Síða 1 af 1

Fyrsti Quad-Core Smartphone

Sent: Fös 24. Feb 2012 12:15
af tanketom
Er ekki rétt hjá mér að LG Optimus 4X HD sé fyrsti með Quad-Core?
Kom út í gær :happy
Maður spyr sig hvenær verður hægt að spila leiki sem BF3 í svona litlum tækjum

http://www.youtube.com/watch?v=kRYyPNLo ... ture=share

Re: Fyrsti Quad-Core Smartphone

Sent: Fös 24. Feb 2012 12:49
af intenz
tanketom skrifaði:Er ekki rétt hjá mér að LG Optimus 4X HD sé fyrsti með Quad-Core?
Kom út í gær :happy
Maður spyr sig hvenær verður hægt að spila leiki sem BF3 í svona litlum tækjum

http://www.youtube.com/watch?v=kRYyPNLo ... ture=share

1 GB RAM og 6 GB pláss, frekar slappt.

Annars hef ég bara slæma reynslu af LG.

Re: Fyrsti Quad-Core Smartphone

Sent: Fös 24. Feb 2012 12:59
af capteinninn
Vá 6GB?

Það hlýtur að vera möguleiki á stærra minni. Nexus S-inn hjá mér er með 16GB en mér finnst það ekki nóg fyrir tónlistina mína

Re: Fyrsti Quad-Core Smartphone

Sent: Fös 24. Feb 2012 13:02
af intenz
Ok mér misheyrðist, þetta eru víst 16 GB.

En samt, 1 GB RAM, slaaaappt!

Re: Fyrsti Quad-Core Smartphone

Sent: Fös 24. Feb 2012 13:14
af tanketom
intenz skrifaði:Ok mér misheyrðist, þetta eru víst 16 GB.

En samt, 1 GB RAM, slaaaappt!


Er samt ekki mesta í dag 1.5?

Re: Fyrsti Quad-Core Smartphone

Sent: Fös 24. Feb 2012 21:01
af AronOskarss
1 gb er alls ekki mikið fyrir quadcore, helviti er það slappt.
Lýst svosem ekkert á LG yfir höfuð, þessvegna er fúlt að þeir séu fyrstir.
Bíð eftir HTC eða Samsung, þá kemur eikkað goodshiii....

Re: Fyrsti Quad-Core Smartphone

Sent: Lau 25. Feb 2012 07:27
af tanketom
AronOskarss skrifaði:1 gb er alls ekki mikið fyrir quadcore, helviti er það slappt.
Lýst svosem ekkert á LG yfir höfuð, þessvegna er fúlt að þeir séu fyrstir.
Bíð eftir HTC eða Samsung, þá kemur eikkað goodshiii....


LG kom reyndar líka með fyrsta Dual-core, það er eins og þeir séu með einhvern sér samning eða eru bara alltaf tilbúnir með eh rusl fyrir næstu kynslóð? En já ég get sagt það sama og ég ætla mér nú aldrei að kaupa LG aftur eftir að ég átti LG Ku990, hef aldrei átt jafn lélegan síma en það eru margir búnir að bíða spenntir eftir Quad-core símonum og ákvað að láta fréttirnar berast.

Re: Fyrsti Quad-Core Smartphone

Sent: Lau 25. Feb 2012 13:09
af ingibje
Mæli eindregið með því að versla ekki LG vörur, ég keypti mér optimus x2 á sínum tíma og hef aldrei verið jafn svikinn.

Re: Fyrsti Quad-Core Smartphone

Sent: Lau 25. Feb 2012 15:08
af Olli
ingibje skrifaði:Mæli eindregið með því að versla ekki LG vörur, ég keypti mér optimus x2 á sínum tíma og hef aldrei verið jafn svikinn.


AMD sökkar.. Því Intel er betra?

Svikinn um hvað? LG Optimus 2x er lang mest fyrir verðið á markaðnum í dag, nálægt Galaxy SII í specs og 40 Þúsund krónum ódýrari, á sjálfur Optimus 3D sem er lítt overclockaður að skora hærra en SGSII á benchmarki og gæti ekki verið sáttari

Re: Fyrsti Quad-Core Smartphone

Sent: Lau 25. Feb 2012 18:05
af AncientGod
8mm á þykkt er það ekki frékkar lítið verður þá símin ekki aumingjalegur ?

