Síða 1 af 2

Canon 600D vs Nikon D7000

Sent: Lau 23. Apr 2011 18:29
af GuðjónR
Það vantaði alveg flokk um myndavélar, þannig að ég bætti við farsímana, ef áhugi er fyrir því þá er ekkert mál að vera með sér flokk fyrir myndavélar :)

Það er kominn uppfærslutími á myndavélina, ég var að selja gömlu 400D (fékk 70k) og pælingin er kaupa Canon 600D / T3i Rebel.
Hún er fullkomin "hobbý vél" en held ég hafi ekki þörf fyrir full frame vél. Það sem ég sé sem kost er video-fídusinn í nýju 600D sem gamla 400D hafði ekki.

En svo þurfti kiddi endilega að flækja þetta fyrir mér og sendi mér link á geðveika Nikon D7000.
Hún kostar reyndar 100k meira, en er víst betri í flesta staði og með betri linsu en maxar vídeo á 24fps þegar Canon er með 24/30/60 fps.

Hvað á maður gera...einhverjar reynslusögur af 600D eða D7000 ?

Re: Canon 600D vs Nikon D7000

Sent: Lau 23. Apr 2011 18:43
af worghal
http://www.dpreview.com/reviews/canoneos600d/
ferð á síðu 16-18, setur svo einn af valmöguleikunum í D7000

en miðað við það sem ég sé á mínum skjá, þér er 600D að koma margfalt betur út :)

Re: Canon 600D vs Nikon D7000

Sent: Lau 23. Apr 2011 18:51
af Matti21
Ég fékk mér Canon 550D sem er nákvæmlega sama vélin og 600 fyrir utan skjáinn eftir því sem ég best veit. Snilldar vél.
Canon hafa alltaf verið fremstir með video fítusinn í DSLR og það er helvíti töff að geta tekið 60fps video fyrir Slow-motion stöff. Gæðin eru líka svakalega enda eru svona vélar nánast engöngu notaðar fyrir sjónvarpsþætti í dag og koma meira segja við sögu í mörgum bíómyndum.

Canon vs Nikon er náttúrlega trúarbrögð fyrir mörgu fólki svo það er erfitt að fá góð svör við þessari spurningu. Þú verður algjörlega sáttur sama hvaða vél þú tekur. Ég segi taktu það sem vinir þínir eiga (ef einhverjir eiga ljósmyndavél), gerir það mikklu auðveldara fyrir þig að fá lánaðar linsur sem kosta svakalegann pening og maður heldur alltaf "æji þetta er bara hobbí fyrir mér ég læt kit linsuna duga" en trúðu mér þú munt vilja uppfæra. Færð allt aðra vél í hendurnar þegar þú er kominn með almennilegt gler í hana.

Re: Canon 600D vs Nikon D7000

Sent: Lau 23. Apr 2011 18:59
af GuðjónR
Já 550 og 600 eru víst sama vélin nema "flippskjárinn" er nýr fídus á 600.
Ég sætti mig við kit linsurnar á 400D ... var bæði með 50mm og 200mm sem ég notaði reyndar aldrei.
Kit linsurnar í 550/600 eru víst nokkuð betri.

Re: Canon 600D vs Nikon D7000

Sent: Lau 23. Apr 2011 19:01
af worghal
GuðjónR skrifaði:Já 550 og 600 eru víst sama vélin nema "flippskjárinn" er nýr fídus á 600.
Ég sætti mig við kit linsurnar á 400D ... var bæði með 50mm og 200mm sem ég notaði reyndar aldrei.
Kit linsurnar í 550/600 eru víst nokkuð betri.

það eina sem ég sé nothæft í 400D kit linsunni er reverse macro >_<

Re: Canon 600D vs Nikon D7000

Sent: Lau 23. Apr 2011 19:38
af schaferman
hvor er betri á háu ISO ?

Re: Canon 600D vs Nikon D7000

Sent: Lau 23. Apr 2011 20:37
af emmi
Myndi líka huga að einu, markaðurinn fyrir notaða Canon hluti hérlendis er miklu stærri.

Re: Canon 600D vs Nikon D7000

Sent: Lau 23. Apr 2011 20:39
af worghal
svo er líka spurningin hvort þú eigir mikið af linsum fyrir canon :P

Re: Canon 600D vs Nikon D7000

Sent: Lau 23. Apr 2011 21:33
af GuðjónR
Ég á ekkert af linsum, seldi allt dótið nema töskuna.
Góður punktur með endursöluna.
Ég held ég sé bara ákveðinn, það verður 600D.

