Síða 1 af 1

Stolinn Iphone á Bestu hátíðinni

Sent: Þri 12. Júl 2011 15:34
af RagnarHs
Vildi bara auglýsa það að símanum mínum (auk talsverðar upphæðar af peningum) var stolið úr bílnum minum á bestu hátíðinni núna um helgina.

Síminn sem um ræðir er Iphone 3GS 16GB (var í Berkin hulstri, glæru (auk lausa peningsins var líka peningur á bakhlið símans í hulstrinu))

Síminn er dáltið rispaður á bakinu og smá ryk inní skjánum. Einnig má þekkja þennan síma á því að örlítið brot er í plastinu hjá jack tenginu (heyrnatólatengið).

Síminn er læstur með Passcode'i og því ekki hægt að komast inn í hann (samkvæmt Nova, og sama þótt þú setjir nýtt kort í hann þarftu alltaf þetta passcode) - og einnig er þessi sími keyptur á Íslandi og á skrá hjá Nova, lögreglan mun hefja leit á þessu IEM númeri (eða hvað þetta heitir) um leið og ég hef klárað að leggja fram kæru.

Mér er sama um peninginn í hulstrinu, þú mátt taka hann, en ég myndi endilega vilja fá símann, en í honum eru myndir og annað sem er verra fyrir mig að týna.

Og einnig býð ég hverjum sem er boðinn þessi sími og bendir mér á hver er með hann 10þúsund kall.

Takk Takk.

Númerið mitt er 8651712

Re: Stolinn Iphone á Bestu hátíðinni

Sent: Þri 12. Júl 2011 16:12
af intenz
Varstu ekki með neinn Anti-Theft hugbúnað inni á símanum? Sem sendir GPS staðsetningu (ofl. upplýsingar) til þín eða eitthvað þegar skipt er um SIM kort?

En ég vona að þú fáir símann þinn aftur. Ég týndi einu sinni mínum síma á Pizza Hut. Ég gleymdi honum á borðinu á meðan ég skrapp á klósettið í 2 mínútur, eftir það var hann horfinn. Sem betur fer voru bara tveir hópar inni á staðnum og við gátum rakið það með VISA strimli sem þjófurinn kvittaði undir. Ég fór niður á Lögreglustöð með nafnið hans og símanúmer og bað lögreglumann um að hringja í hann og biðja hann um að skila símanum og það yrðu engir eftirmálar. Einum of vel afgreitt mál!