyrst!' ... þó að fyrsti var iPaq...
Re: Galaxy Nexus bannaðir í BNA
Sent: Mið 04. Júl 2012 17:43
af dori
Einkaleyfi eru náttúrulega heimskuleg hugmynd og hafa aldrei virkað, þau eyðileggja alla framþróun.
En hvernig er það, ef það er dæmt þannig að Samsung braut ekki einkaleyfin þeirra. Eru Apple þá ekki skaðabótaskyldir?
Re: Galaxy Nexus bannaðir í BNA
Sent: Mið 04. Júl 2012 17:56
af Farcry
dori skrifaði:En hvernig er það, ef það er dæmt þannig að Samsung braut ekki einkaleyfin þeirra. Eru Apple þá ekki skaðabótaskyldir?
Apple þurfti að leggja fram 95.6m dollara sem tryggingu.
http://9to5mac.com/2012/07/03/samsungs- ... -rejected/
Re: Galaxy Nexus bannaðir í BNA
Sent: Mið 04. Júl 2012 19:23
af mercury
sorry en FUUU** Apple.
Hafa gert frábærar vörur að mörgu leiti en þetta er glatað.
Re: Galaxy Nexus bannaðir í BNA
Sent: Mið 04. Júl 2012 19:35
af Hj0llz
Apple hefur nú áður fengið bann á sölu á samsung vörum...hefur aldrei staðist... sé ekki ástæðu fyrir því að það standi núna
Re: Galaxy Nexus bannaðir í BNA
Sent: Mið 04. Júl 2012 19:46
af Bjosep
dori skrifaði:Einkaleyfi eru náttúrulega heimskuleg hugmynd og hafa aldrei virkað, þau eyðileggja alla framþróun.
Nú eru væntanlega þeir sem helst hafa stuðlað að framþróun með einkaleyfi á sínum uppfinningum. Ef menn fá ekki einkaleyfi á einhverju sem þeir sannarlega þróuðu til hvers þá að standa í því?
Veiting einkaleyfa verður hins vegar að vera þess leg að ekki sé hægt að fá einkaleyfi á eitthvað sem varð til án þess að sá sem sækir um hafi haft nokkuð með tilvist þess að gera, eða hafði í mesta lagi EKKI afgerandi áhrif á sköpun þess.
Re: Galaxy Nexus bannaðir í BNA
Sent: Mið 04. Júl 2012 20:38
af coldcut
Bjosep skrifaði:Nú eru væntanlega þeir sem helst hafa stuðlað að framþróun með einkaleyfi á sínum uppfinningum. Ef menn fá ekki einkaleyfi á einhverju sem þeir sannarlega þróuðu til hvers þá að standa í því?
Veiting einkaleyfa verður hins vegar að vera þess leg að ekki sé hægt að fá einkaleyfi á eitthvað sem varð til án þess að sá sem sækir um hafi haft nokkuð með tilvist þess að gera, eða hafði í mesta lagi EKKI afgerandi áhrif á sköpun þess.
Einkaleyfi á hugbúnaði eiga bara ekki að vera til staðar! Ef menn ætla hinsvegar að leyfa það, eins og gert er, þá á það að vera þannig að þú fáir ekki einkaleyfi án þess að vera með kóða sem sýnir virknina. Apple, Microsoft og svokölluð Patent-troll eru mikið í því að fá einkaleyfi á einhverja hugmynd en gera svo aldrei neitt í því. Svo ég tali nú ekki um þann fáránleika að fyrirtæki geti keypt einkaleyfi af öðrum!
Einkaleyfakerfið í USA var hannað með það að leiðarljósi að vernda litla manninn fyrir stóru fyrirtækjunum en er nú alveg orðið andstæðan við það.
Re: Galaxy Nexus bannaðir í BNA
Sent: Mið 04. Júl 2012 20:53
af appel
coldcut skrifaði:Bjosep skrifaði:Nú eru væntanlega þeir sem helst hafa stuðlað að framþróun með einkaleyfi á sínum uppfinningum. Ef menn fá ekki einkaleyfi á einhverju sem þeir sannarlega þróuðu til hvers þá að standa í því?
Veiting einkaleyfa verður hins vegar að vera þess leg að ekki sé hægt að fá einkaleyfi á eitthvað sem varð til án þess að sá sem sækir um hafi haft nokkuð með tilvist þess að gera, eða hafði í mesta lagi EKKI afgerandi áhrif á sköpun þess.
Einkaleyfi á hugbúnaði eiga bara ekki að vera til staðar! Ef menn ætla hinsvegar að leyfa það, eins og gert er, þá á það að vera þannig að þú fáir ekki einkaleyfi án þess að vera með kóða sem sýnir virknina. Apple, Microsoft og svokölluð Patent-troll eru mikið í því að fá einkaleyfi á einhverja hugmynd en gera svo aldrei neitt í því. Svo ég tali nú ekki um þann fáránleika að fyrirtæki geti keypt einkaleyfi af öðrum!
