Síða 1 af 1
Rekja stolinn síma!
Sent: Mán 30. Jan 2012 16:35
af zedro
Jæja vinkona mín lenti í því að síminn hennar hvarf eftir partý sem hún hélt.
Talið er að hann hafi verið tekinn ófrjálsri hendi. Versta er að það var enginn
hugbúnaður uppsettur til að rekja símann. Plan B appið var sett upp en það
skilað því miður engum árangri.
Það eru óljósar upplýsingar á netinu hvort og hvernig maður lætur rekja síma
og hvort það sé nú yfir höfuð hægt.
Hvað segja vaktarar við þessu, hvernig á maður að beita sér í svona málum?
Kv. Z
Re: Rekja stolinn síma!
Sent: Mán 30. Jan 2012 16:39
af einarhr
Ef þú ert með IMEI númerið af símanum þá er bara að senda það til Lögreglu og jafnvel allra símafyrirtækja, það er hægt að blokka síman via IMEI.
Veit ekki alveg hvernig Lögreglan leysir þetta en þú/hún verður sennilega að kæra þjófnað og þá biðja þeir sennilega um IMEI númerið til að rekja/blokka síman.
Re: Rekja stolinn síma!
Sent: Mán 30. Jan 2012 16:42
af Daníel_Sullskór
Heyrði einhvertíman að símafyrirtækið væri með þetta "IMEI" númer á símanum, og að símafyrirtækið geti séð hver það er sem setur símkort í símann,
Re: Rekja stolinn síma!
Sent: Mán 30. Jan 2012 17:15
af Black
Daníel_Sullskór skrifaði:Heyrði einhvertíman að símafyrirtækið væri með þetta "IMEI" númer á símanum, og að símafyrirtækið geti séð hver það er sem setur símkort í símann,
[img]óþarfa%20innlegg[/img]
Re: Rekja stolinn síma!
Sent: Mán 30. Jan 2012 17:39
af Plushy
Black skrifaði:Daníel_Sullskór skrifaði:Heyrði einhvertíman að símafyrirtækið væri með þetta "IMEI" númer á símanum, og að símafyrirtækið geti séð hver það er sem setur símkort í símann,
[img]óþarfa%20innlegg[/img]
Eflaust verið skrifað á sama tíma og ekki tekið eftir hinum póstinum
Re: Rekja stolinn síma!
Sent: Mán 30. Jan 2012 18:48
af capteinninn
Systir mín týndi sínum sími útí Eyjum.
Ég hringdi í Nova og þeir gátu gefið mér IMEI númerið sem lögreglan notaði til að tracka símann uppi.
Re: Rekja stolinn síma!
Sent: Mán 30. Jan 2012 18:53
af svensven
hannesstef skrifaði:Systir mín týndi sínum sími útí Eyjum.
Ég hringdi í Nova og þeir gátu gefið mér IMEI númerið sem lögreglan notaði til að tracka símann uppi.
Seinast þegar ég vissi, þá var lögreglan hætt að sinna svona málum sögðu það vera of dýrt og höfðu ekki mannskap í það, en kannski er það komið í gang aftur.
Re: Rekja stolinn síma!
Sent: Mán 30. Jan 2012 18:56
af capteinninn
svensven skrifaði:hannesstef skrifaði:Systir mín týndi sínum sími útí Eyjum.
Ég hringdi í Nova og þeir gátu gefið mér IMEI númerið sem lögreglan notaði til að tracka símann uppi.
Seinast þegar ég vissi, þá var lögreglan hætt að sinna svona málum sögðu það vera of dýrt og höfðu ekki mannskap í það, en kannski er það komið í gang aftur.
Þetta var eftir síðustu verslunarmannahelgi, það gæti hafa breyst síðan þá en ég er ekki viss
Re: Rekja stolinn síma!
Sent: Mán 30. Jan 2012 20:12
af Olli
svensven skrifaði:hannesstef skrifaði:Systir mín týndi sínum sími útí Eyjum.
Ég hringdi í Nova og þeir gátu gefið mér IMEI númerið sem lögreglan notaði til að tracka símann uppi.
Seinast þegar ég vissi, þá var lögreglan hætt að sinna svona málum sögðu það vera of dýrt og höfðu ekki mannskap í það, en kannski er það komið í gang aftur.
