Síða 1 af 1

Lenovo N100 3000 - Vélin ræsir óeðlilega (svartur skjár)

Sent: Mán 25. Apr 2011 17:28
af BjarniTS
Þessi vél er skjálaus.

Þessi vél virkaði alltaf fínt tengd í skjá með VGA , en núna er eitthvað annað að frétta með hana.

Þegar ég starta henni upp gefur hún mér bara svartan skjá , viftusnúning og ég heyri í hörðum diski , það virkar að opna/loka geisladrifi.

En vandamálið er semsagt það að skjárinn er alltaf svartur.

Smá info : ástand o.s.f

*Vélin er tengd með straumbreyti sem er stilltur á 20v (universal straumbreytir , hún hefur gefið mér mynd á skjáinn með þessum straumbreyti)

*Vélin er ekki með neinni rafhlöðu.

*Vélin hefur verið prufuð með tveim gerðum af RAM , 1gb og svo annar 2gb kubbur , veit ekki hvort að ram support sé eitthvað dúbíus í þessum vélum en hver veit.

-
Hvað dettur ykkur í hug að gæti verið að angra , og veit einhver um eitthvað sem vert væri að reyna ? , eru einhverjir takkar sem gætu sparkað henni í VGA display mode sem að ég ætti að þurfa að þrýsta á í startinu ?

Öll hjálp vel þegin ,

MBK

Bjarni