Síða 1 af 1

Operation system not found (Acer fartölva)

Sent: Fim 02. Jún 2011 21:12
af rrenderman
Hæhæ

Var að vinna í tölvunni í dag (Photoshop, Flash), rétt skrepp í burtu í korter, kem til baka og
þá er black-screen á tölvunni sem segir:

Broadcom Base Code PXE-2.1 v1.1.0
PXE-E61: Media test failure, check cable.
PXE-MOF: Exiting Broadcom PXE ROM.
Operation systme not found

Er búnnað restarta henni nokkrum sinnum en en ekkert meira en þessi villu skilaboð

Þetta er Acer Aspire 57eitthvað með Windows 7 .....

Einhverjar hugmyndir hvað er að?

Haldiði að öll gögn séu farin?

Re: Operation system not found (Acer fartölva)

Sent: Fim 02. Jún 2011 21:31
af guttalingur
rrenderman skrifaði:Hæhæ

Var að vinna í tölvunni í dag (Photoshop, Flash), rétt skrepp í burtu í korter, kem til baka og
þá er black-screen á tölvunni sem segir:

Broadcom Base Code PXE-2.1 v1.1.0
PXE-E61: Media test failure, check cable.
PXE-MOF: Exiting Broadcom PXE ROM.
Operation systme not found

Er búnnað restarta henni nokkrum sinnum en en ekkert meira en þessi villu skilaboð

Þetta er Acer Aspire 57eitthvað með Windows 7 .....

Einhverjar hugmyndir hvað er að?

Haldiði að öll gögn séu farin?


Tjaa þetta er slæmt ( to say the least )
Ég held að HDD sé farinn!

Farðu með hana í tölvu-virkni þeir eru snillingar hvað þetta varðar

Re: Operation system not found (Acer fartölva)

Sent: Fim 02. Jún 2011 21:33
af AntiTrust
Getur verið ýmislegt, allt frá lítilli hugbúnaðarvillu yfir í bilaðan harðan disk, þar er því ómögulegt að segja til um hvort gögnin séu í lagi eða ekki.

Re: Operation system not found (Acer fartölva)

Sent: Fim 02. Jún 2011 21:34
af guttalingur
AntiTrust skrifaði:Getur verið ýmislegt, allt frá lítilli hugbúnaðarvillu yfir í bilaðan harðan disk, þar er því ómögulegt að segja til um hvort gögnin séu í lagi eða ekki.


Getur ekki verið hugbúnaðar villa!

Hann finnur ekki HDD annars væri hann ekki að fara í PXE

Re: Operation system not found (Acer fartölva)

Sent: Fim 02. Jún 2011 21:55
af AntiTrust
guttalingur skrifaði:
AntiTrust skrifaði:Getur verið ýmislegt, allt frá lítilli hugbúnaðarvillu yfir í bilaðan harðan disk, þar er því ómögulegt að segja til um hvort gögnin séu í lagi eða ekki.


Getur ekki verið hugbúnaðar villa!

Hann finnur ekki HDD annars væri hann ekki að fara í PXE


Það fer nú bara eftir boot order í BIOS. Ef hann er með PXE á undan HDD í boot orderinu þá kemur þetta í þessari röð.

Re: Operation system not found (Acer fartölva)

Sent: Fim 02. Jún 2011 21:58
af Cascade
Ertu búinn að prófa að boota upp á windows disknum og gera repair?

Re: Operation system not found (Acer fartölva)

Sent: Fim 02. Jún 2011 22:00
af guttalingur
AntiTrust skrifaði:
guttalingur skrifaði:
AntiTrust skrifaði:Getur verið ýmislegt, allt frá lítilli hugbúnaðarvillu yfir í bilaðan harðan disk, þar er því ómögulegt að segja til um hvort gögnin séu í lagi eða ekki.


Getur ekki verið hugbúnaðar villa!

Hann finnur ekki HDD annars væri hann ekki að fara í PXE


Það fer nú bara eftir boot order í BIOS. Ef hann er með PXE á undan HDD í boot orderinu þá kemur þetta í þessari röð.


Ég hef aldrei séð fartölvu sem hefur PXE á undan HDD!

Aldrei!

Re: Operation system not found (Acer fartölva)

Sent: Fim 02. Jún 2011 22:03
af AntiTrust
Bara sallarólegur félagi, maður veit aldrei hvað fólk er búið að fikta/stilla.

@OP

Hlustaðu á diskinn eftir e-rju tikki, eða smelltu honum í aðra vél og sjáðu hvort þú getur opnað hann/keyrt test á honum.

Re: Operation system not found (Acer fartölva)

Sent: Fim 02. Jún 2011 22:05
af guttalingur
AntiTrust skrifaði:Bara sallarólegur félagi, maður veit aldrei hvað fólk er búið að fikta/stilla.

@OP

Hlustaðu á diskinn eftir e-rju tikki, eða smelltu honum í aðra vél og sjáðu hvort þú getur opnað hann/keyrt test á honum.



Rétt með fiktið annars er ég alveg Sallarólegu

Uphrópið var óvart...

Re: Operation system not found (Acer fartölva)

Sent: Fim 02. Jún 2011 22:10
af bulldog
[-o< vonandi verður þetta i lagi [-o<

Re: Operation system not found (Acer fartölva)

Sent: Fös 03. Jún 2011 01:40
af rrenderman
AntiTrust skrifaði:Bara sallarólegur félagi, maður veit aldrei hvað fólk er búið að fikta/stilla.