Kannski þeir spyrji hvernig sími það sé, svo þeir séu ekki að eyða tímanum í 3310 sem dæmi
Re: Rekja stolinn síma!
Sent: Mán 30. Jan 2012 20:19
af svensven
hannesstef skrifaði:svensven skrifaði:hannesstef skrifaði:Systir mín týndi sínum sími útí Eyjum.
Ég hringdi í Nova og þeir gátu gefið mér IMEI númerið sem lögreglan notaði til að tracka símann uppi.
Seinast þegar ég vissi, þá var lögreglan hætt að sinna svona málum sögðu það vera of dýrt og höfðu ekki mannskap í það, en kannski er það komið í gang aftur.
Þetta var eftir síðustu verslunarmannahelgi, það gæti hafa breyst síðan þá en ég er ekki viss
Þá er styttra síðan þú tjékkaðir á þessu
Re: Rekja stolinn síma!
Sent: Mán 30. Jan 2012 20:39
af Akumo
Olli skrifaði:svensven skrifaði:hannesstef skrifaði:Systir mín týndi sínum sími útí Eyjum.
Ég hringdi í Nova og þeir gátu gefið mér IMEI númerið sem lögreglan notaði til að tracka símann uppi.
Seinast þegar ég vissi, þá var lögreglan hætt að sinna svona málum sögðu það vera of dýrt og höfðu ekki mannskap í það, en kannski er það komið í gang aftur.
Kannski þeir spyrji hvernig sími það sé, svo þeir séu ekki að eyða tímanum í 3310 sem dæmi
Þú finnur heldur ekki 3310, 3310 finnur þig
Re: Rekja stolinn síma!
Sent: Mán 30. Jan 2012 21:02
af zedro
Já efast um að þeir fari að hafa uppá 3310 þetta hinsvegar er Galaxy S2 þannig ég ætla láta
hana grafa upp númerið og hafa samband við lögreglu.
Re: Rekja stolinn síma!
Sent: Fös 03. Feb 2012 15:19
af ponzer
Kannski of seint að svara þessu núna EN.. segðu henni að logga sig inn á
https://www.google.com/dashboard og ef það hefur einnhver addað sínum Gmail account inn á símann áður en hann var wipaður þá kemur það framm þarna.
Náði að recovera síma svona með hjálp lögreglu
Re: Rekja stolinn síma!
Sent: Fös 03. Feb 2012 15:50
af zedro
Þakka svarið Ponzer þetta mun eflaust hjálpa einhverjum í framtíðinni.
Vill þakka öllum sem tóku sér tíma til að svara
Niðurstaðan er sú að síminn er kominn í leitirnar og fannst hann eftir að hafa notað
útilokunaraðferðina og nokkur vel orðuð símtöl frá nokkrum vel mössuðum rússum
Núna verður farið í það að setja upp eitthvað gott app ef að síminn skildi hverfa aftur.
Re: Rekja stolinn síma!
Sent: Fös 03. Feb 2012 16:13
af lukkuláki
Zedro skrifaði:Þakka svarið Ponzer þetta mun eflaust hjálpa einhverjum í framtíðinni.
Vill þakka öllum sem tóku sér tíma til að svara
Niðurstaðan er sú að síminn er kominn í leitirnar og fannst hann eftir að hafa notað
útilokunaraðferðina og nokkur vel orðuð símtöl frá nokkrum vel mössuðum rússum
Núna verður farið í það að setja upp eitthvað gott app ef að síminn skildi hverfa aftur.
Re: Rekja stolinn síma!
Sent: Fös 03. Feb 2012 16:28
af playman
lukkuláki skrifaði:Zedro skrifaði:Þakka svarið Ponzer þetta mun eflaust hjálpa einhverjum í framtíðinni.
Vill þakka öllum sem tóku sér tíma til að svara
Niðurstaðan er sú að síminn er kominn í leitirnar og fannst hann eftir að hafa notað
útilokunaraðferðina og nokkur vel orðuð símtöl frá nokkrum vel mössuðum rússum
Núna verður farið í það að setja upp eitthvað gott app ef að síminn skildi hverfa aftur.
and I laughed HARD