Síða 1 af 1

Ykkar álit á fartölvuvali.

Sent: Þri 17. Jan 2012 19:58
af Örvar
Sælir meistarar.
Ég veit að þessir þræðir eru ekki vinsælir en mig vantar rosalega að fá álit frá einhverjum á fartölvum sem ég er að hugsa um að kaupa.
Hef takmarkað budget til að eyða, um 100-130 þúsund, tölvan þarf að höndla vel þung forrit, 3D teiknivinnslu og svo langar mig að hafa þann möguleika að geta spilað eitthverja leiki (BT3, MW3 t.d.)
Þær tölvur sem ég hef í huga eru:
http://www.tolvulistinn.is/vara/23512
http://www.tolvulistinn.is/vara/23513
http://tolvutek.is/vara/packard-bell-easynote-ts11-sb-004-fartolva-svort
http://tolvutek.is/vara/packard-bell-easynote-ts11-hr-560-fartolva-svort

Væri mjög þakklátur ef einhver nennir að segja sína skoðun á þessum tölvum og jafnvel benda á eitthverja aðra

Re: Ykkar álit á fartölvuvali.

Sent: Þri 17. Jan 2012 20:26
af Alfa
Persónulega myndi ég ekki líta við Packard Bell og þá sérstaklega þessari AMD ódýrari. Acer bilar reyndar alveg líka en þessi 109 þús er á mjög góðu verði.

Ef þessi 540GT kort keyra á sömu mhz þá skipta 1gb eða 2gb engu máli. Einnig þá sé ég ekki leiki sem þurfa endilega meira en 4gb á ekki öflugra skjákorti en þetta. 4Gb í viðbót seinna ef þörf krefur er ekki svo dýrt.

Svo af þessum 4 tölvum tæki ég þessa á 109k Acer (110Gb, pínulítið betri CPU og 1GB af skrákorti er ekki 40 þús kr virði imo).

Segjandi það myndi ég velja Toshiba yfir þessi tvö brönd anytime en ekkert af þeim sem er í boði er með jafn góðu skjákorti (fyrir leiki).

Til viðmiðunar

http://www.notebookcheck.net/Mobile-Gra ... 844.0.html
http://www.notebookcheck.net/Mobile-Pro ... 436.0.html

Re: Ykkar álit á fartölvuvali.

Sent: Þri 17. Jan 2012 22:56
af AciD_RaiN
Persónulega er ég með mjög slæma reynslu af Acer almennt en alveg frábæra reynslu af packard bell... held að vitringarnir á svæðinu verði að skerast í leikinn =D>

Re: Ykkar álit á fartölvuvali.

Sent: Mið 18. Jan 2012 09:40
af Halli25
Persónulega hef ég góða reynslu af Acer, á persónulega vél sem ég keypti 2006 og hún er ennþá í fullu fjöri :)

persónulega finnst mér 5755G vera fallegri í útliti en 5750G, Chiclet lyklaborðið í 5755G er rosalega þægilegt en er sammála Alfa með að þú færð mest fyrir peninginn í 109.990 kr. vélinni.

Re: Ykkar álit á fartölvuvali.

Sent: Mið 18. Jan 2012 13:41
af audiophile
Fyndið því Acer á Packard Bell. :)

En persónulega finnst mér flestar fartölvur vera drasl í dag og þá aðallega skjáirnir. Það er ekki nema maður sérpanti vél með betri skjá að það sé þess virði. Nokkurra ára gamlar Dell Vostro eru með þúsund sinnum betri skjá en draslið sem selt er í dag.

Re: Ykkar álit á fartölvuvali.

Sent: Mið 18. Jan 2012 14:52
af BjarkiB
Fyndið hvað allir nota orðið "persónulega".

Re: Ykkar álit á fartölvuvali.

Sent: Mið 18. Jan 2012 14:55
af Alfa
Persónulega finnst mér það ekki skipta máli !

Re: Ykkar álit á fartölvuvali.

Sent: Mið 18. Jan 2012 17:13
af Örvar
Takk fyrir svörin. Virkilega gott að fá komment frá einhverjum sem veit þekkir þessa hluti betur en ég.
Leyst sjálfum best á Acerinn á 109þ + auka 4gb vinnsluminni en kunni ekki alveg að bera saman intel-amd og geforce-radeon.

Ef fleiri hafa skoðun á þessum tölvum eða öðrum, þá endilega kommentið :)

Re: Ykkar álit á fartölvuvali.

Sent: Mið 18. Jan 2012 20:43
af audiophile
Já það er svo gott að vera persónulegur :)

En já, Acer eru fínar tölvur. Ég átti eina í 2 ár áður en ég seldi hana til að fá mér litla 10".