Re: Canon 600D vs Nikon D7000

Sent: Lau 23. Apr 2011 21:39
af Krisseh
Sama hér, ég mun fá mer 600D, pælingin á milli 7D, 60D, 600D og 550D, þetta er bara hobbý og er mest að leita af vídeo fídus þá vel ég 600D flip skjár, hærri fps og mun betri hljóðupptaka.

Re: Canon 600D vs Nikon D7000

Sent: Fim 12. Maí 2011 21:23
af GuðjónR
Dótadagur í dag!!!
Fékk Canon 600D áðan ... þvílíkt risastökk frá 400D ... upplausnin, stillingarnar, flippskjárinn og svo aðalatriðið....VIDEO!!!
Pantaði vélina um miðja síðustu viku hjá buy.is
Komin með hana í hendurnar í dag. :happy

Re: Canon 600D vs Nikon D7000

Sent: Fim 12. Maí 2011 21:26
af worghal
áttiru einhverjar skemmtilegar linsur eða tókstu eina með þessari vél :D ?

Re: Canon 600D vs Nikon D7000

Sent: Fim 12. Maí 2011 21:33
af GuðjónR
Átti nákvæmlega ekkert, gamla dótið var 400D með 2x kitlinsum og battery-pack.
Þessi kemur með 1x kit-linsu, er með 16GB Sandisk class 10, 30MBs read/write kort.
Thats it.

Ég hugsa að ég myndi frekar vilja fjárfesta í flassi en annari linsu, hef aldrei náð að grípa myndavélabakteríuna...allaveganna ekki ennþá.
Þessi vél kom mér skemmtilega á óvart, pantaði hana án þess að hafa skoðað hana áður.

Re: Canon 600D vs Nikon D7000

Sent: Fim 12. Maí 2011 21:43
af worghal
mér finnst linsa mikilvægari en flass, þar sem flass getur auðveldlega skemmt myndir ef það er ekki notað rétt við réttar aðstæður.
þanniglega séð áttu ekki að þurfa meira flass en er á vélinni og þá áttu að nota það sem minnst.

Re: Canon 600D vs Nikon D7000

Sent: Fim 12. Maí 2011 22:12
af GuðjónR
Já það segja þetta margir, og líka að kaupa "bjartari" linsu í staðin fyrir að blasta flassið.
En með flassi þá getur maður aðeins stjórnað hvert geislin fer, t.d beint því í 45° uppávið.

Re: Canon 600D vs Nikon D7000

Sent: Fim 12. Maí 2011 22:16
af worghal
í raun þá áttu bara ekkert að vera að nota flass :P

Re: Canon 600D vs Nikon D7000

Sent: Fim 12. Maí 2011 22:33
af emmi
Til hamingju með þetta. Fékk mér sjálfur Canon 60D um daginn, og keypti svo nokkrar notaðar linsur. :)

Re: Canon 600D vs Nikon D7000

Sent: Fim 12. Maí 2011 23:18
af Krisseh
Ég var búin að ákveða að fá mér 600D en eftir smá handleik með báðum vélunum þá varð 60D fyrir valinu með 18-135mm kit linsuni og aukalega 50mm f1.8, get ekki verið meiri sáttari.

Re: Canon 600D vs Nikon D7000

Sent: Fös 13. Maí 2011 00:14
af chaplin
Fullseint comment hjá mér, en þeir sem eru að byrja fara flest allir í Canon, einfaldlega afþví Canon markaðurinn er ódýrari (myndavélar, linsur og aukahlutir) og því miklu ódýrar að uppfæra og auka við búnaðinn. Einnig er ofur þæginlegt að finna notaða hluti fyrir Canon, á meðan það getur hriklega erfitt fyrir Nikon menn.

Ég hef átt 2 x Canon 5D, Canon 400D og Nikon D300.

Elskaði Canon 5D vélarnar, myndirnar voru með geðveikan karakter og skemmtilega þæginleg. 400D einföld og fín amateur vél. Nikon D300 var hrikalega skýr, frábær detail en flóknari en báðar Canon vélarnar + linsurnar voru dýrar!

En þegar þú er farinn að kunna vel á myndavélar og búinn að safna þér nokkum tugi milljóna þá myndi ég alltaf mæla með Nikon. Allt atvinnuljósmyndarar sem ég þekki byrjuðu í Canon (að vísu filmu) en enduðu í Nikon, og það er bara einfalt, Nikon eru yfir höfuð betri að flest öllu leiti og eru með betri linsur.

