Síða 1 af 1

Fartölva í ferðalagið?

Sent: Mið 31. Ágú 2011 17:23
af Ragnhildur
Sæl öll!
Ég er að leita mér að fartölvu til að nota í ferðalaginu mínu, og þætti vænt um ef einhver sem hefur einhverja tölvuvitneskju gæti hjálpað mér aðeins við leitina.

Kröfur:
Hún þarf að vera létt og lítil (mesta lagi 1 og hálft kg), geta orðið útsett fyrir þónokkuð heitt/rakt loftslag (þegar hún er ekki í hlífðartösku), og jafnvel hnjask, þarf að hafa lágmarks geymslupláss, batterí og vinnslugetu þar sem ég þarf að nota hana í að skrifa (ferðadagbók og líka bara sem tómstundagaman), geyma myndir, hafa samband við fólkið heima á skype, panta gistingar o.s.frv., en svo þarf hún líka að vera tiltölulega ódýr (helst ekki dýrari en 60'þúsund, því ódýrari því betra).


Er búin að sjá þessa tölvu eftir töluverða leit; Toshiba mini NB550D-105.

http://www.elko.is/elko/product_detail/ ... oryid=1756

Hún virðist standast kröfur mínar að mestu leyti, auk þess sem hún er að fá mjög góðar umsagnir á netinu. Held þó kannski að geymsluplássið sé eflaust ekki mjög mikið til að státa af en þá er hægt að kaupa svona aukadisk er það ekki til að hafa með sér? En svo þar sem þetta er „net“bók, þá er kannski ekki verið að ætlast til að maður sé að fást við einhverja ritvinnslu?


Svo sá ég þessa líka; Toshiba NB505-N508BL

http://buy.is/product.php?id_product=9208338

Sem virðist vera eiginlega nákvæmlega það sama? Hún er þó til töluvert ódýrari á buy.is, sem er náttúrulega stór plús. Getur einhver frætt mig um muninn? Er þetta nýrri týpa af hinni?


Svo hef ég verið að taka eftir að það er oft mismunandi með seinustu bókstafina í seríunúmerinu á tölvunum, þ.e. hef verið að skoða umsagnir með fyrrnefndu tölvuna þar sem seinustu þrír stafirnir eru ýmist -105, -106 eða eitthvað annað, er það þá eitthvað allt annað módel eða er það í grunninn sama tölvan? Ég er soddan tölvunúbbi, afsakið ef þetta eru kjánalegar spurningar.

(Hér er t.d. NB550D-106, sé ekki betur en að hún sé alveg eins?

http://www.att.is/product_info.php?prod ... sid=2207e2 )


Svo já, ég held að þetta séu aðallega spurningarnar mínar. Það væri frábært ef þið gætuð hjálpað mér eða ráðlagt mér eitthvað. Vil þó helst halda mig við Toshiba merkið, þar sem mér hefur verið sagt að það sé áreiðanlegast.

Með fyrirfram þökkum,
Ragnhildur :)

Re: Fartölva í ferðalagið?

Sent: Mið 31. Ágú 2011 17:37
af angelic0-
þessar vélar sem að þú bendir á eru eflaust allar ágætar, en ef að þú vilt að þær þoli meira hnjask er það mín ráðlegging að skipta út venjulega harðdisknum fyrir SSD (Solid State Drive), það eru yfirleitt skjáirnir og harðdiskarnir sem að gefa sig við hnask, högg og slíkt..

Þannig væriru í raun búin að nánast útiloka harðdisk-fail og hraða vinnslu tölvunnar um meira en helming :!:

Re: Fartölva í ferðalagið?

Sent: Mið 31. Ágú 2011 17:52
af BirkirEl
http://tl.is/vara/21091 - mjög gott battery í þessari. Gætir jú látið setja SSD disk í hana til að hún þoli meira hnjask og gera hana muun hraðari.
diskur - http://tl.is/vara/19923