Síða 1 af 1

Hverjir eru með GÓÐAR OG ÖFLUGAR fartölvur?

Sent: Fös 15. Júl 2011 02:11
af Svessi
Ég er að leita mér að öflugri fartölvu án þess að fara í einhverjar allt of miklar upphæðir.

Ég er búinn að sjá þessa hjá EJS:
http://www.ejs.is/Pages/971/itemno/XPS17%252303

Mér finnst þetta vera dálítið mikill peningur en ég er samt að pæla í þessu fyrir alvöru. En þetta verð er algjört max.
Eina sem er pirra mig aðeins er að það sé ekki GTX skjákort í vélinni.
(Mér skilst að það sé ekki hægt að skipta út skjákortinu af sölumanni hjá EJS. En er nokkur tæknisinnað hérna sem getur sagt mér hvort það sé hægt eða ekki fyrir alvöru.)

Þeir sem hafa eitthvað vit á þessu sjá alveg að ég er að leit að overall góðri vél, með i7 örgjörva, helst með 3D skjádóti, ekki minna en 5.1 hljóðkorts möguleika (helst 7.1) og góðum skjá í full HD.
Algjört must að það sé e-sata og USB 3.0 tengi á vélinni.

Hvað þarf ég að nota vélina í: Ég er svona multimedia vinnslu gaur, ég er að klippa video í full HD, photoshopa editera hljóð og fleira slíkt. Svo er ég líka rosalegur tölvuleikjagaur.
Þannig ég er að leita eins og ég segi að over all góðri vél án þess að fara í 400 þús + verðmiða.

Ég ætlaði að fara kaupa mér nýja borðtölvu og var búinn að hugsa mér að kaupa t.d. GTX580 kortið.
En svo er bara málið að ég er farinn að vera miklu meira á ferðinni og vil þá geta tekið vélina með mér.

Ég er búinn að vera leita að vél og búinn að fara í allar þessar helstu tölvuverslanir sem t.d. vaktin hérna bendir á í samanburði i verði á íhlutum. Enginn á neitt sem kemur nálægt þessari vél hjá EJS. Reyndar veit ég að Tölvulistinn og Tölvutækni eru að fá nýja sendingu af vélum núna í lok mánaðarains en held samt ekkert eins og ég er að leita að, bara svona þokkalegar skólavélar.

Elko getur reddað mér þessari sömu vél en bara fyrir aðeins minni pening, finnst það of lítill munur.
Er að bíða eftir svari frá Tölvutækni hvort þeir geta gert eitthvað fyrir mig.
Nýherji á eiginlega ekkert fyrir mig.
Ég var reyndar ekki búinn að fara í samsung setrið eða Opin Kerfi en það er allavega ekkert sem ég er hrifinn af inni á heimasíðunni hjá þeim.

Þannig mín spurning til ykkar hérna á vaktinni er: Vitið þið um einhverja verslun sem gæti átt eitthvað sem ég gæti verið hrifinn af eða get ég pantað vél á netinu að utan, er einhver með reynslu af því og þá hvaðan er best að panta.

Re: Hverjir eru með GÓÐAR OG ÖFLUGAR fartölvur?

Sent: Fös 15. Júl 2011 02:16
af tanketom
Aldrei kaupa þér Dell tölvu, þær voru settar í ruslflokk ekki fyrir alls löngu...

hérna eru nokkrar góðar:

http://www.buy.is/category.php?id_category=428

Re: Hverjir eru með GÓÐAR OG ÖFLUGAR fartölvur?

Sent: Fös 15. Júl 2011 02:28
af Kristján
skoðaðu hp elitebook tolvurnar hérna, getur set saman þina eigin vél þarna með að gera "configure model" þarna neðst í hverjum dálk.
var að skoða þetta um daginn og þetta er frekar þægilegt.

http://h10010.www1.hp.com/wwpc/us/en/sm ... 55549.html

svo eru það Thinkpad tölvurnar frá lenovo, vinnu helstar herna á ferð.

http://shop.lenovo.com/us/products/laptops/

veit samt ekki hverni þessar eru i leikjaspilun.

alienware ætti að vera góð fyrir þig, setja ssd og mest leyft innraminni og svo eru þær nátturulega gerðar sem leikjatölvur

Re: Hverjir eru með GÓÐAR OG ÖFLUGAR fartölvur?

Sent: Fös 15. Júl 2011 02:32
af AntiTrust
Ég verð að segja að m.v. það sem þú ert að vinna í tölvu yfirhöfuð að borðtölva væri svo miklu miklu sniðugri fjárfesting fyrir þig, þá sérstaklega upp á framtíðar uppfærslur.

En ef þú ert fastur á fartölvu, þá er þessi XPS vél líklega það öflugasta sem þú færð hérna heima - en afhverju ekki að spara þér ca. 100þúskall og fá betur spekkaða vél, meira minni og stærri HDD og panta vélina í gegnum buy.is?

Þetta er þá vélin sem um ræðir : http://www.newegg.com/Product/Product.a ... -_-Product

Annars er nokkuð ólíklegt að þú getir skipt um skjákort, yfirleitt er allt í svona vélum sérsmíðað í kringum fastan vélbúnað, kælingar, viftur og almennt layout.

