Síða 1 af 1

heitur galaxy s3

Sent: Mán 02. Júl 2012 00:50
af Kristján
Síminn hjá mér er að keyra soldið heitur við venjulegt net ráp og litla leiki.
Hann er heitastur neðst á símanum og maður finnur verulega fyrir því
Hann er í gùmmihlustir

Var að skoða xda fórum og nokkrir að lenda í þessu, var að spá hvort fleirí væru með heita síma?

Re: heitur galaxy s3

Sent: Mán 02. Júl 2012 02:02
af Danni V8
Varstu einhverntímann með S2? Minn S2 hitnar mjög mikið efst aftaná, en skjárinn hitnar líka. Hef séð síma hjá einni stelpu sem var orðinn árs gamall og litirnir voru farnir að gulna efst. Er að vona að það komi ekki fyrir minn skjá.

Ástæðan fyrir því að ég spyr hvort þú hafir verið með S2 er til að komast að því hvort að þú kannist við þannig síma að hitna og getur sagt til um það hvort að þetta sé sambærilega mikill hiti?

Re: heitur galaxy s3

Sent: Mán 02. Júl 2012 02:47
af Kristján
Nei átti ekki s2

En hvernig er þetta þá ef skjárinn gunnar svona er þetta þá eitthvað sem maður getur farið með til baka og látið ábyrgðina covera eða tryggingar?

Re: heitur galaxy s3

Sent: Mán 02. Júl 2012 08:40
af arons4
Mögulega eitthvað með 1,4ghz quad core í tæki sem er 140x70mm..