Einkaleyfakerfið í USA var hannað með það að leiðarljósi að vernda litla manninn fyrir stóru fyrirtækjunum en er nú alveg orðið andstæðan við það.
Einkaleyfin áttu að hvetja til nýsköpunar og þróunar, því þá væri hægt að vernda uppgötvunina, tæknina, sem var þróuð frá stuldi.
Nú í dag er allt búið að patenta. Ef þú vilt gera einhvern skapan hlut þá er einhver búinn að fá einkaleyfi á því á undan þér, og þessvegna hættir þú við að framkvæma. Þannig að einkaleyfin eru búin að snúast í andhverfu sína, núna koma einkaleyfin í veg fyrir nýsköpun og þróun.
Ég myndi giska á að 99% af þeim einkaleyfum sem er búið að úthluta séu bara froða. Dómsstólar úrskurða oft um að einkaleyfi séu ógild. Það eru fyrirtæki sem gera ekkert annað en að sanka að sér einkaleyfum og fara í málsóknir við aðila sem þeir telja að séu að brjóta á einkaleyfinu. Þetta eru bara lögfræðistofur, framleiða ekki neitt, bara ofhlaða dómsstólana með bull málsóknum.
Apple, Microsoft, Google, Adobe, Facebook, Motorola, Samsung, Oracle... allir þessir tæknirisar svoleiðis dæla út einkaleyfum, kaupa fyrirtæki bara útaf einkaleyfum, og mikið af rekstrinum snýst bara um einkaleyfi.
Það þarf algjörlega að breyta þessu einkaleyfiskerfi. Í fyrsta lagi þarf að herða virkilega á kröfur um hvað er hægt að fá einkaleyfi á, og í öðru lagi á að vera einfalt mál að kæra einkaleyfi og fá það afnumið ef það á ekki lengur við eða var úthlutað af mistökum, án þess að þurfa fara með það fyrir dómsstóla.
Oftast er þetta mjög huglægt mat. Ég tel að lyfjafyrirtæki sem hefur eytt fullt af peningum í að búa til nýtt lyf eigi að hafa einkaleyfi á því, en þegar eitthvað hugbúnaðarfyrirtæki fær einkaleyfi á leitarboxi og hnapp sem hægt er að ýta á með snertiskjá... ég meina WTF!! Það er svolítið einsog að framleiða bíl og fá einkaleyfi á aksturslagi bílsins og að hann geti beygt 80°.
Re: Galaxy Nexus bannaðir í BNA
Sent: Mið 04. Júl 2012 20:58
af Gislinn
coldcut skrifaði:...
Apple, Microsoft og svokölluð Patent-troll ...
Þetta lét mig hugsa um gaurinn sem basically fékk einkaleyfi á að vera patent-troll og fór í stríð gegn patent trollum. Hrein snilld.
Re: Galaxy Nexus bannaðir í BNA
Sent: Mið 04. Júl 2012 23:27
af dori
Bjosep skrifaði:dori skrifaði:Einkaleyfi eru náttúrulega heimskuleg hugmynd og hafa aldrei virkað, þau eyðileggja alla framþróun.
Nú eru væntanlega þeir sem helst hafa stuðlað að framþróun með einkaleyfi á sínum uppfinningum. Ef menn fá ekki einkaleyfi á einhverju sem þeir sannarlega þróuðu til hvers þá að standa í því?
Veiting einkaleyfa verður hins vegar að vera þess leg að ekki sé hægt að fá einkaleyfi á eitthvað sem varð til án þess að sá sem sækir um hafi haft nokkuð með tilvist þess að gera, eða hafði í mesta lagi EKKI afgerandi áhrif á sköpun þess.
Sko, það eru þrjár forsendur sem einkaleyfalög gefa sér. Í fyrsta lagi að "uppfinningar" séu byltingar. Í öðru lagi að það þurfi að hvatningu fyrir "uppfinningamenn" svo að þeir þrói eitthvað (þú verður ríkur týpa af hvatningu). Í þriðja lagi að kostnaður samfélagsins vegna þess að framþróun stöðvast á meðan einkaleyfið sé í gildi sé minni en ef þessi uppfinning hefði ekki verið gerð (og hún hefði auðvitað ekki orðið til nema fyrir tilvist einkaleyfa).
Fyrsta forsendan er algjörlega röng eins og sjá má ef þú skoðar bara hvaða einkaleyfi hafa verið veitt. Það er lang oftast þannig að það myndast sú aðstaða að með smá "út-fyrir-kassann" hugsun geturðu fundið eitthvað nýtt til að bæta við tæknina eins og hún er. Oft þarf ekki einu sinni að hugsa eitthvað út fyrir kassann heldur liggur það alveg ljóst fyrir hvað er hægt að gera til að bæta eitthvað.
