Síða 1 af 1
LG símar keyptir erlendis, ábyrgð?
Sent: Fös 01. Júl 2011 19:18
af GullMoli
Sælir.
Segjum sem svo að LG Optimus X2 sé keyptur í Danmörku, er hann þá í ábyrgð hér heima?
Það er lokað hjá Tæknivörum um helgar svo ég get ekki athugað þetta hjá þeim
Re: LG símar keyptir erlendis, ábyrgð?
Sent: Fös 01. Júl 2011 19:45
af bulldog
ég myndi halda ekki.
Re: LG símar keyptir erlendis, ábyrgð?
Sent: Fös 01. Júl 2011 19:52
af AncientGod
hann væri það ef þú myndir kaupa í búð þar sem er her líka myndi ég segja, eins og elko, er hún ekki í danmörk ? vinnur minn lenti í þessu að hann keypti ps3 sem bilaði í danmörk eða svíþjóð (man ekki hvort) þannig hann fór bara með tölvunna í elko her og fékk nýja.
Re: LG símar keyptir erlendis, ábyrgð?
Sent: Lau 02. Júl 2011 13:23
af GullMoli
Takk fyrir strákar, en er enginn sem veit hvort að það sé pottþétt ábyrgð á milli landa? Mig minnir t.d. að Samsung séu með eitthvað þannig í norðurlöndunum.
Re: LG símar keyptir erlendis, ábyrgð?
Sent: Lau 02. Júl 2011 13:28
af blitz
GullMoli skrifaði:Takk fyrir strákar, en er enginn sem veit hvort að það sé pottþétt ábyrgð á milli landa? Mig minnir t.d. að Samsung séu með eitthvað þannig í norðurlöndunum.
Hringdu í umboðið fyrir LG (ef það er til). Þeir svara þessu þar sem þetta er mjög mismunandi milli aðila.
Re: LG símar keyptir erlendis, ábyrgð?
Sent: Lau 02. Júl 2011 13:32
af GullMoli
blitz skrifaði:GullMoli skrifaði:Takk fyrir strákar, en er enginn sem veit hvort að það sé pottþétt ábyrgð á milli landa? Mig minnir t.d. að Samsung séu með eitthvað þannig í norðurlöndunum.
Hringdu í umboðið fyrir LG (ef það er til). Þeir svara þessu þar sem þetta er mjög mismunandi milli aðila.
Eins og ég sagði;
Það er lokað hjá Tæknivörum um helgar svo ég get ekki athugað þetta hjá þeim
Mig vantar bara að vita þetta sem fyrst, annars tala ég við þá á mánudaginn.
Re: LG símar keyptir erlendis, ábyrgð?
Sent: Lau 02. Júl 2011 15:03
af berteh
Bera ekki allir raftækjaframleiðendur 1 árs ábyrgð?
Sent from my GT-S5830 using Tapatalk
Re: LG símar keyptir erlendis, ábyrgð?
Sent: Lau 02. Júl 2011 16:15
af Bioeight
Það er 1 árs lágmarksábyrgð frá framleiðanda á raftækjum. Ef þú kaupir vöru í Evrópu þá áttu að geta nálgast ábyrgðarþjónustu í Evrópu, væri öðruvísi ef þú keyptir í Bandaríkjunum. Þannig að umboðsaðili LG á Íslandi ætti að veita ábyrgðarþjónustu fyrir þetta 1.ár í það minnsta. Það er svo allt annað mál hvort þeir í raun og veru gera það, einhver sem hefur persónulega reynslu af þeim verður að staðfesta. Veit um Nokia, HP og Dell vörur sem hafa verið í ábyrgð en svo var eitthvað eintómt vesen með Toshiba.
Re: LG símar keyptir erlendis, ábyrgð?
Sent: Lau 02. Júl 2011 17:05
af pattzi
Bioeight skrifaði:Það er 1 árs lágmarksábyrgð frá framleiðanda á raftækjum. Ef þú kaupir vöru í Evrópu þá áttu að geta nálgast ábyrgðarþjónustu í Evrópu, væri öðruvísi ef þú keyptir í Bandaríkjunum. Þannig að umboðsaðili LG á Íslandi ætti að veita ábyrgðarþjónustu fyrir þetta 1.ár í það minnsta. Það er svo allt annað mál hvort þeir í raun og veru gera það, einhver sem hefur persónulega reynslu af þeim verður að staðfesta. Veit um Nokia, HP og Dell vörur sem hafa verið í ábyrgð en svo var eitthvað eintómt vesen með Toshiba.
keyptum lg síma í kína bilaði og fór með hann i tæknivörur fékk hann svo sendann í umslagi búið að skipta um móðurborð og einhvað og það stóð frí viðgerð tæki ekki keypt hjá tæknivörum.
Re: LG símar keyptir erlendis, ábyrgð?
Sent: Sun 03. Júl 2011 13:42
af GullMoli
Flott, takk fyrir það.