Síða 1 af 1
FIX: Lenovo ThinkPad E520 - engir <|> takkar
Sent: Sun 04. Sep 2011 17:29
af intenz
Ég keypti þessa tölvu, en þar sem hún er ekki með Evrópsku lyklaborði vantar <|> takkana. Þar sem ég er í námi sem notar þessa takka mjög mikið ákvað ég að gera eitthvað í þessu.
Þar sem það eru < > takkar á lyklaborðinu (sem eru punktur og komma) ákvað ég að re-mappa lyklaborðið og nota þá með CTRL takkanum til að fá < > og til að virka.
Ef þið setjið eftirfarandi pakka upp er þetta eftirfarandi...
CTRL , verður <
CTRL . verður >
CTRL þ verður |
Hérna er pakkinn (unzippa og keyra setup.exe)
Svo þurfið þið að fara í Control Panel -> Region and Language -> "Keyboards and Languages" flipann -> Change keyboards -> og taka allt út nema "Icelandic - Lenovo ThinkPad E520"
Re: FIX: Lenovo ThinkPad E520 - engir <|> takkar
Sent: Sun 04. Sep 2011 17:31
af SolidFeather
Pff, átt að nota USA layoutið, það er allt annað líf að forrita með því!
Re: FIX: Lenovo ThinkPad E520 - engir <|> takkar
Sent: Sun 04. Sep 2011 17:33
af intenz
SolidFeather skrifaði:Pff, átt að nota USA layoutið, það er allt annað líf að forrita með því!
Ekki í boði þar sem ég er í kúrsum sem nota < > í fyrirlestrum og þá þarf ég að glósa það.
Þetta er líka miklu betri lausn.
Re: FIX: Lenovo ThinkPad E520 - engir <|> takkar
Sent: Sun 04. Sep 2011 17:38
af axyne
það eru <|> takkar á minni E520, hún var keypt hjá Nýherja.
Er þín frá budin.is ?
Re: FIX: Lenovo ThinkPad E520 - engir <|> takkar
Sent: Sun 04. Sep 2011 17:39
af intenz
axyne skrifaði:það eru <|> takkar á minni E520, hún var keypt hjá Nýherja.
Er þín frá budin.is ?
Hehe já
Re: FIX: Lenovo ThinkPad E520 - engir <|> takkar
Sent: Sun 04. Sep 2011 17:40
af Pandemic
Enskt lyklaborð er alveg málið og svo er maður eldsnöggur að skipta á milli tungumála með alt + shift.
Re: FIX: Lenovo ThinkPad E520 - engir <|> takkar
Sent: Sun 04. Sep 2011 18:56
af tanketom
hvernig get ég breytt lyklaborðinu þannig að FN takkinn sé ctrl?
Re: FIX: Lenovo ThinkPad E520 - engir <|> takkar
Sent: Sun 04. Sep 2011 18:57
af SolidFeather
tanketom skrifaði:hvernig get ég breytt lyklaborðinu þannig að FN takkinn sé ctrl?
BIOS
Re: FIX: Lenovo ThinkPad E520 - engir <|> takkar
Sent: Sun 04. Sep 2011 19:25
af HelgzeN
heyrðu ég keypti þessa tölvu hjá búðin.is, en ég er ekki búin að fá hana bý reyndar á egilsstöðum.
haldiði að ég fái hana ekki á mrg ?
Re: FIX: Lenovo ThinkPad E520 - engir <|> takkar
Sent: Sun 04. Sep 2011 19:56
af BjarniTS
HelgzeN skrifaði:heyrðu ég keypti þessa tölvu hjá búðin.is, en ég er ekki búin að fá hana bý reyndar á egilsstöðum.
haldiði að ég fái hana ekki á mrg ?
Skv. Budin/hvenaervelihendur
Þá færðu hana á miðvikudag.