Síða 1 af 2

Er verið að fylgjast með þér?

Sent: Mið 30. Nóv 2011 22:27
af GuðjónR

Re: Er verið að fylgjast með þér?

Sent: Mið 30. Nóv 2011 22:51
af ManiO
VARÚÐ TRÖLLA INNLEGG!

Og hvað segja Android menn nú? :roll:

Re: Er verið að fylgjast með þér?

Sent: Mið 30. Nóv 2011 23:02
af Daz
ManiO skrifaði:VARÚÐ TRÖLLA INNLEGG!

Og hvað segja Android menn nú? :roll:


Bleh.

Re: Er verið að fylgjast með þér?

Sent: Mið 30. Nóv 2011 23:03
af GuðjónR
Android menn eru orðlausir...þeir eru núna í óða önn að brjóta símana sína :evillaugh

Re: Er verið að fylgjast með þér?

Sent: Mið 30. Nóv 2011 23:04
af g0tlife

Re: Er verið að fylgjast með þér?

Sent: Mið 30. Nóv 2011 23:05
af Daz
Eitt youtube commentið (tryggari heimild en wikipedia!)
What you guys fail to realise is that CarrierIQ isn't added by Android, this is by american companies such as AT&T, Verizon etc.

I live in Europe and NONE of the Android phones have CarrierIQ. So before you start raging on whatever manufacturer you bought your phone from, get your facts straight!


Auðvitað eru þetta vondu kapítalistanir í ammríku. Íslensku símafyrirtækin gætu ekki gert þetta (því þau eru óhæf, ekki af því að þau langar þetta ekki :D )

Re: Er verið að fylgjast með þér?

Sent: Mið 30. Nóv 2011 23:05
af worghal
það sem þetta gerir er að safna uppllýsingum, stikkorð og svona til að setja fram auglýsingar um það sem þú ert að tala um.
þetta er það sama og google adsense gerir, þú ert ný búinn að skoða eitthvað og svo ferðu á youtube og sérð auglýsingu um það á næstu 20 videos.

Re: Er verið að fylgjast með þér?

Sent: Mið 30. Nóv 2011 23:05
af chaplin
ManiO skrifaði:VARÚÐ TRÖLLA INNLEGG!

Og hvað segja Android menn nú? :roll:

Ef þetta er rétt, að þá get ég fengið mér W7 síma næst með góðri samvisku.

Annars er þetta ekki það sem Apple voru gagnrýndir harkalega fyrir nokkrum mánuðum, þeas. að þeir rekja hvert einasta skref sem þú tekur?

Re: Er verið að fylgjast með þér?

Sent: Mið 30. Nóv 2011 23:06
af einarhr
GuðjónR skrifaði:Android menn eru orðlausir...þeir eru núna í óða önn að brjóta símana sína :evillaugh


Hahaha ekki ennþá en ég var nálægt því að brjóta Iphone síman minn á sínum tíma þegar svipað mál kom upp hjá Apple.

Re: Er verið að fylgjast með þér?

Sent: Mið 30. Nóv 2011 23:07
af Daz
daanielin skrifaði:
ManiO skrifaði:VARÚÐ TRÖLLA INNLEGG!

Og hvað segja Android menn nú? :roll:

Ef þetta er rétt, að þá get ég fengið mér W7 síma næst með góðri samvisku.

Annars er þetta ekki það sem Apple voru gagnrýndir harkalega fyrir nokkrum mánuðum, þeas. að þeir rekja hvert einasta skref sem þú tekur?


Miðað við að sagan segir að þetta sé í öllum Nokia símum líka, þá myndi maður halda að WinMobile sé ekki frítt frá þessu.

Það er ekkert gott val. Pick your poison.

Re: Er verið að fylgjast með þér?

Sent: Mið 30. Nóv 2011 23:12
af GuðjónR
Greinilega allir framleiðendur sem gera þetta.... :uhh1

Re: Er verið að fylgjast með þér?