Önnur forsendan hefur verið afsönnuð oft og mörgum sinnum með rannsóknum á því hvað þarf til að hvetja fólk áfram (
hérna er fínt vídjó).
Þriðja forsendan er eitthvað sem má auðvitað deila um en ef við tökum sem dæmi gufuvélina hans Watt þá mætti segja að iðnbyltingunni hafi seinkað um 30 ár af því að það varð lítil sem engin aukning í notkun gufuvéla milli 1870 og 1900 (tíminn sem einkaleyfið hans var í gildi). Eins og það sé ekki nóg þá var hann lítið sem ekkert að þróa hana áfram heldur eyddi öllum sínum krafti í að byggja upp monopoly og berjast gegn öðrum sem ætluðu að koma inná markaðinn.
Re: Galaxy Nexus bannaðir í BNA
Sent: Fim 05. Júl 2012 00:19
af appel
Ég held að það þurfi algjört "reset" í þessu einkaleyfisrugli.
Í raun afnema öll einkaleyfi eldri en 10 ár. Það myndi skapa þvílíkan hagvöxt að annað eins hefur ekki sést síðan í iðnbyltingunni.
Re: Galaxy Nexus bannaðir í BNA
Sent: Fim 05. Júl 2012 00:25
af worghal
Æ, eins mikið og ég elska apple vörur, þá þarf ég að byrja að sniðganga þær einfaldlega á moral grounds
Re: Galaxy Nexus bannaðir í BNA
Sent: Fim 05. Júl 2012 00:55
af Xovius
worghal skrifaði:Æ, eins mikið og ég elska apple vörur, þá þarf ég að byrja að sniðganga þær einfaldlega á moral grounds
Góð hugmynd, er að pæla í að fara að kaupa mér non-apple lappa fyrir skólann í vetur
Installa svo linux, just to go all the way
Re: Galaxy Nexus bannaðir í BNA
Sent: Fim 05. Júl 2012 01:04
af Viktor
Philosoraptor skrifaði:Mér finnst persónulega að fleiri stjórnendur hjá apple ættu að deyja.. Steve jobs var greinilega ekki nóg.......
Barnaleg ummæli, myndi halda öllum svona hugmyndum fyrir þig, því þetta myndi ég telja niðrandi og til einskis. Allt í lagi að vera á móti Apple, en þetta er nú full ofstækiskennt.
dori skrifaði:Einkaleyfi eru náttúrulega heimskuleg hugmynd og hafa aldrei virkað, þau eyðileggja alla framþróun.
En hvernig er það, ef það er dæmt þannig að Samsung braut ekki einkaleyfin þeirra. Eru Apple þá ekki skaðabótaskyldir?
Einkaleyfi eru góð í þeim tilgangi sem þau voru þróuð, t.d. til þess að kínversk fyrirtæki fari ekki að stela þinni hugmynd og framleiða vöru, á undan þér, án þess að þú fáir krónu fyrir hugmyndina. Það myndi hefta nýsköpun.
appel skrifaði:coldcut skrifaði:Bjosep skrifaði:Nú eru væntanlega þeir sem helst hafa stuðlað að framþróun með einkaleyfi á sínum uppfinningum. Ef menn fá ekki einkaleyfi á einhverju sem þeir sannarlega þróuðu til hvers þá að standa í því?
Veiting einkaleyfa verður hins vegar að vera þess leg að ekki sé hægt að fá einkaleyfi á eitthvað sem varð til án þess að sá sem sækir um hafi haft nokkuð með tilvist þess að gera, eða hafði í mesta lagi EKKI afgerandi áhrif á sköpun þess.
Einkaleyfi á hugbúnaði eiga bara ekki að vera til staðar! Ef menn ætla hinsvegar að leyfa það, eins og gert er, þá á það að vera þannig að þú fáir ekki einkaleyfi án þess að vera með kóða sem sýnir virknina. Apple, Microsoft og svokölluð Patent-troll eru mikið í því að fá einkaleyfi á einhverja hugmynd en gera svo aldrei neitt í því. Svo ég tali nú ekki um þann fáránleika að fyrirtæki geti keypt einkaleyfi af öðrum!
Einkaleyfakerfið í USA var hannað með það að leiðarljósi að vernda litla manninn fyrir stóru fyrirtækjunum en er nú alveg orðið andstæðan við það.
Einkaleyfin áttu að hvetja til nýsköpunar og þróunar, því þá væri hægt að vernda uppgötvunina, tæknina, sem var þróuð frá stuldi.
