Síða 1 af 1

Hjálp við val á Android síma

Sent: Lau 25. Feb 2012 05:18
af ViktorS
Hvaða Android sími er "bang for the buck" í dag? Er svolítið að pæla í Samsung Galaxy Ace eða einhverju í kringum 50-60k en er alveg tilbúinn til að borga meira ef það er þess virði, ekki yfir 100k samt.

Re: Hjálp við val á Android síma

Sent: Lau 25. Feb 2012 07:35
af audiophile
Sony Ericsson Xperia Ray er flottur. Kostar rétt undir 54þ í Elko. Sony finnst mér vera með bestu Android upplifunina. Stýrikerfið er svo smooth á þessum símum, alveg niður í ódýrustu símana. Finnst ódýrari Samsung símarnir lagga meira en hjá Sony.

En ef þú ert Samsung maður þá er Galaxy W á 55þ.

Re: Hjálp við val á Android síma

Sent: Lau 25. Feb 2012 12:15
af Philosoraptor
http://hataekni.is/is/vorur/1000/1010/10031040/
er búinn að vera að skoða þennan sjálfur

Re: Hjálp við val á Android síma

Sent: Lau 25. Feb 2012 14:26
af Swooper
Ekki yfir 100k segirðu... þá eru bæði þessi og þessi með í spilinu :)

Re: Hjálp við val á Android síma

Sent: Lau 25. Feb 2012 16:34
af ViktorS
https://vefverslun.siminn.is/vorur/fars ... lus_i9001/
Eitthvað varið í þennan? Er samt að deyja yfir því hvað mig langar mikið í Galaxy SII en er að hugsa hvort það sé þess virði.

Re: Hjálp við val á Android síma

Sent: Lau 25. Feb 2012 16:35
af HelgzeN

Re: Hjálp við val á Android síma

Sent: Lau 25. Feb 2012 16:36
af Olli
LG Optimus 2x í elko. Bang for the buck.

Re: Hjálp við val á Android síma

Sent: Sun 26. Feb 2012 14:06
af AronOskarss
ViktorS skrifaði:https://vefverslun.siminn.is/vorur/farsimar/samsung/samsung_galaxy_s_plus_i9001/
Eitthvað varið í þennan? Er samt að deyja yfir því hvað mig langar mikið í Galaxy SII en er að hugsa hvort það sé þess virði.


Klárlega þess virði, mjög öflug græja. Tekur því ekki að kaupa sér low class síma í dag, ekkert gaman að eiga hálf smartsíma.

Re: Hjálp við val á Android síma

Sent: Sun 26. Feb 2012 14:15
af Skari
Ég keypti mér LG optimus one á einhver 39þús fyrir rúmu ári síðan og sé ekki eftir því, langt í frá að vera öflugasti síminn en er meira en nóg fyrir mig þar sem ég nota ekki símann til að horfa á kvikmynir, hlusta á tónlist eða fyrir leiki. Hef hingað til getað keyrt öll öpp sem mig hefur langað í.

Re: Hjálp við val á Android síma

Sent: Sun 26. Feb 2012 15:04
af kizi86
Olli skrifaði:LG Optimus 2x í elko. Bang for the buck.


færð ekki betri síma fyrir þennan pening, allaveganna ekki í bráð..

Re: Hjálp við val á Android síma

Sent: Sun 26. Feb 2012 23:12
af Tesy
Myndi eiginlega frekar kaupa Nexus S heldur en LG Optmus 2X.

Re: Hjálp við val á Android síma

Sent: Sun 26. Feb 2012 23:17
af Carragher23
Margborgar það sig samt ekki í dag að hinkra fram á mitt ár, þ.e.a.s. ef þú hefur þolinmæðina?

Re: Hjálp við val á Android síma

Sent: Sun 26. Feb 2012 23:32
af Tesy
Carragher23 skrifaði:Margborgar það sig samt ekki í dag að hinkra fram á mitt ár, þ.e.a.s. ef þú hefur þolinmæðina?


Það kemur alltaf eitthvað nýrra og betra.. þýðir ekkert að bíða, fyrir utan ef þú ert viss um að síminn sem þig langar í kemur eftir mánuð eða minna.