Síða 1 af 1

Hökt, flökt - uppfæra eða gallað eintak?

Sent: Þri 08. Maí 2012 11:59
af sunnara
Ég er ætla að byrja á að afsaka mig aðeins ég er ofboðslega vitlaus í öllu svona tæknitali en áhuginn er svo sannarlega til staðar! Ég vona að þið getið hjálpað mér [-o<

Ég fékk Samsung g s2 í fyrra og er rosalega ánægð með hann. En núna fyrir stuttu síðan hefur mér fundist hann vera farinn hökta aðeins og vera frekar lengi að taka við sér stundum, svona miðað við hvernig hann var fyrst. Nú hef ég ekkert mikið verið að sækja af drasli í hann og þessvegna finnst mér þetta svo skrítið og fór að lesa mér til um ástæður fyrir þessu. Þá sá ég einnig að margir höfðu sett útá flökt á skjánum þegar bakgrunnurinn er hvítur, þetta hef ég séð minn síma gera frá upphafi en bara stundum. Svo ég fór að spá hvort að ég gæti uppfært hann til að laga þetta en svo varð ég smeik við að breyta einhverju í honum ef hann væri svo gallaður og hann myndi detta úr ábyrgð ef ég færi eitthvað að fikta..

Hafið þið lent í þessu? Hvað gerðuð þið? Ætti ég að reyna að skila honum eða bara vaða í uppfærslu? Hann er með gingerbread 2.3.3

Re: Hökt, flökt - uppfæra eða gallað eintak?

Sent: Þri 08. Maí 2012 13:03
af Danni V8
Ég myndi fara með hann þangað sem þú keyptir hann og sýna þeim hvað er í gangi og sjá hvað þeir segja.

Síðan dettur síminn ekki úr ábyrgð ef þú uppfærir hann, það er bara ef þú rootar hann. Ég keypti mér nýjan Samsung Galaxy S2 fyrir 2 mánuðum og hann kom með Gingerbread 2.3.4 minnir mig, fyrsta sem ég gerði var að tengja hann við WiFi og uppfæra síðan í ICS 4.0.3. Mikið betra :D

Re: Hökt, flökt - uppfæra eða gallað eintak?

Sent: Þri 08. Maí 2012 13:33
af sunnara
Takk fyrir svarið :)

Ætli ég verði ekki bara að fara með hann eins og þú segir, það er bara svo erfitt að reyna að sýna þetta því flöktið kemur bara stundum. Langaði að prófa að uppfæra símann fyrst allavega og sjá hvort það breyti einhverju..

En þegar ég uppfæri hann get ég þá valið hvaða útfærslu ég fæ eða kemur bara þetta nýjasta sem er væntanlega ICS (þ.e.a.s. ef ég fer í ,um símann'-.hugbúnaðaruppfærsla'-o.s.frv.)?

Eitt enn, hvað er að ,roota' símann? (sorry ef ég spyr eins og auli, er algjör nýliði :baby )

Re: Hökt, flökt - uppfæra eða gallað eintak?

Sent: Þri 08. Maí 2012 13:53
af Danni V8
Færð bara möguleika á að uppfæra í nýjasta, ss. ICS 4.0.3.

Það verður einhver annar að svara þér hvað það er að roota síma, ég veit svona nokkrunvegin hvað það er. Setur upp stýrikerfi byggt á einhverri "x" Android útgáfu sem er gefið út af öðrum en símaframleiðandanum. Veit bara að ég hef ekki áhuga á að standa í þannig á mínum síma og er því ekkert að kynna mér betur hvað þetta er :)

Re: Hökt, flökt - uppfæra eða gallað eintak?

Sent: Þri 08. Maí 2012 14:10
af sunnara
Ok. Ef ég má spyrja hvað fannst þér betra við Ics? Kostir og gallar.. Geturu haft símann á íslensku eftir breytingar? þarf maður að taka backup af öllu fyrst??
..er hægt að breyta aftur til baka í gingerbread?

Re: Hökt, flökt - uppfæra eða gallað eintak?

