Síða 1 af 1

Nexus S cover og aukahlutir

Sent: Lau 05. Nóv 2011 10:29
af zedro
Sælir drengir,

Fékk mér þennan fína síma fyrir nokkrum mánuðum með skjáhlíf og ódýru coveri.
Hlífin er nú farin á flakk og ég er að gæla við að fá henni skipt út.
En þá vandast valið, er leiður á þessari hlíf sem ég er með úr linu gúmmíi og var
að velta fyrir mér hvað hlíf/hulstur vaktverjar eru að nota?

Á maður að skella sér á full body scratch protector, screen protector og hlíf
eða jafnvel leður hulstur?

Fyrst maður er líklegast að fara panta þetta að utan hvaða aukahluti ætti maður
jafnvel að fá sér í leiðinni? Hef verið að pæla í dokkunni, koma símanum vel fyrir
á skrifborðinu hjá sér.

Endilega sjóta inn öllum hugmyndum. Þarf að svala smá græjufíkn :snobbylaugh

Mbk,
Z

Re: Nexus S cover og aukahlutir

Sent: Fim 10. Nóv 2011 00:12
af zedro
Uppátopp O:)

Re: Nexus S cover og aukahlutir

Sent: Fim 10. Nóv 2011 00:17
af vesley
Var lengi með svona gúmmí hulstur á HTC Desire símanum mínum, ljótt og óþæginlegt eins og flest gúmmíhulstur.

Fór eftir það í Hátækni og ákvað að prufa að kaupa leður hulstur. Bæði er það mikið fallegra og þæginlegra. Það sem ég er að nota passar 100% við símann og ef ég missi hann þá þarf ég ekki að hafa áhyggjur af rispum eða rugli og ekki heldur í vasanum.

Ég mæli með leður hulstri :happy

Re: Nexus S cover og aukahlutir

Sent: Fim 10. Nóv 2011 00:55
af capteinninn
Sleppir því bara?

Ég á Nexus S og er búinn að missa hann í jörðina oft, um daginn datt hann niður tröppur um rúmlega hæð og það kom bara smá bump á hann. Þolir allt þessi sími