Hökt, flökt - uppfæra eða gallað eintak?
Sent: Þri 08. Maí 2012 11:59
Ég er ætla að byrja á að afsaka mig aðeins ég er ofboðslega vitlaus í öllu svona tæknitali en áhuginn er svo sannarlega til staðar! Ég vona að þið getið hjálpað mér
Ég fékk Samsung g s2 í fyrra og er rosalega ánægð með hann. En núna fyrir stuttu síðan hefur mér fundist hann vera farinn hökta aðeins og vera frekar lengi að taka við sér stundum, svona miðað við hvernig hann var fyrst. Nú hef ég ekkert mikið verið að sækja af drasli í hann og þessvegna finnst mér þetta svo skrítið og fór að lesa mér til um ástæður fyrir þessu. Þá sá ég einnig að margir höfðu sett útá flökt á skjánum þegar bakgrunnurinn er hvítur, þetta hef ég séð minn síma gera frá upphafi en bara stundum. Svo ég fór að spá hvort að ég gæti uppfært hann til að laga þetta en svo varð ég smeik við að breyta einhverju í honum ef hann væri svo gallaður og hann myndi detta úr ábyrgð ef ég færi eitthvað að fikta..
Hafið þið lent í þessu? Hvað gerðuð þið? Ætti ég að reyna að skila honum eða bara vaða í uppfærslu? Hann er með gingerbread 2.3.3
Ég fékk Samsung g s2 í fyrra og er rosalega ánægð með hann. En núna fyrir stuttu síðan hefur mér fundist hann vera farinn hökta aðeins og vera frekar lengi að taka við sér stundum, svona miðað við hvernig hann var fyrst. Nú hef ég ekkert mikið verið að sækja af drasli í hann og þessvegna finnst mér þetta svo skrítið og fór að lesa mér til um ástæður fyrir þessu. Þá sá ég einnig að margir höfðu sett útá flökt á skjánum þegar bakgrunnurinn er hvítur, þetta hef ég séð minn síma gera frá upphafi en bara stundum. Svo ég fór að spá hvort að ég gæti uppfært hann til að laga þetta en svo varð ég smeik við að breyta einhverju í honum ef hann væri svo gallaður og hann myndi detta úr ábyrgð ef ég færi eitthvað að fikta..
Hafið þið lent í þessu? Hvað gerðuð þið? Ætti ég að reyna að skila honum eða bara vaða í uppfærslu? Hann er með gingerbread 2.3.3