Sent: Þri 08. Maí 2012 15:12
af Swooper
Danni V8 skrifaði:Það verður einhver annar að svara þér hvað það er að roota síma, ég veit svona nokkrunvegin hvað það er. Setur upp stýrikerfi byggt á einhverri "x" Android útgáfu sem er gefið út af öðrum en símaframleiðandanum. Veit bara að ég hef ekki áhuga á að standa í þannig á mínum síma og er því ekkert að kynna mér betur hvað þetta er :)

Nei, það er ekki að roota, það er að setja upp custom ROM. Að roota er í rauninni bara að fá "admin" aðgang að símanum þínum, sem leyfir þér að fikta í hlutum sem Android lokar venjulega á, eins og örgjörvastillingar (over/underclock) og fleira. Sum forrit sem nota þessa hluti virka ekki ef þú ert ekki með rootaðan síma. Minn sími er t.d. rootaður en ég er ekki með custom ROM (ennþá).

Re: Hökt, flökt - uppfæra eða gallað eintak?

Sent: Þri 08. Maí 2012 15:47
af capteinninn
sunnara skrifaði:Ok. Ef ég má spyrja hvað fannst þér betra við Ics? Kostir og gallar.. Geturu haft símann á íslensku eftir breytingar? þarf maður að taka backup af öllu fyrst??
..er hægt að breyta aftur til baka í gingerbread?


Mér finnst ICS vera mun flottara
Batteríending er held ég aaðeins betri en ég get ekki sagt það með vissu
Get ekki valið íslensku í tungumálastillingunum (myndi spyrja þá í búðinni að því, getur verið að það sé bara í sg2 símunum)
Ég þurfti ekki að taka backup af neinu hjá mér, ég er reyndar með minn syncaðan við google þannig að allir contactar og fleira er geymt hjá google þannig að ef ég fæ mér nýjan síma færast allar upplýsingar bara beint á milli án þess að ég þurfi nokkuð að gera. (Getur séð hvort þú ert tengd við google í stillingunum einhverstaðar, man ekki hvernig þetta var í þinni útgáfu af android)
Allskonar litlir hlutir sem mér finnst betur útfærðir

Eina sem mér dettur í hug sem er verra er að mér finnst skrítið að þegar maður lokar skjánum og opnar aftur þá getur maður annaðhvort valið að opna símann eða opna myndavélina, ég nota hana persónulega mjög lítið og hef þessvegna nánast engin not fyrir þetta en þetta skiptir nákvæmlega engu máli.

Held að þú brjótir ábyrgð ef þú rootar símann þannig að alls ekki gera það áður en þú ferð með hann í búðina

Re: Hökt, flökt - uppfæra eða gallað eintak?

Sent: Þri 08. Maí 2012 16:05
af Swooper
Ef síminn er keyptur á Íslandi þá er tveggja ára lögbundin ábyrgð á honum alveg sama þó þú rootir hann, nema í einhverjum tilfellum þar sem sannast að þú hafir skemmt símann með því að roota hann (t.d. steikt örgjörvann með yfirklukkun - rootunin sjálf skemmir ekkert). Þessi umræða var tekin nýlega í öðrum þræði hérna og þetta var niðurstaðan.

Re: Hökt, flökt - uppfæra eða gallað eintak?

Sent: Þri 08. Maí 2012 16:08
af stebbi23
btw þá hefur nýja ics uppfærslan á S2 verið að láta hann hökkta og frjósa í sumum tilfellum.
Gerist aðallega þegar verið er að kveikja á WiFi

Re: Hökt, flökt - uppfæra eða gallað eintak?

Sent: Þri 08. Maí 2012 17:29
af Danni V8
Ég hef ekki tekið eftir þessu með minn SGS2 að hann sé að frjósa. Ég er með símann stilltan þannig að hann hefur bara kveikt á WiFi þegar það er kveikt á skjánum. Hann kveikir ss. á WiFi í hver skipti sem ég kveiki á skjánum en ég hef aldrei lent í því að síminn frjósi við það. Sama á við um hökt, finnst hann ekkert hökta. En það er hins vegar kannski vegna þess að ég kom úr Galaxy Ace, sá sími hökti alveg rosalega.

Re: Hökt, flökt - uppfæra eða gallað eintak?

Sent: Þri 08. Maí 2012 17:40
af Moquai
Minn SG2 fór í rugl eftir 4.0.3

Re: Hökt, flökt - uppfæra eða gallað eintak?

Sent: Þri 08. Maí 2012 17:54
af sunnara
Er ekkert mál að breyta honum aftur yfir í Gingerbread?