Síða 1 af 1

Númeraflutningur

Sent: Þri 15. Maí 2012 21:31
af intenz
Ég færði mig yfir í Ring um daginn. Fékk stuttu seinna SMS:

Numeraflutningur samtykktur. Aætladur flutningsdagur milli simafelaga er 16.05.2012 11:00

16. er á morgun og ég er enn ekki búinn að fá nýja SIM kortið í pósti, né neina tilkynningu um það.

Á maður ekki að fá það í pósti áður en flutningurinn á sér stað, svo maður verði ekki sambandslaus?

Ég trúi ekki að þeir ætli að klúðra þessu, svo er frídagur á fimmtudaginn (Uppstigningardagur) þannig ef ég fæ það ekki á morgun verð ég símalaus fram á föstudag eða yfir helgina. :mad

Re: Númeraflutningur

Sent: Þri 15. Maí 2012 21:44
af Tiger
Afhverju kemuru ekki bara við í næstu verslun Símann og sækir SIM kort...?

En jú hefði haldið að það ætti að koma í pósti ef þú baðst um það.

Re: Númeraflutningur

Sent: Þri 15. Maí 2012 21:46
af pattzi
Hefur alltaf komið fljótlega í pósti þegar ég er að gera þetta :)

Re: Númeraflutningur

Sent: Þri 15. Maí 2012 21:48
af intenz
Tiger skrifaði:Afhverju kemuru ekki bara við í næstu verslun Símann og sækir SIM kort...?

En jú hefði haldið að það ætti að koma í pósti ef þú baðst um það.

Hef ekki haft tíma til þess. :)

Re: Númeraflutningur

Sent: Þri 15. Maí 2012 21:48
af intenz
pattzi skrifaði:Hefur alltaf komið fljótlega í pósti þegar ég er að gera þetta :)

Einmitt, hélt það væri venjan.

Skrítið að þeir hafi ekki sent það.

Re: Númeraflutningur

Sent: Þri 15. Maí 2012 22:45
af dori
Ég myndi alltaf koma við hjá þeim og pikka þetta upp. Að koma við í einhverri búð Símans er svo auðvelt. Það tekur líka bara 1 mínútu að færa númerið yfir svo að það borgar sig bara að taka þessar 15 mínútur sem það tekur að mæta á staðinn og bíða í röðinni.

Re: Númeraflutningur

Sent: Mið 16. Maí 2012 00:22
af intenz
dori skrifaði:Ég myndi alltaf koma við hjá þeim og pikka þetta upp. Að koma við í einhverri búð Símans er svo auðvelt. Það tekur líka bara 1 mínútu að færa númerið yfir svo að það borgar sig bara að taka þessar 15 mínútur sem það tekur að mæta á staðinn og bíða í röðinni.

Já sýnist ég þurfa að gera það. :x