Síða 1 af 1

Besti síminn fyrir konuna?

Sent: Mán 02. Júl 2012 16:57
af ljoskar
Sælir

Nú er kominn tími til að kaupa nýjann síma handa konunni og var ég að spá í hvaða síma væri best að kaupa handa henni.

Síminn þarf að vera í álíka stærð og Iphone símarnir.
Góð myndavél og það myndi ekki saka að rafhlöðuendingin væri nokkuð góð.

Verð? Skiptir eiginlega ekki máli.

Vona að menn hafi eitthverjar skoðanir um það hvað væri best í stöðunni....

Re: Besti síminn fyrir konuna?

Sent: Mán 02. Júl 2012 17:01
af lukkuláki
ljoskar skrifaði:Sælir

Nú er kominn tími til að kaupa nýjann síma handa konunni og var ég að spá í hvaða síma væri best að kaupa handa henni.

Síminn þarf að vera í álíka stærð og Iphone símarnir.
Góð myndavél og það myndi ekki saka að rafhlöðuendingin væri nokkuð góð.

Verð? Skiptir eiginlega ekki máli.

Vona að menn hafi eitthverjar skoðanir um það hvað væri best í stöðunni....


iPhone er besti síminn.

Re: Besti síminn fyrir konuna?

Sent: Mán 02. Júl 2012 17:09
af Tiger
Konan mín var búin að bölva minni iPhone eign lengi lengi þannig að ég ákvað að gefa henni einn í afmælisgjöf fyrir ári síðan, núna er þetta eini hluturinn sem hún tæki með sér á eyðieyju...

Þannig að já ég myndi mæla með iPhone.

Re: Besti síminn fyrir konuna?

Sent: Mán 02. Júl 2012 17:11
af agust1337
Nokia 3310/3330 :guy

Re: Besti síminn fyrir konuna?

Sent: Mán 02. Júl 2012 17:14
af hagur
Tek undir þetta. iPhone er eini snjallsíminn sem ég myndi gefa minni konu. Gerði þau mistök að kaupa handa henni LG optimus 2x, en sá sími reyndist afar illa, enda meingallað apparat. Hét því þá að ef ég myndi kaupa annan snjallsíma fyrir hana þá yrði það iPhone.

Re: Besti síminn fyrir konuna?

Sent: Mán 02. Júl 2012 17:38
af Orri
Myndi segja að iPhone væri málið.
Hinsvegar er eflaust þess virði að skoða Nokia Lumia 800 (frekar en 900 því 800 er svipaður í stærð og iPhone), en Windows Phone 7 er mjög notendavænt og gott stýrikerfi, líkt og iOS.

Re: Besti síminn fyrir konuna?

Sent: Mán 02. Júl 2012 17:41
af bulldog
gefðu henni iPhone enga nísku :)

Re: Besti síminn fyrir konuna?

Sent: Mán 02. Júl 2012 17:50
af gardar
Gefur henni þann síma sem víbrar best

Re: Besti síminn fyrir konuna?

Sent: Mán 02. Júl 2012 17:55
af ljoskar
Hef alltaf verið smá anti-Apple maður en viðrist vera að ég sé að fara að fjárfesta í Iphone meða við svörin.

gardar: Er þá ekki bara hægt að ná í Vibrador-App?

Re: Besti síminn fyrir konuna?

Sent: Mán 02. Júl 2012 18:09
af gardar
ljoskar skrifaði:gardar: Er þá ekki bara hægt að ná í Vibrador-App?



https://www.youtube.com/watch?v=iGMrGN5ViNo

:sleezyjoe

Re: Besti síminn fyrir konuna?

Sent: Mán 02. Júl 2012 18:25
af Marmarinn
gardar skrifaði:
ljoskar skrifaði:gardar: Er þá ekki bara hægt að ná í Vibrador-App?



https://www.youtube.com/watch?v=iGMrGN5ViNo

:sleezyjoe



Hvað er í þessu spennandi fyrir karlinn :o

Legg til að í næstu útgáfu verði cameran virkjuð á hennar síma!!!

Re: Besti síminn fyrir konuna?