@OP

Hlustaðu á diskinn eftir e-rju tikki, eða smelltu honum í aðra vél og sjáðu hvort þú getur opnað hann/keyrt test á honum.


Þegar ég kveiki á tölvunni kemur svona látt hljóð frá harðadisknum eins og prentari sé að prenta

svona du-du-di ...du-du-di...du-du-di .... eins og sé verið að skanna eitthvað

Ekki fræga tikkið sem er yfirleitt dauði

Re: Operation system not found (Acer fartölva)

Sent: Fös 03. Jún 2011 01:41
af AntiTrust
Tikk er alltaf slæmt. Ef þér er annt um gögnin hættu þá að reyna og farðu með diskinn beint í gagnbjörgun.

Re: Operation system not found (Acer fartölva)

Sent: Fös 03. Jún 2011 01:47
af rrenderman
AntiTrust skrifaði:Tikk er alltaf slæmt. Ef þér er annt um gögnin hættu þá að reyna og farðu með diskinn beint í gagnbjörgun.


ok takk fyrir það, sé á google að það er nokkur fyrirtæki á Íslandi sem bjarga gögnum.

Helt ég þyrfti að senda diskinn í versta falli til Sviss þar sem menn í hvítum sloppum í lofttæmdu hebergi þyrftu að gera þetta fyrir 1.2 milljón

Re: Operation system not found (Acer fartölva)

Sent: Fös 03. Jún 2011 07:24
af einarhr
rrenderman skrifaði:
AntiTrust skrifaði:Tikk er alltaf slæmt. Ef þér er annt um gögnin hættu þá að reyna og farðu með diskinn beint í gagnbjörgun.


ok takk fyrir það, sé á google að það er nokkur fyrirtæki á Íslandi sem bjarga gögnum.

Helt ég þyrfti að senda diskinn í versta falli til Sviss þar sem menn í hvítum sloppum í lofttæmdu hebergi þyrftu að gera þetta fyrir 1.2 milljón


Ef að það er tikkhljóð í disknum þá eru litlar líkur að það náist af nokkur gögn nema að senda hann erlendis td til Ibas í Noregi. Það eru engin fyrirtæki á Íslandi með svona þjónustu eins og Ibas og því miklar líkur á því að þurfa senda hann erlendis. Ég hef sent nokkrumsinnum til Noregs HDD þegar ég var að vinna í viðgerðum 2007 og þá lá viðgerðarkostnaður í ca 500 þús og má gera ráð fyrir því að það sé um miljón í dag miðað við gengi. Ibas var með samning við Task og Tölvutek og voru þessi fyrirtæki með sérstaka vél frá Ibas sem skannaði diska en í flestum tilvikum þegar um td tikkhljóð var að ræða þá var eina ráðið að senda þá erlendis.

Vona að ég hafi ekki eyðilagt daginn fyrir þér.

Vonum það besta

Re: Operation system not found (Acer fartölva)

Sent: Fös 03. Jún 2011 12:34
af AntiTrust
Síðan hvenær voru Task og Tölvutek með vél frá Ibas? E-ð nýlegt þá?

En ég vill nú samt ekki mála jafn svarta mynd og þú Einar, manni hefur nú oft tekist að bjarga gögnum af tikkandi diskum, það eru til ýmsar 'homemade' lausnir ;)

Re: Operation system not found (Acer fartölva)

Sent: Fös 03. Jún 2011 15:52
af einarhr
AntiTrust skrifaði:Síðan hvenær voru Task og Tölvutek með vél frá Ibas? E-ð nýlegt þá?


Digital Task var með samning við ibas 2007, ég var þjónustustjóri hjá þeim á þessum tíma og var þetta vinsælt en mjög dýrt. Mig minnir að seinna hafi Tölvutek fengið svona vél líka en get ekki svarið fyrir það.

Ibas var með ráðstefnu á Gamla Holiday Inn 2007 eftir að við gerðum samning við þá og var öllum helstu tölufyrirtækjum boðið á kynningu í hálfan dag.

Notuðum vélina lítið í einfaldari gagnabjarganir því það er alltaf lágmarkskostnaður til Ibas að tengja disk í vélina og því gamla góða aðferðin notuð með td Ontrack Easy Recovery. Þegar diskar voru allt að dauðir þá sendum við þá út eftir að vélin staðfesti að hann var bilaður.

Þeir eru með allt að 98% recovery rate hjá Ibas og björguðu meðal annars mikið af gögnum frá fyrirtækjum í td WT Center eftir 9/11. En ég skil að þetta er dýrt, þetta er bara high tech lab sem þeir eru með..
En ég vill nú samt ekki mála jafn svarta mynd og þú Einar, manni hefur nú oft tekist að bjarga gögnum af tikkandi diskum, það eru til ýmsar 'homemade' lausnir ;)

Var ný vaknaður :myballssuck

Já það má reyna ýmislegt td frysta diskinn ofl. :happy

Bara gefast ekki upp og taka því að maður sé skrítin að eiga ekki backup :-k

Það var ekki gaman þegar einn kúnni kom með flakkarann sinn með öllum myndunum af fæðingardeildinni og brúðkaupsferðinni og hann gjörsamlega í döðlum. En það var gaman að sjá sama kúnna 6 vikum seinna með 99% af myndunum á nýjum disk, þó svo að hún væri 500 þús kr fátækari.