Síða 1 af 1

Hvar er best að kaupa iPhone á Íslandi?

Sent: Lau 01. Okt 2011 12:04
af GuðjónR
Núna fer iPhone5 að koma út, eða allaveganna 4S ...
En hver er best að versla þá? Með tilliti til verðs og þjónustu.

Þeir staðir sem mér dettur í hug eru:

macland.is
eldhaf.is
epli.is
elko.is
nova.is
isiminn.is
iphone.is

buy.is

Hver er ykkar reynsla? hvar hafið þið keypt og hvar munuð þið kaupa.
Einnig ef þið hafið lent í bilunum, hvernig hefur gengið að fá viðgert?

Re: Hvar er best að kaupa iPhone á Íslandi?

Sent: Lau 01. Okt 2011 12:34
af Glazier
Ég held að isíminn sé málið..
Hann hefur verið með svipuð verð og buy.is og svo gerir hann við þessa síma á no time.

Re: Hvar er best að kaupa iPhone á Íslandi?

Sent: Lau 01. Okt 2011 12:44
af Tiger
Ég hef keypt alla mína síma hjá Sigga í iphone.is og verið mjög sáttur. Hann hefur virkilega lagt sig fram við að útvega síma á sem styðstum tíma á sem bestu verði.

Áður en þeir voru seldir ólæstir í US, þá var hann með góð sambönd við vodafone á Ítalíu og var því einn af fáum hérna heima sem gat reddað einhverju magni af ólæstum símum á mannsæmandi verði, og ég hef bara haldið mig við hann síðan. Fær allavegana mín meðmæli 100%.

Og reyndar eftir að þeir voru fáanlegir ólæstir í US þá er buy.is auðvitað fínn kostur líka eins og þú örugglega veist sjálfur, Friðjón klikkar ekki.

Re: Hvar er best að kaupa iPhone á Íslandi?

Sent: Lau 01. Okt 2011 14:37
af ManiO
Ég keypti minn hjá isiminn.is, fannst þjónustan bara mjög fín. Hef ekki lent í neinu bilana veseni og get því ekki sagt neitt til um það. Keypti hann þar þar sem að hann var ódýrastur án þess að bíða og ekki með einhvern súran samning.

Re: Hvar er best að kaupa iPhone á Íslandi?

Sent: Lau 01. Okt 2011 14:56
af Baraoli
isíminn.is verslaði minn 4 þar, virkilega sáttur með þetta hjá þeim.

Re: Hvar er best að kaupa iPhone á Íslandi?

Sent: Lau 01. Okt 2011 16:34
af Nuketown
Snuddi skrifaði:
Og reyndar eftir að þeir voru fáanlegir ólæstir í US


er iphone semsagt í dag alveg pottþétt hægt að fá ólæstan og hægt að nota hvaða símkort sem er í usa?
mamma er nefnilega að fara til usa og mig langar að láta hana kippa einni fimmu með sé heim.

Re: Hvar er best að kaupa iPhone á Íslandi?

Sent: Lau 01. Okt 2011 16:41
af Opes
Nuketown skrifaði:
Snuddi skrifaði:
Og reyndar eftir að þeir voru fáanlegir ólæstir í US


er iphone semsagt í dag alveg pottþétt hægt að fá ólæstan og hægt að nota hvaða símkort sem er í usa?
mamma er nefnilega að fara til usa og mig langar að láta hana kippa einni fimmu með sé heim.


Verður sérstaklega að biðja um að fá hann "without contract and unlocked". 16GB er á $649 og 32GB á $749, en það eru verðin fyrir fjarkann í dag, spurning hvort það verði sömu verð. Annars verður ábyggilega erfitt að fá hann strax, örugglega best að forpanta hann á Apple.com þegar það verður hægt, ég gerði það síðast og fólk var enn að bíða í margra tíma röðum og það var takmarkað magn selt á hverjum degi í hverri verslun þegar ég fékk hann :).

GuðjónR: Þú gleymdir Macland í listanum. Ég er nú ekki í stöðu til að tjá mig um þjónustu og fleira enda starfsmaður.

Re: Hvar er best að kaupa iPhone á Íslandi?

Sent: Lau 01. Okt 2011 16:47
af Lexxinn
Sýndist eldhaf.is ekki hafa komið fyrir.

Re: Hvar er best að kaupa iPhone á Íslandi?

Sent: Lau 01. Okt 2011 17:22
af GuðjónR
Opes skrifaði:GuðjónR: Þú gleymdir Macland í listanum.

ohhh myyy bad...hvernig gat ég gleymt aðalgaurunum! i'm so sorry.

p.s. Lexxinn ... eldhaf komið á listann líka.

Re: Hvar er best að kaupa iPhone á Íslandi?

Sent: Lau 01. Okt 2011 23:50
af littli-Jake
farðu niður í apple búðina og talaðu við Agga ( semí sítt, dökt hát og tattoo) Hann reddar þessu fyrir þig

Re: Hvar er best að kaupa iPhone á Íslandi?

Sent: Lau 01. Okt 2011 23:59
af Oak
miðað við hvernig þetta var í fyrra þá verður hann ekki kominn í sölu fyrr en kannski um jólin...en hver veit... :)