Sent: Mán 02. Júl 2012 18:35
af gardar
Marmarinn skrifaði:
gardar skrifaði:
ljoskar skrifaði:gardar: Er þá ekki bara hægt að ná í Vibrador-App?



https://www.youtube.com/watch?v=iGMrGN5ViNo

:sleezyjoe



Hvað er í þessu spennandi fyrir karlinn :o

Legg til að í næstu útgáfu verði cameran virkjuð á hennar síma!!!



teipar bara símann við félagann :wipped

Re: Besti síminn fyrir konuna?

Sent: Mán 02. Júl 2012 23:38
af GuðjónR
Tiger skrifaði:Konan mín var búin að bölva minni iPhone eign lengi lengi þannig að ég ákvað að gefa henni einn í afmælisgjöf fyrir ári síðan, núna er þetta eini hluturinn sem hún tæki með sér á eyðieyju...

Þannig að já ég myndi mæla með iPhone.

Hún hefði lítið með hann að gera á eyðieyju ... fengi ekkert 3G samband og batteríið dautt eftir daginn :guy

Annars tek ég undir með öllum hinum, iPhone væri mjög grand gjöf.

Re: Besti síminn fyrir konuna?

Sent: Mán 02. Júl 2012 23:45
af pattzi
Angry birds og sólarorkuhleðslutæki

WINWIN Á EYÐIEYJU.

Re: Besti síminn fyrir konuna?

Sent: Þri 03. Júl 2012 13:12
af GrimurD
Lumia 800 / 900 er alveg jafn gott val og iPhone. Getur bara ekki montað sig jafn mikið við vinkonurnar ef að hún fær eitthvað annað en iphone ;)

Re: Besti síminn fyrir konuna?

Sent: Þri 03. Júl 2012 13:15
af AntiTrust
GrimurD skrifaði:Lumia 800 / 900 er alveg jafn gott val og iPhone. Getur bara ekki montað sig jafn mikið við vinkonurnar ef að hún fær eitthvað annað en iphone ;)


Tek undir þetta. Hef heyrt kvenkynið hæla nýja Win mobile stýrikerfinu alveg sérstaklega - Skiljanlega, það er alveg extra "shæní" OG hægt að hafa bleikt þema.

Re: Besti síminn fyrir konuna?

Sent: Þri 03. Júl 2012 15:41
af Kosmor
Ekkert rugl sgs2 eða 3 og kennir henni á kvikindið
gerði það sjálfur, gaf konunni sgs2 og hún hefur aldrei verið jafn ánægð með síma

Hún er svipað tæknivædd og fólkið sem hún vinnur með á Hrafnistu.

Re: Besti síminn fyrir konuna?

Sent: Þri 03. Júl 2012 16:08
af g0tlife
mamma er 54 ára og kann varla að kveikja á myndavél. Lét hana fá sér sg s2 og hún dýrkar hann

Re: Besti síminn fyrir konuna?

Sent: Þri 03. Júl 2012 16:18
af ManiO
Er ekki verslun þar sem hægt er að fá að leika sér í símunum? Er ekki bara einfaldast að fara með hana og skoða? Þetta er svo rosalega persónubundið.

Re: Besti síminn fyrir konuna?

Sent: Þri 03. Júl 2012 17:50
af ljoskar
Ekkert sérlega stutt í næstu verslun sem selur síma þar sem ég er.
En mér lýst helvíti vel á Nokia Lumia 900 símann...

Re: Besti síminn fyrir konuna?

Sent: Þri 03. Júl 2012 18:11
af Orri
ljoskar skrifaði:Ekkert sérlega stutt í næstu verslun sem selur síma þar sem ég er.
En mér lýst helvíti vel á Nokia Lumia 900 símann...

Ég á Lumia 900 og hann er frábær.
Að mínu mati mun betri sími heldur en iPhone-inn sem ég átti á undan.

Einu vonbrigðin við Lumia 900 er að hann fær ekki Windows Phone 8 uppfærslu (aftur á móti fær enginn WP7 sími WP8 uppfærslu).
Hinsvegar í sárabót fær hann WP7.8 sem er með nokkra fídusa úr WP8 t.d. nýja Start lúkkið.