Sent: Mið 30. Nóv 2011 23:13
af appel
Phone 'Rootkit' Maker Carrier IQ May Have Violated Wiretap Law In Millions Of Cases
“If CarrierIQ has gotten the handset manufactures to install secret software that records keystrokes intended for text messaging and the Internet and are sending some of that information back somewhere, this is very likely a federal wiretap.” he says. “And that gives the people wiretapped the right to sue and provides for significant monetary damages.”
http://www.forbes.com/sites/andygreenbe ... -of-cases/



Þetta er HUGE að mínu mati. Við erum að tala um massívt lögbrot, þetta Carrier IQ fyrirtæki getur alveg eins lokað núna, enda er það dauðadæmt. Apple, Google, Samsung, Nokia, o.fl. o.fl. gætu þurft að borga massívar sektir og skaðabætur.
Þetta er einsog að kaupa tölvu með keylogger innbyggðan, loggar allt sem þið skrifið, allt sem þið lesið, og sendir á eitthvað fyrirtæki út í bæ án ykkar vitneskju.

Re: Er verið að fylgjast með þér?

Sent: Mið 30. Nóv 2011 23:59
af Haxdal
Pffh.. vika síðan ég minntist á Carrier IQ og ekki fékk það miklar undirtektir :baby
http://spjall.vaktin.is/viewtopic.php?f=73&t=43441

Vita Vaktarar af þessu apparati í Android símunum ?

Carrier IQ is able to query any metric from a device. A metric can be a dropped call because of lack of service. The scope of the word metric is very broad though, including device type, such as manufacturer and model, available memory and battery life, the type of applications resident on the device, the geographical location of the device, the end user’s pressing of keys on the device, usage history of the device, including those that characterize a user’s interaction with a device.


http://androidsecuritytest.com/features/logs-and-services/loggers/carrieriq/

Carrier IQ as a platform is designed to collect "metrics" at any scale. What I found it to hook into is far beyond the scope of anything a carrier needs - or should want - to be collecting. Carrier IQ sits in the middle of, and "checks" the data of, SMS and MMS messages. It listens for and receives every battery change notifications. It hooks into every web page you view, and every XML file your device reads. It receives every press of the touch screen. It 'sees' what you type on the physical keyboard. It reads every number you press in the dialer. It can track which applications you use, what 'type' they are, how often, and for how long. It hooks into data sent and received.


http://forum.xda-developers.com/showpost.php?p=11763089

Ætli þetta sé í Android símum sem eru seldir hérna á klakanum?, ég hef ekki ennþá lagt í að customizea galaxyinn minn svo hann er pretty much bara stock en ég gat allavega ekki séð þetta service runnandi sem k0nane talar um (During every boot, this service is launched - you can see it in Settings > Applications > Running Services as "IQAgent Service".) en það er lítið að marka þar sem þetta er rootkit og hægt er að cloaka þetta apparat. Einhverjir fróðari Androidarar hérna sem vita eitthvað meira um þetta?

Re: Er verið að fylgjast með þér?

Sent: Fim 01. Des 2011 00:20
af coldcut
haxdal hipster :D

En já áður en iOS-fanboys fara í e-ð rugl hérna þá er þetta ekki komið frá Google heldur er þetta jahh eiginlega bara pure keylogger sem símafyrirtækin setja í símana. CarrierIQ skitu á sig með því að reyna að sverta orðspor gaursins sem var að rannsaka þetta og sögðu að hann væri bara að bulla en á endanum náði hann sem betur fer að sýna fram á þetta. =D>

Re: Er verið að fylgjast með þér?

Sent: Fim 01. Des 2011 00:25
af Bioeight
Þeir segja að þetta sé gert til að hjálpa notandanum og gera heiminn að betri stað. Það er hinsvegar fáránlegt að maður geti ekki afþakkað þessa "hjálp" með því að einfaldlega stoppa þetta eða uninstalla þessu. Ef verið er að vakta fólk þá á fólk að vita af því. Ef verið er að sækja persónuupplýsingar ætti allt að vera 100% til að þetta verði ekki misnotað, mín tilfinning er sú að þannig sé þessu ekki háttað.

Re: Er verið að fylgjast með þér?

Sent: Fim 01. Des 2011 00:48
af Danni V8
Ég hef ekkert að fela svo mér gæti ekki verið meira sama um hver er að fylgjast með mér og hver ekki.

Re: Er verið að fylgjast með þér?

