Síða 1 af 1
[Android] Spurning um kaup á android síma
Sent: Sun 01. Júl 2012 15:06
af RatedA
Okei, ég er búinn að vera að velta því fyrir mér hvaða síma ég skal kaupa, hann má ekki vera of dýr, ekki of lítill né of stór.
Þetta er það sem framleiðendur ættu að hugsa um fyrir ágætann námsmann sem á ekki fyrir of dýrum tækjum.
Svo er það spurningin, hvaða símar eru "bestir" fyrir minstan pening. Er búinn að spurjast fyrir um þetta á ýmsum stöðum og þeir svara mér allir "Ekki kaupa þér lélegan android síma því að þá eyðilegguru android upplifunina" some like that.
So please, discuss..
Re: [Android] Spurning um kaup á android síma
Sent: Sun 01. Júl 2012 15:11
af agust1337
Samsung Galaxy Ace eða Samsung Galaxy W eru agætir, ég á einn Galaxy W og er mjög sáttur
Re: [Android] Spurning um kaup á android síma
Sent: Sun 01. Júl 2012 15:23
af RatedA
Fann Samsung Galaxy W hjá Símanum á 56þ.kr.
Finn ekki Samsung Galaxy Ace frá neinum af íslensku símfyrirtækjunum.
Re: [Android] Spurning um kaup á android síma
Sent: Sun 01. Júl 2012 15:26
af Swooper
Hvað er budgetið hjá þér?
Re: [Android] Spurning um kaup á android síma
Sent: Sun 01. Júl 2012 15:30
af mundivalur
Hvað þarf hann að geta eitthvað annað en að hringja
Re: [Android] Spurning um kaup á android síma
Sent: Sun 01. Júl 2012 15:38
af RatedA
Swooper skrifaði:Hvað er budgetið hjá þér?
Eeeh, er í rauninni ekki með neitt 'budget' en reynum að halda þessu fyrir neðan 60þkr.
Re: [Android] Spurning um kaup á android síma
Sent: Sun 01. Júl 2012 16:00
af agust1337
Ég fann einn
Samsung Galaxy Ace getur skoðað þetta
Re: [Android] Spurning um kaup á android síma
Sent: Sun 01. Júl 2012 16:02
af Swooper
RatedA skrifaði:Fann Samsung Galaxy W hjá Símanum á 56þ.kr.
Finn ekki Samsung Galaxy Ace frá neinum af íslensku símfyrirtækjunum.
Galaxy Ace er til hjá Elko, en hann er ekki jafn góður og Galaxy W.
Re: [Android] Spurning um kaup á android síma
Sent: Sun 01. Júl 2012 23:07
af intenz
Galaxy W er besti bang for the buck myndi ég segja
Sent from my GT-I9300 using Tapatalk 2
Re: [Android] Spurning um kaup á android síma
Sent: Mán 02. Júl 2012 21:55
af RatedA
Eru símar eins og HTC ekki inní myndinni ef ég vill fá mér alvöru android síma?
Nei ég bara spyr
Re: [Android] Spurning um kaup á android síma
Sent: Mán 02. Júl 2012 22:24
af Swooper
Getur tékkað á
HTC One V. Hann er mjög svipaður og Galaxy W, betri að sumu leyti, verri örgjörvi reyndar (1Ghz vs. 1.4Ghz í Galaxy W). Hefur hins vegar þann stóra kost að hann kemur með ICS (Android 4.0) á meðan W er fastur í 2.3. Svo eru margir hrifnari af Sense UI lúkkinu en TouchWiz, mæli með að þú farir í einhverja símabúð og prófir báða til að bera saman.
Re: [Android] Spurning um kaup á android síma
Sent: Þri 03. Júl 2012 23:37
af Kosmor
spurning líka hvort þú getir beðið smá, ace 2 ætti að fara að koma á klakann