Síða 1 af 2

Ráðleggingar: Samsung Galaxy S2

Sent: Mán 21. Nóv 2011 20:46
af thalez
Búinn að vera að skoða Iphone4 vs Galaxy S2 vs LG X2.

Er kominn á þá línu að Samsung sé málið. Nú er spurning: Ætti maður að splæsa 100k plús í þennan grip sem kom út í apríl á þessu ári eða bíða eftir jólatilboðum (eða er annars sími rétt ókominn sem maður ætti að bíða eftir í 1-2 mánuði?) ](*,)

Re: Ráðleggingar: Samsung Galaxy S2

Sent: Mán 21. Nóv 2011 20:51
af intenz
Myndi bíða eftir Samsung Galaxy Nexus eða jafnvel Samsung Galaxy S III :)

Re: Ráðleggingar: Samsung Galaxy S2

Sent: Mán 21. Nóv 2011 21:16
af vikingbay
Galaxy S3 er sagður eiga koma út fyrri helming næsta árs þannig það er aðeins meira en 1-2 mánuðir. En annars er þetta alltaf þannig ef þú kaupir þér eitthvað verður búið að tilkynna nýja betri útgáfu eftir hálft ár. Ef þú ætlar ekki að bíða fær S2 mitt vote..

Re: Ráðleggingar: Samsung Galaxy S2

Sent: Mán 21. Nóv 2011 21:18
af thalez

Re: Ráðleggingar: Samsung Galaxy S2

Sent: Mán 21. Nóv 2011 21:59
af BirkirEl
getur líka fengið notaðann ólæstann iphone 4 í kringum 70k.

ég fór úr s2 í iphone 4 og ég kann að meta iphone betur, smekkur manna auðvitað misjafn.

Re: Ráðleggingar: Samsung Galaxy S2

Sent: Mán 21. Nóv 2011 22:06
af chaplin
Mig langar að prófa Samsung Note, fær ótrúlega dóma á gsmarena en mér finnst hann einnig bara spennandi.

Re: Ráðleggingar: Samsung Galaxy S2

Sent: Mán 21. Nóv 2011 22:13
af thalez
Iphone er með 5mp myndavél og ég kann mjög vel við Android umhverfið.

Re: Ráðleggingar: Samsung Galaxy S2

Sent: Mán 21. Nóv 2011 23:54
af dori
daanielin skrifaði:Mig langar að prófa Samsung Note, fær ótrúlega dóma á gsmarena en mér finnst hann einnig bara spennandi.

Ég er sammála. Ég er líka smá spenntur að sjá hvort hann fitti í vasann hjá mér. Ég átti alltaf erfitt að trúa því að ég gæti verið með breiðari síma en Nokia e51. Svo fékk ég mér Galaxy S og hann vandist á hálfum mánuði. Noteinn er svolítið stökk en ég held að hann gæti vel virkað... :-k

thalez skrifaði:Iphone er með 5mp myndavél og ég kann mjög vel við Android umhverfið.

En ertu búinn að skoða samanburð á gæðum mynda úr báðum myndavélum? 5mp/8mp eða slíkt segir þér ekki neitt nema hversu stórar skrár verða til eftir myndavélina.

Re: Ráðleggingar: Samsung Galaxy S2

Sent: Þri 22. Nóv 2011 09:25
af Predator
Er sjálfur með Dell Streak sem er 5" sími og ég hef ekki ennþá lent í því að hann passi ekki í vasa hjá mér, næsti sími verður klárlega ekki mikið minni og heillar Note mig svakalega mikið.

Re: Ráðleggingar: Samsung Galaxy S2

Sent: Þri 22. Nóv 2011 10:16
af jericho
fékk mér S2 fyrir 6 vikum og I'm in love... sérð ekki eftir að fá þér hann

Re: Ráðleggingar: Samsung Galaxy S2

Sent: Þri 22. Nóv 2011 19:24
af thalez
Keypti Samsung Galaxy S2... mjög sáttur. Mun samt sakna Optimus One... hefur reynst vel :happy

Re: Ráðleggingar: Samsung Galaxy S2

Sent: Þri 22. Nóv 2011 21:55
af intenz
thalez skrifaði:Keypti Samsung Galaxy S2... mjög sáttur. Mun samt sakna Optimus One... hefur reynst vel :happy

Optimus One er niðurgangur á miðað við S2 :snobbylaugh

Re: Ráðleggingar: Samsung Galaxy S2

Sent: Þri 22. Nóv 2011 22:36
af Tóti
Fæ minn fljótlega :)

Re: Ráðleggingar: Samsung Galaxy S2

Sent: Þri 22. Nóv 2011 22:50
af Tesy
Tóti skrifaði:Fæ minn fljótlega :)


Afhverju bíðuru ekki frekar smá stund og kaupir Galaxy Nexus frekar? -.-

Re: Ráðleggingar: Samsung Galaxy S2

Sent: Þri 22. Nóv 2011 23:04
af Tóti
Báðir hafa kosti og galla :)
http://www.knowyourmobile.com/comparisons/1098323/samsung_galaxy_nexus_vs_samsung_galaxy_s2.html
Skoðið þetta
It’s an odd thing but in many ways the Galaxy S2 comes out better here. Í sumu en ekki í öllu.
Og hann fær Android 4

Re: Ráðleggingar: Samsung Galaxy S2

Sent: Fös 09. Des 2011 21:28
af Tóti
Hvað á maður hlaða rafhlöðuna lengi ?
Var að fá minn :)

Re: Ráðleggingar: Samsung Galaxy S2

Sent: Fös 09. Des 2011 21:34
af darri111
Ég er búinn að eiga minn gs2 núna í 3-4 mánuði, er rosalega ánægður með hann, mjög góður sími, en vitiði hvenær android 4 uppfærslan kemur út á gs2 ?

