Síða 1 af 1

Dell tölva kveikir ekki á sér

Sent: Þri 14. Jún 2011 21:34
af Arnarr
Sælir, er hér með Dell Studio 1535 sem kveikir ekki á sér. Nákvæmlega ekkert gerist þegar að ýtt er á start takkan, hvort sem að tölvan er í sambandi eða bara batterýið. Dettur ekkert í hug hvað er að, er ekki bara móðurborðið ónýtt? :-k

*Samantekt á spurningu hér fyrir neðan*

Hún ræsir sig ekki, ekkert gerist þegar að ýtt er á takkan, enginn vifta enginn ljóst, ekkert. Eina ljósið kemur þegar að hún fer í samband við rafmagnþ Er búin að prufa aftengja og bíða, prufa annað hleðslutæki, reyna að ræsa bara með annað minnið, búin að opna hana og skoða þar. Ekkert sést á henni, ekkert er brotið, rispað eða á einhvern hátt öðruvísi en það á að vera.

Einhverjar loka hugmyndir áður en hún verður dæmt ónýt?

Re: Dell tölvu kveikir ekki á sér

Sent: Þri 14. Jún 2011 21:34
af AntiTrust
Taktu batterý og AC úr sambandi og leyfðu því að vera svoleiðis í 30-60sek. Settu snúruna en ekki batterýið í samband og ath. hvað gerist.

Re: Dell tölvu kveikir ekki á sér

Sent: Þri 14. Jún 2011 21:45
af Arnarr
Búin að prufa allt svona, ekkert gerist. Hún er alveg dauð bara.

Re: Dell tölvu kveikir ekki á sér

Sent: Þri 14. Jún 2011 21:50
af worghal
þetta er bara dell \:D/

en kemur ekkert power ljós, engar viftur í gang ?

Re: Dell tölvu kveikir ekki á sér

Sent: Þri 14. Jún 2011 21:57
af Arnarr
worghal skrifaði:þetta er bara dell \:D/

en kemur ekkert power ljós, engar viftur í gang ?


Engar viftur, engin ljós, nákvæmlega ekkert. Eina ljósið sem kemur er þegar að hún er sett í hleðslu.

Re: Dell tölvu kveikir ekki á sér

Sent: Þri 14. Jún 2011 22:03
af AntiTrust
Prufa annað hleðslutæki. Fyrst MBið tekur ennþá straum og gefur gaumljós er tengið allavega í lagi hugsa ég, og líklega hleðslutækið.

Þetta gæti verið bilað vinnsluminni, ólíklegt þó ef það eru minni í fleiri en einni rauf.

Re: Dell tölvu kveikir ekki á sér

Sent: Þri 14. Jún 2011 22:06
af worghal
ekki mistiru tölvuna í gólfið nýlega ?

Re: Dell tölvu kveikir ekki á sér

Sent: Þri 14. Jún 2011 22:09
af Arnarr
worghal skrifaði:ekki mistiru tölvuna í gólfið nýlega ?


Neibb, veit ekkert hvað gerðist. Var bara beðin um að kíkja á hana. Það sér samt ekkert á henni ef útí það er farið. Er ekki móðurborðið bara ónýtt???

Re: Dell tölvu kveikir ekki á sér

Sent: Þri 14. Jún 2011 22:11
af AntiTrust
Arnarr skrifaði:
worghal skrifaði:ekki mistiru tölvuna í gólfið nýlega ?


Neibb, veit ekkert hvað gerðist. Var bara beðin um að kíkja á hana. Það sér samt ekkert á henni ef útí það er farið. Er ekki móðurborðið bara ónýtt???


Ég myndi nú ekki negla það niður svo fljótt, dýr ákvörðun. Byrja allavega á RAM skiptum, prufa annað hleðslutæki og fara svo að hallast að dauðadómnum.

Re: Dell tölvu kveikir ekki á sér

Sent: Þri 14. Jún 2011 22:19
af Arnarr
AntiTrust skrifaði:
Arnarr skrifaði:
worghal skrifaði:ekki mistiru tölvuna í gólfið nýlega ?


Neibb, veit ekkert hvað gerðist. Var bara beðin um að kíkja á hana. Það sér samt ekkert á henni ef útí það er farið. Er ekki móðurborðið bara ónýtt???


Ég myndi nú ekki negla það niður svo fljótt, dýr ákvörðun. Byrja allavega á RAM skiptum, prufa annað hleðslutæki og fara svo að hallast að dauðadómnum.


Búin að prufa að reyna ræsa með bara annað minnið, búin að prufa annað hleðslutækið þannig að ég er farinn að hallast að dauðadómnum :knockedout

Re: Dell tölvu kveikir ekki á sér

Sent: Þri 14. Jún 2011 22:19
af worghal
er hún í ábyrgð ?

Re: Dell tölvu kveikir ekki á sér

Sent: Þri 14. Jún 2011 22:24
af Arnarr
worghal skrifaði:er hún í ábyrgð ?


Nei hún er það ekki.

Re: Dell tölvu kveikir ekki á sér

Sent: Þri 14. Jún 2011 22:25
af worghal
er ekki bara málið að opna hana og svo hvort eitthvað sé brotið / brunnið ?

Re: Dell tölvu kveikir ekki á sér

Sent: Þri 14. Jún 2011 22:27
af Eiiki
Rífðu hana í sundur ef þú treystir þér í það. Var kominn sjálfur í algjöran bobba með gamla acer fartölvu sem ég átti, hún hlóð sig ekki og kveikti ekki á sér. Ég reif hana bara í sundur og setti saman aftur og allt var eins og nýtt :happy

Re: Dell tölvu kveikir ekki á sér

Sent: Þri 14. Jún 2011 22:29
af Arnarr
Eiiki skrifaði:Rífðu hana í sundur ef þú treystir þér í það. Var kominn sjálfur í algjöran bobba með gamla acer fartölvu sem ég átti, hún hlóð sig ekki og kveikti ekki á sér. Ég reif hana bara í sundur og setti saman aftur og allt var eins og nýtt :happy


Búin að rífa hana í sundur, hef oft lagað fartölvur. Sá ekkert brotið, laust eða á einhvern hátt öðruvísi.