Síða 1 af 1
Kaupa Canon vél í USA
Sent: Mið 08. Jún 2011 20:40
af fedora1
Sælir Vaktarar.
Mig langar í td. Canon EOS Rebel T3i 600D. Er að spá í að láta kaupa hana fyrir mig í USA. Eru líkur á að maður lendi í veseni hér heima með að fá þjónustu við hana ?
Væri væntanlega bara í ábyrgð úti, eða er Cannon með global ábyrgð ?
Eitthvað annað sem ég þarf að hafa í huga ?
einn alveg grænn í myndavélum...
Re: Kaupa Canon vél í USA
Sent: Mið 08. Jún 2011 21:12
af einarhr
Sennilega færðu ekki ábyrð á Íslandi fyrir þessa vél, spurning að hafa samband við Nýherja eða Beko og spyrjast fyrir um það.
Hef átt 350D í 4 ár og aldrei bilað, veit ekki mikið um bilanir í SLR myndavélum en efa að það sé mikið um bilanir.
Re: Kaupa Canon vél í USA
Sent: Mið 08. Jún 2011 21:48
af GuðjónR
Hringdu í Nýherja og spurðu, mér finnst líklegt að þeir sjái um eins árs ábyrgðina þar sem þeir eru með umboðið, en hringdu til að vera viss.
Re: Kaupa Canon vél í USA
Sent: Mið 08. Jún 2011 22:10
af Hj0llz
Þar sem Canon eru það stórt merki finnst mér líklegt að þair þurfi að þjónusta árs ábyrgð hérna á Íslandi
Veit um dæmi þar sem aðili keypti Nikon vel úti og ætlaði að láta laga hana innan ábyrgðar hér á landi, honum var tjáð það að ábyrgðin væri bara gild í landinu sem hann keypti vélina.
Hann setti sig í Samband við Nikon úti og þeir sendu e-mail á ábyrgðarverkstæðið hérna á Íslandi.
Í því stóð einfaldlega: Gerið við vélina eða þið missið merkið alfarið.
Hef heyrt sömu sögur um t.d. Sony vörur.
Þannig að þú ættir að fá ábyrgð hér á landi útaf Canon þó að hún sé keypt úti.
Re: Kaupa Canon vél í USA
Sent: Þri 14. Jún 2011 02:34
af Carragher23
Hj0llz skrifaði:
Hef heyrt sömu sögur um t.d. Sony vörur.
.
Akkúrat. Ég keypti einu sinni Sony myndavél hjá BestBuy í USA.
Hún bilaði og Sony hér heima vildi ekki sjá þetta. Ákvað því að senda þeim úti mail og þeir gátu tekið við henni en ég gat ekki sent þetta beint til þeirra ( bestbuy ).
Hversu bjánalegt er það? Ég þurfti að senda þetta til frænku minnar sem býr úti svo hún gæti farið sjálf með hana.
Re: Kaupa Canon vél í USA
Sent: Þri 14. Jún 2011 02:42
af Glazier
Canon vélar keyptar í USA eru með ábyrgð innan USA, gildir ekki á Íslandi.
Það eru ekki miklar líkur á að vera stoppaður í tollinum en samt alltaf séns.