Sent: Fim 01. Des 2011 00:52
af worghal
Danni V8 skrifaði:Ég hef ekkert að fela svo mér gæti ekki verið meira sama um hver er að fylgjast með mér og hver ekki.


notandi opnar email forrit og configar mail service
notandi setur inn "keystroke" coolgaur
notandi setur inn "keystroke" biggsbaggsbux

þeir sjá að email forrit var opnað, þetta er svo notað til að setja samhengi á milli þessa póst þjónustu sem notandi skráði, segjum bara gmail.com
þá setja þeir samhengi á milli coolgaur og biggsbaggsbux sem user og password þar sem oftar en ekki er slegið inn user fyrst og svo password.
nú hafa þeir fullann aðgang að emailinu hjá coolgaur@gmail.com

ertu sáttur við þetta ?

Re: Er verið að fylgjast með þér?

Sent: Fim 01. Des 2011 00:53
af zedro
Danni V8 skrifaði:Ég hef ekkert að fela svo mér gæti ekki verið meira sama um hver er að fylgjast með mér og hver ekki.

Má ég setja up Keylogger á tölvuna þína? :-$

Re: Er verið að fylgjast með þér?

Sent: Fim 01. Des 2011 01:45
af intenz
Djöfull er ég ánægður með Eckhart að hafa bent almenningi á þetta.

Þetta er komið í Forbes, Wired - allt að sjóða upp úr! Vona svo innilega að Carrier IQ fái skyrocket fjársektir!

En sem betur fer er ég með CyanogenMod 7.1 þannig ég er laus við allt svona drasl.

Re: Er verið að fylgjast með þér?

Sent: Fim 01. Des 2011 01:47
af g0tlife
worghal skrifaði:
Danni V8 skrifaði:Ég hef ekkert að fela svo mér gæti ekki verið meira sama um hver er að fylgjast með mér og hver ekki.


notandi opnar email forrit og configar mail service
notandi setur inn "keystroke" coolgaur
notandi setur inn "keystroke" biggsbaggsbux

þeir sjá að email forrit var opnað, þetta er svo notað til að setja samhengi á milli þessa póst þjónustu sem notandi skráði, segjum bara gmail.com
þá setja þeir samhengi á milli coolgaur og biggsbaggsbux sem user og password þar sem oftar en ekki er slegið inn user fyrst og svo password.
nú hafa þeir fullann aðgang að emailinu hjá coolgaur@gmail.com

ertu sáttur við þetta ?



Vá haldiði að fólkið hjá þeim er ráðið í það að skoða gmailið hjá fólki ? Heldiru að þetta mundi ekki vera búið að fréttast ef það væri alltaf verið að ræna af fólki án þess að enginn vissi hvernig. Það er ekki eins og ''starfsfólkið'' sem ég talaðu um væru að bomba öllu á http://www.funnyphoneidiots.com og segja hvað þessi gæji var að gera í símanum sínum. Þetta er bara fólk eins og þú að gera alltof mikið mál úr hlutonum !

Re: Er verið að fylgjast með þér?

Sent: Fim 01. Des 2011 01:53
af gardar
intenz skrifaði:Djöfull er ég ánægður með Eckhart að hafa bent almenningi á þetta.

Þetta er komið í Forbes, Wired - allt að sjóða upp úr! Vona svo innilega að Carrier IQ fái skyrocket fjársektir!

En sem betur fer er ég með CyanogenMod 7.1 þannig ég er laus við allt svona drasl.



Svo er bara að vona að hin fyrirtækin sem safna persónulegum upplýsingum fari sömu leið, þar að segja google, facebook og félagar.

Re: Er verið að fylgjast með þér?

Sent: Fim 01. Des 2011 01:57
af intenz
g0tlife skrifaði:
worghal skrifaði:
Danni V8 skrifaði:Ég hef ekkert að fela svo mér gæti ekki verið meira sama um hver er að fylgjast með mér og hver ekki.


notandi opnar email forrit og configar mail service
notandi setur inn "keystroke" coolgaur
notandi setur inn "keystroke" biggsbaggsbux

þeir sjá að email forrit var opnað, þetta er svo notað til að setja samhengi á milli þessa póst þjónustu sem notandi skráði, segjum bara gmail.com
þá setja þeir samhengi á milli coolgaur og biggsbaggsbux sem user og password þar sem oftar en ekki er slegið inn user fyrst og svo password.
nú hafa þeir fullann aðgang að emailinu hjá coolgaur@gmail.com

ertu sáttur við þetta ?



