Síða 1 af 1
Fartölvan að gefast upp...
Sent: Fim 22. Mar 2012 19:24
af REX
Sælir.
Var að enda við að baka skjákortið í ofninum úr fartölvunni í þriðja eða fjórða skiptið og mér sýnist það vera að endanlega gefast upp núna því skjárinn er allur orðinn undarlega rauður;
Þetta er ekki skjárinn sjálfur er það nokkuð?
Re: Fartölvan að gefast upp...
Sent: Fim 22. Mar 2012 19:27
af GullMoli
Þetta lítur nú bara helvíti vel út hjá mér.
Re: Fartölvan að gefast upp...
Sent: Fim 22. Mar 2012 19:28
af sakaxxx
þú þarft að taka mynd með myndavél svo við sjáum
Re: Fartölvan að gefast upp...
Sent: Fim 22. Mar 2012 19:40
af REX
Re: Fartölvan að gefast upp...
Sent: Fim 22. Mar 2012 21:57
af Hargo
Hvernig fartölva er þetta?
Re: Fartölvan að gefast upp...
Sent: Fim 22. Mar 2012 22:15
af REX
Hargo skrifaði:Hvernig fartölva er þetta?
Þetta er hin blessaða Acer 5920 með nvidia 8600 kortinu frábæra.
Re: Fartölvan að gefast upp...
Sent: Fös 23. Mar 2012 00:14
af Klemmi
Hmmm erfitt að segja, en út frá því að print screen birtist eðlilega, þá lítur það út eins og skjákortið sé að búa til rétta mynd en skjárinn að mynda hana vitlaust.
Því þori ég nú ekki að dæma skjákortið sökudólgin hér, myndi prófa að tengja VGA skjá við tölvuna og sjá hvað hann segir.
Re: Fartölvan að gefast upp...
Sent: Fös 23. Mar 2012 00:34
af REX
Tengdi tölvuna við TV og þar kom allt eðlilega fram. Hef trúlega danglað aðeins of mikið í skjáinn áðan í reiði minni þegar ég sá að tölvan vildi ekki ræsa sig.
Re: Fartölvan að gefast upp...
Sent: Fös 23. Mar 2012 00:43
af tomasjonss
Það er sama regla með tölvur og konur.
það er bannað að berja þær.
Re: Fartölvan að gefast upp...
Sent: Fös 23. Mar 2012 00:48
af Klemmi
tomasjonss skrifaði:Það er sama regla með tölvur og konur.
það er bannað að berja þær.
Ofbeldi á aðeins heima í svefnherberginu?