Síða 1 af 1
Android - multitasking
Sent: Fim 17. Maí 2012 20:37
af gauivi
Eitt sem mig langar að bera undir ykkur. Ég er með Asus Transformer með Android - Ice Cream Sandwich. Í Windows er maður vanur að geta hlustað á tónlist og það sem maður vill í einum flipa á browsernum , t.d Youtube, á meðan maður er að lesa aðrar vefsíður í öðrum flipa. Þetta get ég ekki í android. Þegar ég opna nýjan flipa þá hættir að heyrast það sem spilast annars staðar. Sama gerist þegar Youtube er opnað í sérstöku appi. Það þagnar þegar maður fer inn í browserinn. Nú hélt ég að android og tölvan væri multi-tasking. Vitið þið hvers vegna þetta er svona ?
Re: Android - multitasking
Sent: Fim 17. Maí 2012 23:33
af Joi_BASSi!
android er búið til fyrir farsíma og þeir eru ekki nógu öflugir til að multi taska.
eða það er allavegana það eina sem að mér dettur í hug.
en það jafnast einfaldlega ekkert á við windows
Re: Android - multitasking
Sent: Fim 17. Maí 2012 23:34
af arons4
Skilst að sgs3 eigi að geta þetta
Re: Android - multitasking
Sent: Fim 17. Maí 2012 23:51
af capteinninn
Browserinn er held ég bara að vinna í einum tab í einu til að síminn hægi ekki svakalega á sér þegar þú ert með 20 tabs í gangi.
Ég nota bara Doubletwist til að spila tónlist af símanum þegar ég er að gera eitthvað annað, örugglega til eitthvað forrit sem spilar tónlist af youtube á play store-inu
Re: Android - multitasking
Sent: Fös 18. Maí 2012 00:10
af gardar
Joi_BASSi! skrifaði:android er búið til fyrir farsíma og þeir eru ekki nógu öflugir til að multi taska.
eða það er allavegana það eina sem að mér dettur í hug.
en það jafnast einfaldlega ekkert á við windows
Ekki vera kjáni.
en OP, gerist þetta líka þegar þú spilar tónlist í tónlistarspilara?
Í android virkar þetta þannig að þegar afkastageta tækisins er fullnýtt þá eru forrit í bakgrunninum sem þú ert hættur að nota drepin. Til þess að tækið geti sinnt þeim forritum sem þú ert með fókusinn á. Flestir tónlistarspilarar og slík forrit eru þó merkt þannig að þau séu drepin seinast, þaeas öll önnur forrit eru drepin fyrst, ef það dugar ekki til þá er tónlistarspilarinn drepinn.
Nú bara veit ég ekki hvernig youtube forritið er en það getur vel verið að það sé ekki svona forgangsmerkt þegar það fer í bakgrunninn, enda er youtube ætlað fyrir videospilun og venjan er sú að þú horfir á video sem þú ert að spila.
Re: Android - multitasking
Sent: Fös 18. Maí 2012 00:12
af intenz
Re: Android - multitasking
Sent: Fös 18. Maí 2012 09:16
af thehulk
Re: Android - multitasking
Sent: Fös 18. Maí 2012 21:51
af gauivi
Nei þetta gerist ekki þegar ég spila í tónlistarspilara. Ég sakna þess mest að geta ekki hlustað á upptökur af útvarpsþáttum í einum flipa og meðan ég skoða aðrar síður. En það gengur sennilea ekki í núverandi Android. Veit einhver - er þetta eins í IPAD ?
gardar skrifaði:Joi_BASSi! skrifaði:android er búið til fyrir farsíma og þeir eru ekki nógu öflugir til að multi taska.
eða það er allavegana það eina sem að mér dettur í hug.
en það jafnast einfaldlega ekkert á við windows
Ekki vera kjáni.
en OP, gerist þetta líka þegar þú spilar tónlist í tónlistarspilara?
Í android virkar þetta þannig að þegar afkastageta tækisins er fullnýtt þá eru forrit í bakgrunninum sem þú ert hættur að nota drepin. Til þess að tækið geti sinnt þeim forritum sem þú ert með fókusinn á. Flestir tónlistarspilarar og slík forrit eru þó merkt þannig að þau séu drepin seinast, þaeas öll önnur forrit eru drepin fyrst, ef það dugar ekki til þá er tónlistarspilarinn drepinn.
Nú bara veit ég ekki hvernig youtube forritið er en það getur vel verið að það sé ekki svona forgangsmerkt þegar það fer í bakgrunninn, enda er youtube ætlað fyrir videospilun og venjan er sú að þú horfir á video sem þú ert að spila.
Re: Android - multitasking
Sent: Fös 18. Maí 2012 21:57
af gardar
Hvaða vafra ertu með?
Gæti verið að vafrinn sem þú ert að nota stoppi alla virkni í tab á meðan þú ert með fókusinn á öðrum tab... Ef svo er þá gæti verið sniðugt að prófa annan vafra og athuga hvort hann hegði sér eins
Mæli persónulega með Dolphin vafranum en ég veit ekki hvort hann hegði sér svona.
Re: Android - multitasking
Sent: Fös 18. Maí 2012 22:01
af hfwf
Var að prufa í opera, svín virkar.
Re: Android - multitasking
Sent: Fös 18. Maí 2012 22:12
af dori
gauivi skrifaði:Nei þetta gerist ekki þegar ég spila í tónlistarspilara. Ég sakna þess mest að geta ekki hlustað á upptökur af útvarpsþáttum í einum flipa og meðan ég skoða aðrar síður. En það gengur sennilea ekki í núverandi Android. Veit einhver - er þetta eins í IPAD ?
Þetta er náttúrulega bara, eins og þú ert búinn að komast að, vafrinn sem drepur bakgrunns tabs. Ekki það að Android styðji ekki multitask. Þetta er tvennt mismunandi.
Safari fyrir iOS er piece of shit en að spila tónlist virkar samt að hafa í bakgrunni (en taktu eftir að þeir styðja ekki flash eða að hafa youtube í vafra, youtube geturðu líka ekki spilað í bakgrunni).
Re: Android - multitasking
Sent: Fös 18. Maí 2012 22:38
af intenz
gardar skrifaði:Hvaða vafra ertu með?
Gæti verið að vafrinn sem þú ert að nota stoppi alla virkni í tab á meðan þú ert með fókusinn á öðrum tab... Ef svo er þá gæti verið sniðugt að prófa annan vafra og athuga hvort hann hegði sér eins
Mæli persónulega með Dolphin vafranum en ég veit ekki hvort hann hegði sér svona.
+1 á Dolphin, lang besti vafrinn.
Re: Android - multitasking
Sent: Fös 18. Maí 2012 22:45
af dori
Er einhver hérna búinn að prufa Chrome fyrir Android?
Re: Android - multitasking
Sent: Mið 23. Maí 2012 15:56
af AronOskarss
Ja ég er búin að prufa, en er samt ennþá fastur í dolphin, hann er bara betri og fljótari, en ég elska að hafa bookmarks með mér alltaf að heiman.
En veit ekkert með þessa multitasking pælingu hjá ykkur.