Re: Fyrsti Quad-Core Smartphone

Sent: Lau 25. Feb 2012 19:22
af ingibje
Olli skrifaði:
ingibje skrifaði:Mæli eindregið með því að versla ekki LG vörur, ég keypti mér optimus x2 á sínum tíma og hef aldrei verið jafn svikinn.


AMD sökkar.. Því Intel er betra?

Svikinn um hvað? LG Optimus 2x er lang mest fyrir verðið á markaðnum í dag, nálægt Galaxy SII í specs og 40 Þúsund krónum ódýrari, á sjálfur Optimus 3D sem er lítt overclockaður að skora hærra en SGSII á benchmarki og gæti ekki verið sáttari


það er ekki langt síðan optimus x2 hríð féll í verði, hann var ekki langt frá öðrum sambærilegum símum í langan tíma.

LG Drullar upp á bak í uppfærslum fyrir símana sína, optimus 2x átti að fá gingerbread og fékk þá uppfærslu nema Langt á eftir öðrum framleiðendum og við erum að tala um 8 mánuði eða meira.

þá er það mjög algengt vandamál með sambandið á símanum, hann segist vera með samband og allt í gúddí, nema svo þegar þú ætlar að hringja úr honum þá allt í einu er ekkert samband svo þú þarft að reboota símanum til að fá loftnetið inn aftur. í millitíðinni var ekkert hægt að hringja í þig, og tímin þarna á milli gat verið allur dagurinn jafnvel.

svo hef ég líka verið að lenda í því að ég þurfi að algjörlega hljóðlausu umhverfi ef einhver á að heyra orð sem ég er að segja, ásamt því að heyra oft illa í aðilanum hinum megin á línunni.

optimus x2 er með alla speccana, myndavélin er góð ásamt mörgu örðu. enn þetta er allt annað enn frábær SÍMI.

ég fór á sínum tíma í djúpu laugina og fór í merki sem ég þekkti lítið sem ekkert, ég mun ekki gera þau mistök aftur.

þú færð það sem þú borgar fyrir.

Re: Fyrsti Quad-Core Smartphone

Sent: Lau 25. Feb 2012 22:37
af Ulli
Life is Good eru kanski ekki með góða síma en þeir eru öflugir á sjónvörpum.
Að drulla yfir merkið í heild er kanski ekki rétt?

Re: Fyrsti Quad-Core Smartphone

Sent: Lau 25. Feb 2012 22:41
af AciD_RaiN
Ulli skrifaði:Life is Good eru kanski ekki með góða síma en þeir eru öflugir á sjónvörpum.
Að drulla yfir merkið í heild er kanski ekki rétt?

Þeir komu líka með fínustu 10" lappa (LG X120 Lime minnir mig) fyrir nokkrum árum og sjónvörpin hafa verið að koma rosa vel út en aftur á móti símarnir eru meira drasl en sorpa :thumbsd

Re: Fyrsti Quad-Core Smartphone

Sent: Lau 25. Feb 2012 22:42
af chaplin
Ég hugsa nú að 1GB RAM sé nóg, á meðan ICS verður þokkalega lightweight að þá er meira en nóg RAM fyrir apps, myndi ég halda.

Hafa menn verið að ná að maxxa vinnsluminnið í SGS2?

Re: Fyrsti Quad-Core Smartphone

Sent: Lau 25. Feb 2012 22:48
af westernd
á mjög einfaldan nokia síma, hann varð bilaður og ég fékk LG snertisíma í láni á meðan
það er allavegna augljóst að ég muni aldrei versla LG síma.

Re: Fyrsti Quad-Core Smartphone

Sent: Sun 26. Feb 2012 02:31
af kizi86
chaplin skrifaði:Ég hugsa nú að 1GB RAM sé nóg, á meðan ICS verður þokkalega lightweight að þá er meira en nóg RAM fyrir apps, myndi ég halda.

