Síða 1 af 1
Android útgáfa af Siri á leiðinni
Sent: Fim 15. Des 2011 13:59
af Swooper
Jæja, það styttist í að eina raunverulega ástæðan til að eiga iPhone frekar en en Android
hverfi!
Hvernig lýst mönnum á þetta? Eftirhermukjaftæði sem enginn mun nota eða eðlileg þróun?
Re: Android útgáfa af Siri á leiðinni
Sent: Fim 15. Des 2011 14:02
af Viktor
Það er nú langt síðan Google byrjuðu á voice recegnition, getur meira að segja textað enskt YouTube myndbönd, on-the-fly. Mun samt enginn nota þetta, frekar en á iPhoninum.
Re: Android útgáfa af Siri á leiðinni
Sent: Fim 15. Des 2011 14:04
af dori
Haha... Já, ég fylgdist með stoltum iPhone 4S eigenda sýna hversu glæsilegt Siri var. Þetta var endalaust "afsakið, ég veit ekki hvað þetta þýðir".
Re: Android útgáfa af Siri á leiðinni
Sent: Fim 15. Des 2011 14:18
af Swooper
dori skrifaði:Haha... Já, ég fylgdist með stoltum iPhone 4S eigenda sýna hversu glæsilegt Siri var. Þetta var endalaust "afsakið, ég veit ekki hvað þetta þýðir".
Haha. Gæti verið að hann hafi verið með lélegan framburð eða hreim eða eitthvað?
Re: Android útgáfa af Siri á leiðinni
Sent: Fim 15. Des 2011 14:34
af dori
Swooper skrifaði:dori skrifaði:Haha... Já, ég fylgdist með stoltum iPhone 4S eigenda sýna hversu glæsilegt Siri var. Þetta var endalaust "afsakið, ég veit ekki hvað þetta þýðir".
Haha. Gæti verið að hann hafi verið með lélegan framburð eða hreim eða eitthvað?
Augljóslega ekki fullkominn en samt ekkert hræðilegan.
Re: Android útgáfa af Siri á leiðinni
Sent: Fim 15. Des 2011 16:43
af oskar9
mér finnst í lagi að tala í símann, en hef aldrei skilið það að tala við símann...... sérstaklega þar þetta virkar bara fyrir þá sem hafa ensku sem móðurmál
Re: Android útgáfa af Siri á leiðinni
Sent: Fim 15. Des 2011 16:52
af angelic0-
Google > Apple
Re: Android útgáfa af Siri á leiðinni
Sent: Fim 15. Des 2011 18:24
af hfwf
Siri er bara niche feature sem verður leiðinlegt strax.
Re: Android útgáfa af Siri á leiðinni
Sent: Fim 15. Des 2011 18:38
af Raidmax
Samt allt í lagi að prufa þetta og sjá hvort þetta verður eitthvað mikið skrárra en er til staðar nú þegar... Ekki það að ég efa það en ég vona það
Re: Android útgáfa af Siri á leiðinni
Sent: Fim 15. Des 2011 19:08
af Haxdal
Nice,
Ég er að vona að það komi API á móti þessu, þá sé ég helling af notum fyrir þetta
Re: Android útgáfa af Siri á leiðinni
Sent: Lau 07. Jan 2012 13:43
af einsii
Ég verð nú að seigja að ég sé möguleikana í þessu. Kanski ekki í dag og ekki alveg eins og þetta er.
En þetta er upphafið af almenilegum raddstýrðum búnaði og tölvum, Menn hafa tildæmis portað Siri til að stýra XBMC MC og öðrum forritum, ég þekki mann sem getur stýrt öllum ljósum, gólfhita, tónlist, sjónvörp, heita pottinum og fleira heima hjá sér í gegnum instabus kerfi með ipad, Sjáið þið ekki möguleikana þar fyrir einhverskonar Siri kerfi fyrir heilt hús.
Væri auðvitað ekki í símanum heldur myndi húsið "hlusta" á íbúana og maður gæti gefið skipanir eftir að hafa sagt nafnið á búnaðinum.