Síða 1 af 1

Þungar fartölvupælingar

Sent: Lau 29. Okt 2011 11:46
af steinipa
Sælir

Er að reyna að finna mér fartölvu en það eru svo margir mögulekar.
Vill kaupa mér góða vél. en helst sirka max 300þ.

Hef verið að skoða
http://www.ebay.com/itm/LENOVO-THINKPAD-W520-i7-2720QM-1920-x-1080-FHD-16GB-RAM-/150672715048?pt=Laptops_Nov05&hash=item2314cb2d28#ht_5477wt_1163 (eitthver vaktari benti á hana)
Samkvæmt tollur.is væri þetta sirka 240-250þ.
Sem er nú helvíti gott verð, en hafið þið verið að panta tölvur af ebay? Er það alveg örrugt? Hvernig er með ábyrðina?

Svo hef ég einnig skoða hjá nýherja.
Get fengið þar T520 i5 2540M 4g minni 320gb disk (rest standard fyrir T520) á sirka 265þ.
Eða T520 i7 2630M 4g minni 160gb SSD innb. 3g módem sikra 325þ.
(vefsíðan hjá nýherja biluð)

Svo hef ég einnig verið að skoða
https://www.skyrr.is/vefverslun/vara/?productid=9e45d4c3-81a2-445f-9b4c-1f6ef2fe6cef

Einnig
http://dreamware.is/velin-thin/W150HRQ
Með i7 , 8g minni, 120gb SSD

Langar einnig mikið í SSD í tölvuna, spurning hvort maður kaupi það bara aukalega eftir á.
Hvernig SSD á maður að kaupa í fartölvu, eitthver sagði mér að INTEL væri áræðinlegastir fyrir SSD í fartölvu.
Eitthvað til í því?

Hvernig lýst ykkur á þetta allt og eruð þið með eitthverjar fleiri hugmyndir

Kveðja
Steini

Re: Þungar fartölvupælingar

Sent: Sun 30. Okt 2011 09:59
af steinipa

Re: Þungar fartölvupælingar

Sent: Sun 30. Okt 2011 15:18
af AntiTrust
Hverjar eru kröfurnar? Ertu að skoða W520 afþví að þú vilt stóran skjá? Hefuru skoðað hvað customized vél af shop.lenovo.com er að kosta heim? Oft fantadílar hjá shop.lenovo, haustútsölur/jólaútsölur/afþvíbara-útsölur - Oft hundruða dollara afslættir á síðunni þeirra.

Re: Þungar fartölvupælingar

Sent: Sun 30. Okt 2011 16:06
af Hargo
Ég customizaði mína á USA Lenovo síðunni og flutti inn með ShopUSA. Sparaði mér stórar upphæðir þar sem það voru einmitt einhver tilboð í gangi, gast upgreidað RAM fyrir lítið sem ekkert o.fl. þannig. Fann einnig síðu með fullt af coupon kóðum og nældi mér í einn 15% coupon sem sparaði mér einnig helling þegar ég fór í gegnum checkoutið.

En á móti kemur þá var ég nátturlega ekki með jafn langa og örugga ábyrgð í höndunum með því að kaupa þetta erlendis frá.

Re: Þungar fartölvupælingar

Sent: Sun 30. Okt 2011 16:21
af steinipa
Kröfurnar eru að fá góða tölvu fyrir skóla + fyrir plc forrit, gott að geta keyrt vm vélar + geta gripið í leik + verð mikið á flandri með vélina vegna skóla og vinnu. Hef áhuga að fá sterka tölvu.

Ég er komin meira í að skoða W520 vegna þess að það er 2gb í skjákorti en 1g í T520.
Vill tölvu með 15"

Var að skoða á shop.lenovo.com að customiza vél. Hún er bara orðin dýrari miðað við http://www.ebay.com/itm/LENOVO-THINKPAD-W520-i7-2720QM-1920-x-1080-FHD-16GB-RAM-/170718631919?pt=Laptops_Nov05&hash=item27bf9f97ef#ht_5568wt_956
Sýnist heldur ekki vera tilboð á W520

Re: Þungar fartölvupælingar

Sent: Sun 30. Okt 2011 16:29
af Fletch
Þessi Lenovo vél er mjög flott, getur líka skoðað G53 línuna frá Asus, töluvert ódýrari

http://www.bhphotovideo.com/c/product/7 ... ebook.html

ca 190þús komin heim með shipping og vsk