Nú í dag er allt búið að patenta. Ef þú vilt gera einhvern skapan hlut þá er einhver búinn að fá einkaleyfi á því á undan þér, og þessvegna hættir þú við að framkvæma. Þannig að einkaleyfin eru búin að snúast í andhverfu sína, núna koma einkaleyfin í veg fyrir nýsköpun og þróun.
Ég myndi giska á að 99% af þeim einkaleyfum sem er búið að úthluta séu bara froða. Dómsstólar úrskurða oft um að einkaleyfi séu ógild. Það eru fyrirtæki sem gera ekkert annað en að sanka að sér einkaleyfum og fara í málsóknir við aðila sem þeir telja að séu að brjóta á einkaleyfinu. Þetta eru bara lögfræðistofur, framleiða ekki neitt, bara ofhlaða dómsstólana með bull málsóknum.
Apple, Microsoft, Google, Adobe, Facebook, Motorola, Samsung, Oracle... allir þessir tæknirisar svoleiðis dæla út einkaleyfum, kaupa fyrirtæki bara útaf einkaleyfum, og mikið af rekstrinum snýst bara um einkaleyfi.
Það þarf algjörlega að breyta þessu einkaleyfiskerfi. Í fyrsta lagi þarf að herða virkilega á kröfur um hvað er hægt að fá einkaleyfi á, og í öðru lagi á að vera einfalt mál að kæra einkaleyfi og fá það afnumið ef það á ekki lengur við eða var úthlutað af mistökum, án þess að þurfa fara með það fyrir dómsstóla.
Oftast er þetta mjög huglægt mat. Ég tel að lyfjafyrirtæki sem hefur eytt fullt af peningum í að búa til nýtt lyf eigi að hafa einkaleyfi á því, en þegar eitthvað hugbúnaðarfyrirtæki fær einkaleyfi á leitarboxi og hnapp sem hægt er að ýta á með snertiskjá... ég meina WTF!! Það er svolítið einsog að framleiða bíl og fá einkaleyfi á aksturslagi bílsins og að hann geti beygt 80°.
Það þarf auðvitað bara að setja strangari reglur um hvað telst nægilega 'einstakt' til þess að það sé hægt að fá einkaleyfi fyrir það, því þetta sem er verið að hneppa Samsung á er auðvitað fáránlegt. Ef það yrðu settar strangari reglur um þetta væri svo hægt að fara að endurskoða ýmis leyfi, og svo þyrfti væntanlega að fara í stór mál við ýmis fyrirtæki.
Re: Galaxy Nexus bannaðir í BNA
Sent: Fim 05. Júl 2012 01:04
af agust1337
Xovius skrifaði:worghal skrifaði:Æ, eins mikið og ég elska apple vörur, þá þarf ég að byrja að sniðganga þær einfaldlega á moral grounds
Góð hugmynd, er að pæla í að fara að kaupa mér non-apple lappa fyrir skólann í vetur
Installa svo linux, just to go all the way
DOS
Re: Galaxy Nexus bannaðir í BNA
Sent: Fim 05. Júl 2012 09:25
af coldcut
Xovius skrifaði:worghal skrifaði:Æ, eins mikið og ég elska apple vörur, þá þarf ég að byrja að sniðganga þær einfaldlega á moral grounds
Góð hugmynd, er að pæla í að fara að kaupa mér non-apple lappa fyrir skólann í vetur
Installa svo linux, just to go all the way
Apple er komið í sama ruslflokk og Microsoft og Oracle hjá mér! En það sem ég hata mest við Apple í augnablikinu er að þeir eru einfaldlega með bestu 11" tölvuna í dag og hún er á mjög góðu verði. Er að fara til USA eftir mánuð og er alvarlega að spá í að kaupa mér Air og setja svo Linux á hana.
Re: Galaxy Nexus bannaðir í BNA
Sent: Fim 05. Júl 2012 09:40
af upg8
Í UK er búið að dæma þetta ógilt the use of a sliding gesture to unlock a touchscreen device enda voru amk 1-2 símar framleiddir með slíkt áður en iPhone kom á markað...
Coldcut Apple heimtar bönn, vill helst ekki leigja út nein einkaleyfi. Voru duglegir að kæra þá sem voguðu sér að gera adaptars fyrir iPod. Microsoft býður fyrirtækjum að borga lága upphæð fyrir afnot af sínum einkaleyfum. Skil ekki hvernig þú getur sett öll þessi fyrirtæki í sama flokk.
Síðan er fullt af fyrirtækjum sem kaupa einkaleyfi, ekki til að vera patent trolls heldur til þess að verja sig fyrir slíkum og fyrirtæki að gera sín á milli allskonar patent sharing agreements.
Re: Galaxy Nexus bannaðir í BNA
Sent: Fim 05. Júl 2012 09:48
af upg8