Síða 1 af 1

Vandamál með myndband tekið á SGS2

Sent: Mán 28. Nóv 2011 17:38
af Swooper
Ég var að taka upp myndband á SGS2-símann minn í fyrsta skipti í gær (default TouchWiz Camera appið bara). Henti því á tölvuna, en það vill ekki spilast í neinum spilara (VLC, QuickTime, WMP). Virkar fínt á símanum. Er einhver með galdralausn? Eitthvað codec sem mig vantar? Hélt að VLC ætti að vera með um það bil öll codec í heimi.

Re: Vandamál með myndband tekið á SGS2

Sent: Mán 28. Nóv 2011 18:32
af einarhr
Prófaðu Media Player Classic Home Cinema. http://mpc-hc.sourceforge.net/ og jafnvel sækja þennan Codeq Pakka http://en.wikipedia.org/wiki/K-Lite_Codec_Pack

er alveg hættur að nota VLC og nota MPC í allt HD efni þar sem það átti til að hökkta í VLC

Re: Vandamál með myndband tekið á SGS2

Sent: Þri 29. Nóv 2011 17:29
af Swooper
Virkaði ekki :(

Re: Vandamál með myndband tekið á SGS2

Sent: Þri 29. Nóv 2011 17:31
af MatroX
þau myndbönd sem ég tek á minn SGS2 hafa alltaf virkað í vlc, media player og öllu þessu dóti beint af símannum

Re: Vandamál með myndband tekið á SGS2

Sent: Þri 29. Nóv 2011 17:31
af kubbur
skoðaðu formatið á record dótinu í símanum

Re: Vandamál með myndband tekið á SGS2

Sent: Mið 30. Nóv 2011 15:27
af Swooper
kubbur skrifaði:skoðaðu formatið á record dótinu í símanum

Ég sé bara enga stillingu fyrir það í símanum. Veistu hvar það ætti að vera?

Re: Vandamál með myndband tekið á SGS2

Sent: Mið 30. Nóv 2011 16:18
af Bioeight
Löng umræða um þetta hérna: http://androidforums.com/samsung-galaxy-s2-international/370632-transferred-video-pc-refuses-play.html

Vandamálið virðist vera að skráin skemmist við það að færa hana yfir á tölvuna, þannig að VLC á að geta spilað þetta, skráin bara er skemmd.

timiman@androidforums skrifaði:I confirm this. It is working!!!

Follow steps on getting Galaxy S 2 to work as USB Mass Storage

-------------------------
Method 1
-Enable usb debugging from Menu > Settings > Applications
-return to home screen
-plug usb cable in
-pull down status bar
-press ‘ connect usb storage’ button
Method 2

Alternatively, without USB debugging enabled
Go to Settings > Wireless & Network > USB utilities and click the button > then (and ONLY then) plug in USB cable
Source XDA
-----------------------------


Sem sagt... prófa þetta og/eða aðrar leiðir til að flytja skránna frá símanum yfir á tölvuna.

Birt með fyrirvara um að ég á ekki Samsung Galaxy S II síma og hef ekki prufað þetta sjálfur.