Síða 1 af 1
iPhone 3g tethering eða 3g pungur
Sent: Mán 04. Jún 2012 21:21
af GuðjónR
Ég var að spá, ef maður fer í ferðalag með fartölvur og iPad hvort væri betra að kaupa 5GB á 3G punginn eða kaupa 5GB á iPhone og nota hann sem router (tethering)...
Er hjá NOVA og þetta kostar það sama...
iPhone er náttlega alltaf "online" ... en iPad væri háður fartölvunni með punginn...
Er iPhone jafngóður sem router og pungurinn?
Re: iPhone 3g tethering eða 3g pungur
Sent: Mán 04. Jún 2012 21:26
af hagur
Ég er einmitt með svona 3G pung sem ég hef fyllt á með frelsi frá Símanum. Svo hef ég verið að nota iPhone símann minn sem 3G "router" líka. iPhone-inn er engu verri en 3G pungurinn. Hef í raun ekki notað 3G punginn neitt eftir að ég fékk iPhone símann, nota hann bara þegar ég þarf á þessu að halda.
Re: iPhone 3g tethering eða 3g pungur
Sent: Mán 04. Jún 2012 21:35
af GuðjónR
hagur skrifaði:Ég er einmitt með svona 3G pung sem ég hef fyllt á með frelsi frá Símanum. Svo hef ég verið að nota iPhone símann minn sem 3G "router" líka. iPhone-inn er engu verri en 3G pungurinn. Hef í raun ekki notað 3G punginn neitt eftir að ég fékk iPhone símann, nota hann bara þegar ég þarf á þessu að halda.
Þannig að ef maður fer í bústað þá er iPhone að standa sig alveg jafnvel og 3G pungur
Kosturinn við iPhone sem ég sé í fljótu bragði er sá að þú ert ekki háður því að einhvern ein tölva sé alltaf í gangi með punginn til að routa fyrir hinar.
Gott að vita að iPhone er alveg jafn kraftmikill og 3G pungur, þá er málið að kaupa bara almenninlega inneign á símann
Re: iPhone 3g tethering eða 3g pungur
Sent: Mán 04. Jún 2012 21:52
af worghal
þú getur gleimt því að nota 3g frá nóva, þetta missir samband við það að fara upp í breiðholt, hvað ætli þú náir langt að tjaldsvæðinu/bústaðnum áður en Vodafone Edge tekur við
Re: iPhone 3g tethering eða 3g pungur
Sent: Mán 04. Jún 2012 21:59
af Tiger
Ég er einmitt í sömu hugleiðingum......fékk snemmbúna afmælisgjöf frá konunni áðan sem var nýr iPad wi-fi, og ég ætla bara að nota iPhone-inn sem teather. Hef notað hann með labtopnum og virkað mjög vel, sé ekki ástæðu til að skipta honum í 3G eða fá mér pung fyrir fartölvuna.
Re: iPhone 3g tethering eða 3g pungur
Sent: Mán 04. Jún 2012 22:00
af Olli
worghal skrifaði:þú getur gleimt því að nota 3g frá nóva, þetta missir samband við það að fara upp í breiðholt, hvað ætli þú náir langt að tjaldsvæðinu/bústaðnum áður en Vodafone Edge tekur við
fer nú allt eftir því hvar bústaðurinn er? var í mínum tæpan hálftíma frá selfossi og með "H" allan tímann (android)
annars færist síminn minn oft yfir á edge'ið þó ég sé í bænum og færi mig ekki úr stað, mjög pirrandi
Re: iPhone 3g tethering eða 3g pungur
Sent: Mán 04. Jún 2012 22:48
af Viktor
Minnir að 3G notkun í síma sé dýrari en í pung.
Re: iPhone 3g tethering eða 3g pungur
Sent: Mán 04. Jún 2012 22:55
af Oak
Sallarólegur skrifaði:Minnir að 3G notkun í síma sé dýrari en í pung.
Það er allavega ekki þannig hjá NOVA.