Síða 1 af 1

Kæliviftur í Macbook

Sent: Þri 19. Júl 2011 10:20
af oskarandri
daginn...


Hvar gæti vinnufélagi minn fengið kæliviftur í 17" Macbook pro.... apple búðin vill ekki selja kæliviftuna sér.

Kv.
Óskar Andri

Re: Kæliviftur í Macbook

Sent: Þri 19. Júl 2011 11:15
af Nördaklessa
say what :catgotmyballs

Re: Kæliviftur í Macbook

Sent: Þri 19. Júl 2011 12:20
af Hargo
Lenti í þessu líka með Apple búðina. Þeir selja þér ekki varahlutinn einan og sér, þeir vilja líka setja hann í og það er eina leiðin til að kaupa af þeim. Sem sagt kaupa af þeim varahlutinn og vinnuna.

Eftir þetta hef ég bara verslað Mac varahluti á eBay þegar ég er að grúska í Apple fartölvum.

Re: Kæliviftur í Macbook

Sent: Þri 19. Júl 2011 12:26
af siggi83
Hvað með macland eða buy.is

Re: Kæliviftur í Macbook

Sent: Þri 19. Júl 2011 14:21
af AntiTrust
Hargo skrifaði:Lenti í þessu líka með Apple búðina. Þeir selja þér ekki varahlutinn einan og sér, þeir vilja líka setja hann í og það er eina leiðin til að kaupa af þeim. Sem sagt kaupa af þeim varahlutinn og vinnuna.


Er þetta í alvörunni regla hjá þeim?

Re: Kæliviftur í Macbook

Sent: Þri 19. Júl 2011 14:55
af BjarniTS
*

Re: Kæliviftur í Macbook

Sent: Þri 19. Júl 2011 14:58
af BjarniTS
AntiTrust skrifaði:
Hargo skrifaði:Lenti í þessu líka með Apple búðina. Þeir selja þér ekki varahlutinn einan og sér, þeir vilja líka setja hann í og það er eina leiðin til að kaupa af þeim. Sem sagt kaupa af þeim varahlutinn og vinnuna.


Er þetta í alvörunni regla hjá þeim?


Ég fór einusinni niður í apple búð að spjalla og segja þeim frá að mig vantaði skúffu fyrir HDD í eina hvíta macbook , gaurinn fór bakvið , fann skúffu og gaf mér hana án þess að rukka mig um krónu.

þannig að ég get sagt ykkur það skiptir öllu máli sýnist mér á hverjum þú lendir.


ps :

Ég á kæliviftu í Macbook 13'3

Ef að ég man rétt eru alltaf 2 viftur í þessum stóru vélum , sami skíturinn ár eftir ár eftir ár.

Ég skal selja þér þessa viftu á 4.000 KR

MBK

Bjarni

Re: Kæliviftur í Macbook

Sent: Þri 19. Júl 2011 14:59
af worghal
ehem, 4. grein í reglunum :-"

Re: Kæliviftur í Macbook

Sent: Þri 19. Júl 2011 17:59
af Hargo
AntiTrust skrifaði:
Hargo skrifaði:Lenti í þessu líka með Apple búðina. Þeir selja þér ekki varahlutinn einan og sér, þeir vilja líka setja hann í og það er eina leiðin til að kaupa af þeim. Sem sagt kaupa af þeim varahlutinn og vinnuna.


Er þetta í alvörunni regla hjá þeim?


Ég hef reynt tvisvar að kaupa af þeim varahluti. Fyrst var það HDD í Macbook Air, átti að kosta 40þús með vinnu. Gátu ekki selt mér hann einan og sér. Keypti í staðinn 1.8" SSD á ebay fyrir viðkomandi á minni pening. Þetta var sem sagt fyrsta útgáfan af Macbook Air sem var með HDD, í dag eru þær allar seldar með SSD held ég.

Í seinna skiptið var það rafhlaða í Macbook Air. Þeir vildu einnig setja hana í, sögðust ekki geta selt mér hana eina og sér. Gamla rafhlaðan bólgnaði nefnilega út (Macbook battery bulge syndrome). Sjá mynd fyrir neðan....

Mynd

Ég þarf varla að taka það fram að sjálfsögðu er þessi vél komin úr ábyrgð þannig að það er ekki málið hjá þeim.

Re: Kæliviftur í Macbook

Sent: Þri 19. Júl 2011 20:18
af Arkidas
Er einhver official Apple reseller hérlendis í augnablikinu?

Re: Kæliviftur í Macbook

Sent: Mið 20. Júl 2011 16:01
af oskarandri
Takk fyrir þetta..... ég veit sjálfur lítið um apple búðinna enda ekki með apple. En ég veit að stundum er það þannig að ef þú vilt vera official dealer eða viðgerðaraðili þarftu að lúta ákveðnum reglum frá framleiðanda... oft eru í þessum reglum að þú meigir ekki selja varahluti yfir borðið..... finnst þetta samt skrítið með tölvubúnað????? sérstaklega HDD, rafhlöður, kæliviftur og svoleiðis drasl....