Síða 1 af 1

Vantar hjálp: Sullaði gosi á lyklaborðið

Sent: Mán 25. Júl 2011 15:50
af ZiRiuS
Sæl veriði.

Ég er með Toshiba Portégé R700 og var að sulla nokkrum dropum á lyklaborðið og nú eru enter takkinn og takkarnir flestir lengst hægra megin í kringum enter takkann sticky og mjög erfitt að klikka á þá. Ég er búinn að googla hvernig sé best að redda þessu eða jafnvel hvernig ég tek lyklaborðið af en ekkert fundið. Ég skrúfaði meira að segja tölvuna í sundur til að athuga hvort ég kæmist að lyklaborðinu en það eina sem ég sá var að ég þyrfti að taka allt draslið úr henni, sem sagt móðurborðið og allt sem er afar slöpp hönnun ef svo er.

Lumi þið á einhverju sniðugu til að þrífa hana eða þarf ég virkilega að fara með hana í viðgerð til að taka hana í sundur og þrífa hana?

Takk fyrir alla hjálp sem þið getið veitt.

Re: Vantar hjálp: Sullaði gosi á lyklaborðið

Sent: Mán 25. Júl 2011 16:05
af Haflidi85
hmm, ég hef nú nokkrum sinnum lent í þessu og meirisegja svolítið magn stundum, bara bíða eftir að kókið þornar og slökkva á tölvunni eða hafa bara word opið og ýta bara stanlaust á þá takka sem eru sticky, það hefur allavegana alltaf virkað fyrir mig þ.e. að bíða bara þar til sykurinn brotnar upp, en ég hef aldrei opnað og losað lyklaborðið frá og þrifið það, enda miðað við flesst video sem ég hef séð af því þá er það oftast frekar flókið.

Re: Vantar hjálp: Sullaði gosi á lyklaborðið

Sent: Mán 25. Júl 2011 16:08
af ZiRiuS
Ég er nefnilega búinn að gera það núna í nokkra daga en um leið og ég hætti að nota hann mikið verður hann sticky aftur :svekktur

Re: Vantar hjálp: Sullaði gosi á lyklaborðið

Sent: Mán 25. Júl 2011 16:09
af Haflidi85
hehe er þetta ekki bara spurning á að taka þetta með þrjóskunni :D

Re: Vantar hjálp: Sullaði gosi á lyklaborðið

Sent: Mán 25. Júl 2011 16:15
af AncientGod
taka lyklaborðið af og þrífa, [url=http://www.youtube.com/watch?v=pjUEGi_m5js]youtube linku sem getur hjálpað.[/ur]

Re: Vantar hjálp: Sullaði gosi á lyklaborðið

Sent: Mán 25. Júl 2011 16:17
af einarhr
Ég vann við viðgerðir á Toshiba á sínum tíma eru Portage vélarnar svoldið meira krefjandi í því að rífa þær í sundur. Þú finnur ekki Service manualinn á netinu því hann er einungis ætlaður fyrir viðurkenda þjónustuaðila. Persónulega myndi ég láta fagaðila gera þetta, td tala við Nördan http://www.nordinn.is/ Elvar er einn sá færasti í viðgerðum á Toshiba á Íslandi og á hann að vera nokkuð sangjarn líka.

Það marg borgar sig að láta skipta um lyklaborðið uppá framtíð tölvunar að gera, það er aldrei að vita nema einhver vökvi hafi komist í gegn, þó svo að tölvan sé með hlíf undir lyklaborði sem á að taka það mesta.

:happy fyrir flottir vél, hef alltaf verið hrifin að Portage vélunum hjá Toshiba.


AncientGod skrifaði:taka lyklaborðið af og þrífa, [url=http://www.youtube.com/watch?v=pjUEGi_m5js]youtube linku sem getur hjálpað.[/ur]


Veistu eitthvað hvað þú ert að tala um? Þetta er Toshiba Portage vél sem eru Pro vélar og enganvegin samsettar eins og Sattilite vélarnar hjá þeim.

Vinnur þú ekki við tölvuviðgerðir AcientGod? ef svo er þá get ég ekki mælt með þér sem viðgerðarmanni ef þetta er svarið sem þú gefur upp.

Re: Vantar hjálp: Sullaði gosi á lyklaborðið

Sent: Mán 25. Júl 2011 16:30
af ScareCrow
Ættir líka bara að getað tekið einhvað mjótt með einhverju mjúku og blautu og reynt að þrífa undir, hefur oftast virkað hjá mér

Re: Vantar hjálp: Sullaði gosi á lyklaborðið

Sent: Mán 25. Júl 2011 16:37
af einarhr
ScareCrow skrifaði:Ættir líka bara að getað tekið einhvað mjótt með einhverju mjúku og blautu og reynt að þrífa undir, hefur oftast virkað hjá mér


Ef þið skoðið myndir af þessari vél þá er hún með lyklaborð eins og er í Macbook Air og því ekki hægt að gera það sem þú nefnir ScareCrow.
Mynd

Re: Vantar hjálp: Sullaði gosi á lyklaborðið

Sent: Mán 25. Júl 2011 16:47
af Eiiki
einarhr skrifaði:
AncientGod skrifaði:taka lyklaborðið af og þrífa, [url=http://www.youtube.com/watch?v=pjUEGi_m5js]youtube linku sem getur hjálpað.[/ur]


Veistu eitthvað hvað þú ert að tala um? Þetta er Toshiba Portage vél sem eru Pro vélar og enganvegin samsettar eins og Sattilite vélarnar hjá þeim.

Vinnur þú ekki við tölvuviðgerðir AcientGod? ef svo er þá get ég ekki mælt með þér sem viðgerðarmanni ef þetta er svarið sem þú gefur upp.

x2
Þú getur ekki bara linkað á bara eitthvað video af því hvernig lyklaborð er hreinsað í einhverri fartölvu.

En annars myndi ég halda að eina aðferðin væri að rífa tölvuna í sundur...

Re: Vantar hjálp: Sullaði gosi á lyklaborðið

Sent: Mán 25. Júl 2011 18:05
af rapport
http://tim.id.au/laptops/toshiba/portege%20r700.pdf

google is your friend...

Bls. 4-23 ber slæmar fréttir...

Re: Vantar hjálp: Sullaði gosi á lyklaborðið

Sent: Mán 25. Júl 2011 19:13
af ZiRiuS
rapport skrifaði:http://tim.id.au/laptops/toshiba/portege%20r700.pdf

google is your friend...

Bls. 4-23 ber slæmar fréttir...


Damn.

Well, fer með þetta og læt skipta um semsagt.

Takk fyrir alla hjálpina allir.