Re: Hverjir eru með GÓÐAR OG ÖFLUGAR fartölvur?

Sent: Fös 15. Júl 2011 02:35
af Viktor
Hér er ein, að vísu ekkert 5.1 hljóðkort, en það eru til ýmis hágæða USB hljóðkort á slikk. Kannski ekki það sem þú ert að leita að, en ansi gott "bang for the buck" mv. Dell tölvuna. Ég er líka meiri Asus gaur en Dell, enda sýndu tölur bandarísks tryggingafélags fyrir nokkru að Asus biluðu minnst.

ASUS - CORE I7 2630QM(2.00GHZ) 17.3" - 8GB DDR3 1333 - 500GB HDD 7200RPM - nVIDIA GTX 460M
239.990

http://www.buy.is/product.php?id_product=9208295

Re: Hverjir eru með GÓÐAR OG ÖFLUGAR fartölvur?

Sent: Fös 15. Júl 2011 06:51
af Ulli
Ebay og skrifa Ailenware Laptop :happy

Re: Hverjir eru með GÓÐAR OG ÖFLUGAR fartölvur?

Sent: Fös 15. Júl 2011 07:30
af ViktorS
Ulli skrifaði:Ebay og skrifa Ailenware Laptop :happy

Efast um að einhver kaupi Ailenware.

Re: Hverjir eru með GÓÐAR OG ÖFLUGAR fartölvur?

Sent: Fös 15. Júl 2011 08:44
af nonesenze
Sallarólegur skrifaði:Hér er ein, að vísu ekkert 5.1 hljóðkort, en það eru til ýmis hágæða USB hljóðkort á slikk. Kannski ekki það sem þú ert að leita að, en ansi gott "bang for the buck" mv. Dell tölvuna. Ég er líka meiri Asus gaur en Dell, enda sýndu tölur bandarísks tryggingafélags fyrir nokkru að Asus biluðu minnst.

ASUS - CORE I7 2630QM(2.00GHZ) 17.3" - 8GB DDR3 1333 - 500GB HDD 7200RPM - nVIDIA GTX 460M
239.990

http://www.buy.is/product.php?id_product=9208295


what he said ;) :happy

Re: Hverjir eru með GÓÐAR OG ÖFLUGAR fartölvur?

Sent: Fös 15. Júl 2011 10:28
af start
Ég fæ í lok júlí tölvu sem er vel undir 300k með..

15.6" Full HD
Mobile Intel HM65 Express Chipset(B3)
Intel Core i7-2630QM
nVIDIA® Optimus® Technology
Skiptir milli skjákorta með takka eða software
- nvidia GT 555M 2GB DDR3 DX11
- Intel HD Graphics 3000 DX10
4GB eða 8GB
Intel Centrino Advanced-N 6230 + bluetooth
Intel Wireless Display tækni
Tengi: 2x USB3.0, 2x USB2.0 HDMI 1.4
2.0 myndavél
íslenskt lyklaborð (engir límmiðar) með keypad
Hægt að sleppa DVD og fá frekar auka HDD eða SSD

Re: Hverjir eru með GÓÐAR OG ÖFLUGAR fartölvur?

Sent: Fös 15. Júl 2011 10:30
af toybonzi
Er með thinkpad W510, rugl öflug vél en fæst bara með Quadro kortum þannig að leikjaspilun er í aftursætinu.

Re: Hverjir eru með GÓÐAR OG ÖFLUGAR fartölvur?

Sent: Fös 15. Júl 2011 11:14
af Klemmi
Svessi skrifaði:Er að bíða eftir svari frá Tölvutækni hvort þeir geta gert eitthvað fyrir mig.


Sæll Svessi,

það er möguleiki að póstur frá þér hafi farið fram hjá okkur en ég því miður kannast ekki við að hafa fengið beiðni um að athuga með fartölvu í líkingu við það sem þú ert að spá í.

Endilega skutlaðu e-maili á mig á klemmi@tolvutaekni.is og ég skal athuga hvort við getum ekki fundið eitthvað flott handa þér :)

Beztu kveðjur,
Klemenz Hrafn
Tölvutækni

Re: Hverjir eru með GÓÐAR OG ÖFLUGAR fartölvur?

Sent: Fös 15. Júl 2011 19:42
af Viktor
Klemmi skrifaði:
Svessi skrifaði:Er að bíða eftir svari frá Tölvutækni hvort þeir geta gert eitthvað fyrir mig.


Sæll Svessi,

það er möguleiki að póstur frá þér hafi farið fram hjá okkur en ég því miður kannast ekki við að hafa fengið beiðni um að athuga með fartölvu í líkingu við það sem þú ert að spá í.

Endilega skutlaðu e-maili á mig á klemmi@tolvutaekni.is og ég skal athuga hvort við getum ekki fundið eitthvað flott handa þér :)

Beztu kveðjur,
Klemenz Hrafn
Tölvutækni

Þetta kallar maður þjónustu.