Vá haldiði að fólkið hjá þeim er ráðið í það að skoða gmailið hjá fólki ? Heldiru að þetta mundi ekki vera búið að fréttast ef það væri alltaf verið að ræna af fólki án þess að enginn vissi hvernig. Það er ekki eins og ''starfsfólkið'' sem ég talaðu um væru að bomba öllu á http://www.funnyphoneidiots.com og segja hvað þessi gæji var að gera í símanum sínum. Þetta er bara fólk eins og þú að gera alltof mikið mál úr hlutonum !

Hvaðan helduru að þjófar, fjárkúgarar, spammarar og óþurftarlýður fái allar persónuupplýsingar? Það eru alltaf svartir sauðir í svona "heiðarlegum" fyrirtækjum sem selja persónuupplýsingar til þeirra sem misnota þær. Persónuupplýsingar eru mikils virði.

En mér finnst ekkert að því að svona fyrirtæki skrái niður grófa notkun og noti það til rannsókna/umbóta. En að skrá niður hvert og eitt einasta atriði sem ég fletti upp á netinu og alla innslætti á lyklaborðið, þá er það einum of!

Re: Er verið að fylgjast með þér?

Sent: Fim 01. Des 2011 02:00
af chaplin

Re: Er verið að fylgjast með þér?

Sent: Fim 01. Des 2011 02:01
af g0tlife
intenz skrifaði:
g0tlife skrifaði:
worghal skrifaði:
Danni V8 skrifaði:Ég hef ekkert að fela svo mér gæti ekki verið meira sama um hver er að fylgjast með mér og hver ekki.


notandi opnar email forrit og configar mail service
notandi setur inn "keystroke" coolgaur
notandi setur inn "keystroke" biggsbaggsbux

þeir sjá að email forrit var opnað, þetta er svo notað til að setja samhengi á milli þessa póst þjónustu sem notandi skráði, segjum bara gmail.com
þá setja þeir samhengi á milli coolgaur og biggsbaggsbux sem user og password þar sem oftar en ekki er slegið inn user fyrst og svo password.
nú hafa þeir fullann aðgang að emailinu hjá coolgaur@gmail.com

ertu sáttur við þetta ?



Vá haldiði að fólkið hjá þeim er ráðið í það að skoða gmailið hjá fólki ? Heldiru að þetta mundi ekki vera búið að fréttast ef það væri alltaf verið að ræna af fólki án þess að enginn vissi hvernig. Það er ekki eins og ''starfsfólkið'' sem ég talaðu um væru að bomba öllu á http://www.funnyphoneidiots.com og segja hvað þessi gæji var að gera í símanum sínum. Þetta er bara fólk eins og þú að gera alltof mikið mál úr hlutonum !

Hvaðan helduru að þjófar, fjárkúgarar, spammarar og óþurftarlýður fái allar persónuupplýsingar? Það eru alltaf svartir sauðir í svona "heiðarlegum" fyrirtækjum sem selja persónuupplýsingar til þeirra sem misnota þær. Persónuupplýsingar eru mikils virði.

En mér finnst ekkert að því að svona fyrirtæki skrái niður grófa notkun og noti það til rannsókna/umbóta. En að skrá niður hvert og eitt einasta atriði sem ég fletti upp á netinu og alla innslætti á lyklaborðið, þá er það einum of!



Það er hvort sem er hægt að rekja eigilega allt sem þú gerir ef einhver yfirvöld mundu vilja það. Heldiru að þetta lið sé að selja persónuupplýsingar á svörtum markaði ? Ef það mundi fréttast að þetta fyrirtæki hefði verið að því þá mundi það fá svo margar kærur á sig að barna barna börnin þeirra sem eiga þetta mundu þurfa ljúka málinu í rétti ! Hættiði svo að gera mál úr öllu

Re: Er verið að fylgjast með þér?

Sent: Fim 01. Des 2011 02:04
af worghal
g0tlife, það er enginn ráðinn til að sía emailið þitt, það er automated forrit sem fer í gegnum þetta