Síða 1 af 1
Varðandi 3G net fyrir iPad
Sent: Lau 25. Feb 2012 00:46
af dedd10
Nú er ég að íhuga það að fjárfesta í eitt stk. iPad 2 Wifi+3G en er að velta fyrir mér hvar er best væri að vera með 3G net fyrir þetta tæki.
Er á Akureyri og væri fínt að hafa fyrirtækið hérna og er helst að spá í Vodafone eða Símanum.
Hvort dreifikerfið er betra og næst á fleiri stöðum á landinu?
Svo auðvitað að hafa verðið sem best, ætli 200-500mb dugi ekki vel á mánuði þar sem ég mun ekki nota hann svo mikið.
Takk
Re: Varðandi 3G net fyrir iPad
Sent: Lau 25. Feb 2012 00:57
af AciD_RaiN
Held að það skipti litlu máli. Er ekki vodafone ennþá með sama dreifikerfi og síminn eða þar sem síminn næst, þar nærðu vodafone?? Bara hvar ertu með netið heimasímann og gemsann
Re: Varðandi 3G net fyrir iPad
Sent: Lau 25. Feb 2012 21:34
af dedd10
Re: Varðandi 3G net fyrir iPad
Sent: Lau 25. Feb 2012 22:14
af AciD_RaiN
Vodafone var alltaf með stærra dreifikerfi þegar ég var að vinna þar og greinilega ennþá
Ég er með netið og heimasímann hjá símanum (fæ engu ráðið um það) en hef alltaf verið hlynntari vodafone
Re: Varðandi 3G net fyrir iPad
Sent: Sun 26. Feb 2012 13:56
af GrimurD
Vodafone notar dreifikerfi nova thvi siminn vill ekki leyfa odrum ad nota dreifikerfid theirra.
Sent from my Desire S using Tapatalk
Re: Varðandi 3G net fyrir iPad
Sent: Fös 09. Mar 2012 16:39
af AronOskarss
Notar ekki nova vodafone?, ég er alltaf a detta inná vodafone af nova. Og mæli mun frekar með vodafone vegna þessa. Kemur að þvi að ég færi mig yfir, ergjandi að þurfa skipta yfir á nova sjálfur, þvi það er svo hægt netið þegar ég dett á vodafone.
Re: Varðandi 3G net fyrir iPad
Sent: Fös 09. Mar 2012 17:57
af halli7
Síminn er með langbesta 3G dreifikerfið að mínu mati.
Er sjálfur með iphone í nova afþvi flestir sem ég þekki eru þar, en mamma er einnig með iphone og er hjá símanum og það er alltaf mikið betra 3G samband hjá henni sérstaklega útá landi.
Og ótrúlegt en satt þá er batteríið á símanum sem er hjá símanum að endast lengur, ábiggilega afþví að síminn sem er í nova er alltaf að skipta á milli NOVA 3G og Vodafone E.
Re: Varðandi 3G net fyrir iPad
Sent: Fös 09. Mar 2012 19:16
af AronOskarss
Ja, ég er einmitt buinn að vera pæla hvort það eyði ekki meira battery að vera berjast svona við samband.
Skipti fljótlega, var einmitt úta landi og náði bara simanum og vodafone. Er að verða brjálaður á NOVA sambandinu.
Re: Varðandi 3G net fyrir iPad
Sent: Fös 09. Mar 2012 20:07
af Blackened
Reyndar á Akureyri eru Nova og Vodafone saman um alla senda í bænum.. þaðer.. Vodafone er ekki með neina 3G senda heldur nota þeir 3g sendana hjá Nova og vice versa
síðan kostar 490kr á mánuði að hafa 1gb í 3g gagnamagn hjá Nova
ég er búinn að nota þetta lengi og gæti ekki verið sáttari