Re: Ráðleggingar: Samsung Galaxy S2

Sent: Fös 09. Des 2011 21:45
af krissdadi
Ég myndi líka skoða Nokia N9 http://www.gsmarena.com/nokia_n9-review-659.php

Lang flottastur :droolboy

Mynd

Re: Ráðleggingar: Samsung Galaxy S2

Sent: Fös 09. Des 2011 21:48
af lukkuláki
thalez skrifaði:Búinn að vera að skoða Iphone4 vs Galaxy S2 vs LG sammála.

Er kominn á þá línu að Samsung sé málið. Nú er spurning: Ætti maður að splæsa 100k plús í þennan grip sem kom út í apríl á þessu ári eða bíða eftir jólatilboðum (eða er annars sími rétt ókominn sem maður ætti að bíða eftir í 1-2 mánuði?) ](*,)


Ha ha ha snilld

Re: Ráðleggingar: Samsung Galaxy S2

Sent: Mán 12. Des 2011 10:29
af Swooper
krissdadi skrifaði:Ég myndi líka skoða Nokia N9 http://www.gsmarena.com/nokia_n9-review-659.php

Lang flottastur :droolboy

...Jájá, N9 er alveg kúl ef þú ert til í að vera með stýrikerfi sem enginn kóðar apps fyrir (MeeGo). Það takmarkar alveg ROSALEGA notagildi síma að hafa ekki almennilegt úrval af apps. Eða á að koma WP7-"uppfærsla" fyrir N9?

Re: Ráðleggingar: Samsung Galaxy S2

Sent: Mán 12. Des 2011 12:23
af FuriousJoe
Fékk mér Galaxy S2 fyrir viku, algjör snilld í alla staði, virkilega smooth í vinnslu og flottur.

Mæli eindregið með þessum!

Re: Ráðleggingar: Samsung Galaxy S2

Sent: Mán 12. Des 2011 12:58
af krissdadi
Swooper skrifaði:
krissdadi skrifaði:Ég myndi líka skoða Nokia N9 http://www.gsmarena.com/nokia_n9-review-659.php

Lang flottastur :droolboy

...Jájá, N9 er alveg kúl ef þú ert til í að vera með stýrikerfi sem enginn kóðar apps fyrir (MeeGo). Það takmarkar alveg ROSALEGA notagildi síma að hafa ekki almennilegt úrval af apps. Eða á að koma WP7-"uppfærsla" fyrir N9?


Hægt að keyra öll stýrikerfi upp á honum skylst mér líka iOS5 og Android

http://blog.gsmarena.com/identity-crisis-confused-nokia-n9-cant-choose-which-os-to-use-comes-with-7-to-cover-all-the-bases-video/

Re: Ráðleggingar: Samsung Galaxy S2

Sent: Mán 12. Des 2011 14:15
af Swooper
krissdadi skrifaði:
Swooper skrifaði:
krissdadi skrifaði:Ég myndi líka skoða Nokia N9 http://www.gsmarena.com/nokia_n9-review-659.php

Lang flottastur :droolboy

...Jájá, N9 er alveg kúl ef þú ert til í að vera með stýrikerfi sem enginn kóðar apps fyrir (MeeGo). Það takmarkar alveg ROSALEGA notagildi síma að hafa ekki almennilegt úrval af apps. Eða á að koma WP7-"uppfærsla" fyrir N9?


Hægt að keyra öll stýrikerfi upp á honum skylst mér líka iOS5 og Android

http://blog.gsmarena.com/identity-crisis-confused-nokia-n9-cant-choose-which-os-to-use-comes-with-7-to-cover-all-the-bases-video/

...Lastu einu sinni greinina sem þú linkaðir á? Þetta er eitthvað kínverskt eftirhermu-drasl :sleezyjoe

Re: Ráðleggingar: Samsung Galaxy S2

Sent: Mán 12. Des 2011 14:17
af AntiTrust
krissdadi skrifaði:
Hægt að keyra öll stýrikerfi upp á honum skylst mér líka iOS5 og Android

http://blog.gsmarena.com/identity-crisis-confused-nokia-n9-cant-choose-which-os-to-use-comes-with-7-to-cover-all-the-bases-video/


Þetta er að sjálfsögðu eftirlíking/made in china rusl. Segir sig alveg sjálft að Nokia er ekki að framleiða síma með 7 stýrikerfi.

Re: Ráðleggingar: Samsung Galaxy S2

Sent: Mán 12. Des 2011 17:33
af mercury
keypti 2stk s2 um dagin og erum við bæði mjög sátt með þá.