Síða 1 af 1

Nokia C5

Sent: Fim 28. Júl 2011 11:14
af Klemmi
Sælir strákar,

vildi bara heyra hvort einhver hefði reynslu af Nokia C5, er búinn að vera með LG Optimus GT540 og er alveg búinn að gefast upp á því að hafa snjallsíma, slöpp batterýsending, stórir, þungir og í ódýrari týpunum er gagnslaus þrýstiskjár. Vil svo ekki fara í síma sem kostar 70þús+ þar sem að ég er böðull á síma og ætti erfitt með að meðtaka það að týna eða skemma svo dýra græju.

Svo ég ætlaði að færa mig aftur í gömlu góðu, léttu símana með batterý sem endist í nokkra daga og upp í viku og leit þessi þá ágætlega út, ef það er einhver hérna sem á eða hefur verið að nota svona síma, þá má hann endilega mæla með eða á móti honum :)

Beztu kveðjur,
Klemmi

Re: Nokia C5

Sent: Fim 28. Júl 2011 11:23
af B.Ingimarsson
þetta eru fínir símar, pabbi var að fá sér þennan fyrir minna en viku það er allt sem þarf í þessu fínn vafri og forrit til að skoða tölvupóst og þannig. ég er sjálfur líka að spá í að selja minn ku990i og fá mér svona í staðinn, allavega er þetta mjög flottur sími miðað við verð :D

Re: Nokia C5

Sent: Fim 28. Júl 2011 11:35
af Klemmi
Glæsilegt, takk fyrir þetta :)

Held ég rúlli eftir helgi og skelli mér á einn svona.

Re: Nokia C5

Sent: Fim 28. Júl 2011 11:43
af B.Ingimarsson
gæti samt verið sniðugra að taka hann hjá símanum þá færðu 2gb minniskort með https://vefverslun.siminn.is/vorur/farsimar/nokia/nokia_c5_white/ skiptir kannski ekki öllu samt

Re: Nokia C5

Sent: Fim 28. Júl 2011 11:45
af Klemmi
Þakka kærlega fyrir ábendinguna :)
Getur verið að það fylgi kort hjá Nova þó þeir taki það ekki fram en ég ætla að kaupa hann hjá þeim þar sem mér líkar vel við þjónustuna sem ég hef fengið þar hingað til :beer