Síða 1 af 1

Skóla Vél

Sent: Fös 10. Jún 2011 21:49
af arnio
Sælir, ég þarf að kaupa mér lappa fyrir skólann sem byrjar núna í haust. Ég treysti ekki allveg sjálfum mér að velja hana þannig ég ákvað að leita hingað og leyfa ykkur aðeins að grúska í þessu.

Það sem ég leita í vélinni er að hún hafi góða batterísendingu og sé alls ekki þung. Þessi vél mun eiginlega bara vera notuð í skólann og að keyra Football Manager stöku sinnum.

Með fyrirfram þakkir,
arnio

Re: Skóla Vél

Sent: Fös 10. Jún 2011 22:04
af SolidFeather

Re: Skóla Vél

Sent: Fös 10. Jún 2011 23:23
af donzo
SolidFeather skrifaði:http://www.netverslun.is/Verslun/product/TP-T420s-i2620-4160S-14HD-Int-3G-6-W76,13828,327.aspx


^

Re: Skóla Vél

Sent: Fös 10. Jún 2011 23:30
af AntiTrust
Ef þú ert ekki tilbúinn að eyða 460k í vél, sérstaklega þar sem þú getur fengið sömu vél með i5 örgjörva á ca 250k komna heim frá shop.lenevo.com, þá myndi ég skoða T410s. Þær eru að hríðdroppa í verði þar sem T420 var að detta í búðir.

Ef þú vilt vera viðjbóðslega svalur í leiðinni þá er X1 að koma í Nýherja, byrjar í 270k, svolítið steep svosem fyrir skólavél en þynnsta ThinkPad vélin sem framleidd hefur verið, gorilla glass og fleiri yummi spekkar.

Svo eru T410 að renna undir 200kallinn, hörkuvélar með frábæra batt. endingu og vel spekkaðar f. verð. Færð ekki betra build quality heldur, enda ThinkPad.

Re: Skóla Vél

Sent: Lau 11. Jún 2011 00:22
af arnio
Takk fyrir svörin en þessar eru nú samt ekki beint í mínu price range'i, ég var nú að pæla í að borga mest 150k, ég er með ágætis borðtölvu heima en þessi vél er nú ekkert að fara að vera í mikilli keyrslu. Aðalega bara surfa, office & lítil FM spilun.. Ég tými ekki að borga 250k fyrir svoleiðis vél, hvað þá 460!

Re: Skóla Vél

Sent: Lau 11. Jún 2011 00:29
af kjarribesti
http://tolvutaekni.is/product_info.php? ... 692dbcb723 Þessi hérna er hrikalega vinsæl í dag og samt á 180k,

Annars þessi hérna kannski frekar á þínu price-range-i http://tolvutaekni.is/product_info.php? ... 692dbcb723

Báðar eru þetta rosalega öflugar og flottar tölvur..


Þessi hérna dugir svosem í skóla og FB Manager
http://tolvutaekni.is/product_info.php? ... 692dbcb723
Bara veeel nógu öflug tölva ef þú átt aðra heima.

Re: Skóla Vél

Sent: Lau 11. Jún 2011 01:24
af AntiTrust
@kjarri - Maðurinn er að leita sér að skóla tölvu (lítil og meðfærileg, góð batterýsending) og þú bendir honum á e-rja 15'6" hlunka? Hvað í fjandanum á hann að nýta i7, 6GB DDR3 og GT 540M í? 3 kílóa vél með 2-2.5 batterýendingu líklega í besta falli.

Það virðist vera rosalega algengt hérna að menn finni einfaldlega "best" spekkuðu vélina fyrir sem minnsta peninginn og haldi þar með að sú vél henti vel í allar aðstæður. Það er jafn vitlaust og að mæla með upphækkuðum Land Cruiser sem sparneytnum innanbæjarsnattara.

Ég myndi persónulega skella mér á ThinkPad x120e ef ég væri að leita mér að skólavél í þessum verðflokki. Búin að fá frábæra dóma og ýmis eftirsótt verðlaun. 1.5kg, 11.6" skjár með flotta upplausn, og þetta nýja Fusion Zacate platform frá AMD er að rústa flestum Intel/Nvidia ION chipsetum og leikur sér að 1080p efni, ætti að ráða við leiki eins og Football Manager. Batterý-ið miðað við review er að endast í daily tasks (browse, word, msn) í um tæpa 6 tíma á hleðsu.

Þessa vél er líklega hægt að panta hingað heim á undir 100k, kostar um 400usd úti. Hún var á 120-150þ í Nýherja, virðast breytast tilboðsverðin á henni milli vikna þar.

Re: Skóla Vél

Sent: Lau 11. Jún 2011 01:42
af kjarribesti
Jájá, það er svosem alveg satt hjá þér AntiTrust.

Annars var ég að benda honum á vélar sem eru mjöög öflugar og gætu þá verið notaðar í meira en bara skólann svona upp á gamanið.

Persónulega ef ég vildi tölvu fyrir skólann tæki ég Toshiba tölvuna sem ég benti á vegna þess hversu ódýr hún er en ræður samt við einhverja leiki.

En tek þá til baka þessar vélar þar sem hann vill bara tölvu fyrir Skólann en ekkert annað :o

:-"