Gangi þér vel með nýju vélina, verður ekki svikinn enda fær hún frábæra dóma. ;)

Re: Canon 600D vs Nikon D7000

Sent: Fös 13. Maí 2011 00:49
af GuðjónR
worghal skrifaði:í raun þá áttu bara ekkert að vera að nota flass :P

Mikið til í því :)
emmi skrifaði:Til hamingju með þetta. Fékk mér sjálfur Canon 60D um daginn, og keypti svo nokkrar notaðar linsur. :)

Takk fyrir það, og til hamingju sjálfur, 60D er ekkert slor....og nokkar linsur... :happy
daanielin skrifaði:Ég hef átt 2 x Canon 5D, Canon 400D og Nikon D300.
Gangi þér vel með nýju vélina, verður ekki svikinn enda fær hún frábæra dóma. ;)

Takk fyrir það, núna skil ég af hverju þú vissir allt um SD** kortin, allar þessar vélar! :D

Re: Canon 600D vs Nikon D7000

Sent: Fös 13. Maí 2011 07:17
af audiophile
Til hamingju með vélina.

En af hverju varstu að skoða þessar tvær? Þær eru í sitthvorum klassanum. Nikon D7000 er miklu dýrari með fleiri fídusa og er í klassa með með 60D eða 7D. Nikon vélin sem væri sambærileg 600D er D5100.

Re: Canon 600D vs Nikon D7000

Sent: Fös 13. Maí 2011 09:22
af GuðjónR
audiophile skrifaði:Til hamingju með vélina.

En af hverju varstu að skoða þessar tvær? Þær eru í sitthvorum klassanum. Nikon D7000 er miklu dýrari með fleiri fídusa og er í klassa með með 60D eða 7D. Nikon vélin sem væri sambærileg 600D er D5100.


Takk fyrir það, góð spurning hjá þér þetta er eins og að bera saman epli og appelsínur.
Ég var líka að spá í 60D, ástæðan fyrir því að ég var að bera þessar saman var sú að fyrir tilviljun voru þær saman á forsíðunni hjá buy.is og þá datt mér í hug að spyrja kidda hvort Nikon væri sniðugri kostur, fyrst maður væri að eyða svona pening á annað borð í vél sem maður ætti kannski næstu fimm árin.
En eftir miklar pælingar og góðar ráðleggingar frá kidda þá varð 600D ofan á. Margir litlir factorar sem spila inn í þar.
Og ég sé sko ekki eftir þeirri ákvörðun. Nikon eru samt geðveikar vélar líka.

Re: Canon 600D vs Nikon D7000

Sent: Mið 15. Jún 2011 20:01
af schaferman
Auðvitað notar maður flass í svakalega margt bæði inni og úti


http://kristalmynd.weebly.com/

Re: Canon 600D vs Nikon D7000

Sent: Mán 31. Okt 2011 14:49
af pallibj
Til hamingju með myndavélina þína (Canon 600D)
Ég fékk mér eina fyrir stuttu. Bara body því ég átti fyrir EF 18-55, EF 28-80 og EF 75-300 en allar bara svona "amatör" linsur.
En það sem þið eruð að gleyma í umræðunni um muninn á 550D og 600D er að með því að kaupa SpeedLite 320 þá fæst með því þráðlaus flasslausn sem ég held að sé alveg brillíant... ÞEGAR maður þarf á flassi að halda. Annars eru þessar nýju vélar svo ljósnæmar að flassið er eitthvað sem er engin nauðsyn... nema kannski í stúdíóum eða við svoleiðis aðstæður.
Og að hafa Full HD vídeóupptöku er barasta snilld.

Ég er MJÖÖÖÖÖÖÖG ánægður með mína myndavél. Ég átti fyrir Canon 350D sem stóð sig eins og hetja. Búinn að skjóta um 7-8000 ramma á hana og hún klikkaði ekkert. =D>
Sjálfsagt eru Nikon vélarnar góðar líka en ég hef ekki prufað þær. Væri þói til í það.

Re: Canon 600D vs Nikon D7000

Sent: Mán 31. Okt 2011 15:00
af schaferman
flass er einn af nauðsinlegustu hlutunum, líka við útimyndatökur, annars ætti ég nú ekki 8stk af flössum

http://kristalmynd.weebly.com/