Hafa menn verið að ná að maxxa vinnsluminnið í SGS2?


minn optimus 2x er að svínvirka á ICS, er alveg drullusáttur með símann minn þessa dagana, er alveg losnaður við þetta sambandsleysisrugl sem síminn þjáðist af í froyo og gingerbread, er að keyra NOVA HD™ ICS rom með Ironkrnl OC'ed upp í 1504MHz, með v10d 725 baseband og RIL, fattaði að var alltaf að keyra síman á vitlausu basebandi og RIL-i, þess vegna var ég alltaf að lenda í þessu símasambandsleysi, og líka útaf galla í network time drazlinu, eftir að setti upp Ironkrnl þá hvarf það vesen..
ICS er orðið svona 95% ready fyrir Optimus2x, einu cons eru:
- No media acceleration: No video decoding, no video encoding (can be solved by using videocam illusion )
- Apps made for Android 4 with their own specific graphics implementations (Chrome is a good example) will be glitchy.

er ekki alveg að skilja þetta LG hatur hérna, eins og þegar fólk prufaði KU990 sem er mesta rusl i geymi, að þá hefur það dæmt alla aðra síma frá LG sem rusl, viðurkenni að stuðningur frá LG er ekki sá besti, en CyanogenMod stuðningurinn er frábær, og community-ið á xda forums fyrir td optimus2x er frábært, heeeellingur af devs að vinna í að betrumbæta hugbúnað fyrir þennan síma sem og marga aðra LG síma..

Re: Fyrsti Quad-Core Smartphone

Sent: Sun 26. Feb 2012 12:29
af Olli
Takk kizi, LG rokkar! \:D/

Re: Fyrsti Quad-Core Smartphone

Sent: Sun 26. Feb 2012 12:36
af audiophile
Ég á LG Optimus Black og hef verið frekar sáttur. Það er geggjaður skjár á honum, einfaldur og stílhreinn með ágætis 1ghz single core specca, en hugbúnaðurinn er annað mál. LG eru ekki góðir hvað það varðar. Eitt og annað sem laggar í símanum. Hef reyndar ekki uppfært í 2.3 ennþá en það á víst að lagast eitthvað þar.

Þegar kemur að hugbúnaði eru Sony bestir. Kærastan mín á Sony Ericsson Live with Walkman og það er allt drullu smooth í honum. Ekkert lagg. Xperia Ray er líka þannig. Allt eins og smjör. Svo bar ég saman Sony Tablet og Samsung Galaxy Tab í Elko og Sony tablet er 300x betra. Galaxy tab laggar bara feitt meðan Sony, sem keyrir líka á Honeycomb, smooth eins og Ipad.

Re: Fyrsti Quad-Core Smartphone

Sent: Sun 26. Feb 2012 12:48
af dave57
Sælir,

keypti LG optimus Hub handa konunni, hefur virkað mjög vel, skjárinn góður og mjög snöggur í öllum aðgerðum. Er með 2.3.
Var reyndar með fordóma fyrir LG áður en enn verðið var mjög gott svo það freistaði, sé ekki eftir því. Amk. ennþá ;-)
Pabbi keypti LG 2X nýlega á tilboði á 60. Mjög flottur fyrir þann pening, er með 2.2 núna.
Finnst skjárinn á 2X full næmur fyrir snertingu miðað við Hub símann, spurning hvort það sé eitthver stilling eða breytist með að uppfæra í 2.3 ?
Skil vel að menn með slæma reynslu kaupi ekki sama merki aftur. En etv. eru gæðin að batna hjá LG.

Re: Fyrsti Quad-Core Smartphone

Sent: Mán 27. Feb 2012 21:22
af Tesy
Þá eru HTC nýbúnir að annouca Quad Core síminn sinn (HTC One X)
http://www.htc.com/uk/smartphones/htc-one-x/#specs

720 x 1280 pixels, 4.7 inches (~312 ppi pixel density)
1.5 Quad Core (Nvidia Tegra 3)
32GB Storage
1GB RAM (DDR2)
ISC 4.0 with HTC Sense 4
1800mAh battery

Re: Fyrsti Quad-Core Smartphone

Sent: Þri 28. Feb 2012 03:14
af tanketom
gleymi því nú aldrei þegar ég var í elko og þá kom maður inn alveg brjálður með LG sjónvarp sem hann hafði keyft og sagði ''HVAÐ STENDUR ÞETTA MERKI EIGINLEGA FYRIR!? LÉLEG GÆÐI EÐA?!'' ég gat ekki annað en hlegið =D> (LG = léleg gæði)