Síða 1 af 1

Rykhreinsa og kæla Dell fartölvu

Sent: Lau 16. Júl 2011 21:27
af Nuketown
Ég á dell fartölvu sem er að verða 3 ára. Xps m1330. Hún á víst við hita vandamál að stríða. Eða það er þekkt í þessari tölvu þetta vandamál. En hún er farin að hitna ansi mikið og svona.

Er málið að ég kaupi mér sjálfur rykhreinsisprey og kælikrem og lagi hana? Eða lagast hún kannski ekkert við þetta?

Hvernig rykhreinsa ég hana svo? þarf ég að opna hana alla? eru engar hættur á að ég skemmi hana?

Re: Rykhreinsa og kæla Dell fartölvu

Sent: Lau 16. Júl 2011 21:47
af chaplin
Ef þú hefur ekki mikla reynslu af tölvum, þá skaltu sleppa þessu eða láta "sérfræðing" um þetta. Annars að skipta um hitaleiðandi krem (ekkert til í tölvuheiminum sem heitir kælikrem) breytir oftast ekki neitt rosalega miklu fyrir nýjar vélar, en ef hún er að hita alveg all rosalega, þá meina ég óeðilega mikið, að þá er kannski í lagi að láta reyna á það.

Ertu samt viss um að hún sé ekki bara full af ryki? ;)

Re: Rykhreinsa og kæla Dell fartölvu

Sent: Lau 16. Júl 2011 22:30
af AntiTrust
Fyrir venjulegan leikmann myndi ég aldrei aldrei mæla með að opna fartölvu sjálfur. Þetta er tækni sem lærist með reynslunni, bæði að taka í sundur og setja aftur saman.

Ég hef margoft séð óreynda tæknimenn stórskemma fartölvur við að taka þær í sundur.

Re: Rykhreinsa og kæla Dell fartölvu

Sent: Lau 16. Júl 2011 22:52
af SolidFeather
Pabbi minn gat tekið í sundur laptop og skipt um AC adapter input dæmið og rykhreinsað hana, og hann hefur ekkert vit á tölvum, þannig að þú ættir nú að geta rykhreinsað hana.

Re: Rykhreinsa og kæla Dell fartölvu

Sent: Lau 16. Júl 2011 22:54
af AntiTrust
SolidFeather skrifaði:Pabbi minn gat tekið í sundur laptop og skipt um AC adapter input dæmið og rykhreinsað hana, og hann hefur ekkert vit á tölvum, þannig að þú ættir nú að geta rykhreinsað hana.


Ég hef líka skipt um bílvél þótt ég hafi ekki þannig séð hundsvit á þessu. Það er alltaf hægt að reiða sig á heppni. Ég er ekki að segja að þetta sé ekki hægt fyrir vandvirkann klárann aðila, en þetta er tricky, og að taka þessar high end vélar (HP, Dell og sérstaklega IBM) er yfirleitt meira tricky.

Re: Rykhreinsa og kæla Dell fartölvu

Sent: Lau 16. Júl 2011 22:57
af KristinnK
Á þessari tölvu er lítið mál að taka út HSF einingum og hreinsa, sbr. þessar leiðbeiningar (þú gerir bara Step 1: Locate and Remove Fan). Það er verra í þeim tölvum (eins og minni) þar sem þarf að taka tölvuna alveg í sundur til að komast að þessu.

Þú tekur bara af þessu einu hlíf undir tölvunni, skrúfa af eininguna sem samanstendur af viðkomuna við örgjörva og skjástýringu, varmapípu (heat pipe), varmadreifara (heat sink) og viftu. Síðan skrúfaru þá stæðu í sundur þar sem viftan er, og hreinsar allt rykið af. Svo seturu gott hitaleiðandi krem á örgjörva og skjákort, skrúfar eininguna saman og aftur á, og setur hlífina aftur á tölvuna. Þá ætti allt að verða betra.

Gætir líka gert það sem ég gerði. Ég keypti litla varmadreifara og varmaleiðandi lím út í rafeindaverslun, límdi þá á hitapípuna þar sem hún liggur yfir skjákort og örgjörva, og gerði gat á tölvuhlífina þar sem varmadreifararnir lenda. Þetta verður til þess að í léttri vinnslu (vafra á netinu, textavinnslu, horfa á myndir, etc.) fer viftan ekki í gang. Fékk hugmyndina frá þessu myndbandi.