Síða 1 af 1

Nýr í Android.. meira

Sent: Mið 20. Apr 2011 15:22
af einsii
Nú er ég að prófa eitthvað nýtt, er búinn að vera með iPhone síðustu 4 árin og kunnað vel við þá.
Var með iPhone 4 núna síðast sem fór í gólfið og skemdist.

En allavega, nú er ég með Sony Ericsson Xperia Arc síma sem keyrir á Android 2,3
Ég er enn að læra á símann og gengur það svona mis vel sérstaklega afþví að hann er meirihlutann af deiginum í hleðslu einhverstaðar. semsagt batterýið er ekki að endast mér daginn einhverra hluta vegna.

Ég er reyndar ekki búinn að hlaða símann nema þrisvar núna og þessvegna kannski enn ekki komin full rýmd á batteríið og ég er líka að fikta eitthvað í honum svona einsog maður gerir við nýtt leikfang.
En samanborið við iPhone 4 þá er batterýið í þessum að endast í mestalagi 1/4 af því sem ég er vanur.
Mér finnst einsog það séu jafnvel einhver forrit sem keyra mikið í bakrunni og spæna upp batterýið þegar síminn er í bið, hef eitthvað lennt í að síminn verður rosalega hægur og það lagast ekki fyrr en ég endurræsi hann.

Það væri gaman að fá upplýsingar frá vönum mönnum um einhver atriði sem tengjast þessu batterýi og fleira,
Tildæmis:

hoppar síminn sjálfkrafa inná wifi þegar það er í boði og þarf ég eitthvað að spá í að kveikja og slökkva á þvi? (gerði það aldrei í iPhone)

keyrir hann endalust forrit í bakrunni eftir að ég opna þau og fer svo út úr þeim með home takkanum og þarf ég þá að slökkva einhverstaðar sérstaklega á þeim?

Styður síminn Push fyrir einsog Faebook, e-mail, og fleira þannig?

Endilega komið með einhvarjar hugmyndir sem koma manni af stað með þetta kerfi ef þið hafið þær.

Og fyrir Apple haters þá er ég ekki að skipta úr iPhone afþví að hann var eitthvað slæmur, frekar er þetta einhver ævintýraþrá og að prófa eitthvað öðruvísi :)

Re: Nýr í Android

Sent: Mið 20. Apr 2011 15:36
af dori
Ef þú ýtir á home takkann heldur forritið áfram að keyra. Þú þarft að nota back takkann til að loka forritinu. Forrit geta samt haldið sér lifandi eftir að þú ferð þannig útúr því.

Þangað til þú lærir betur inná þetta gætirðu prufað að hafa task manager widget sem sýnir hversu mörg tösk eru í gangi.

Android er ekki með samskonar push kerfi og iOS en augljóslega geta forrit notfært sér push í staðin fyrir poll tækni. Það er samt bara hönnuðarins að gera gott forrit og þitt að velja góðu forritin.

Þú getur prufað að nota JuiceDefender eða annað álíka app og séð hvort það bætir eitthvað líftímann hjá þér.

Re: Nýr í Android

Sent: Mið 20. Apr 2011 15:50
af Bioeight
Mikil umræða um þetta hér:
http://forum.xda-developers.com/showthread.php?t=1027396

Þar sem þú ert í Android þá geturðu séð rafhlöðunotkunina þína, er ekki viss hvort þú þarft app fyrir það eða hvort það er innbyggt í Task Manager. Þær tölur um það hvað er að nota rafhlöðuna þína myndu hjálpa við að greina þetta vandamál. Sony Ericsson Xperia Arc á allaveganna ekki að þurfa hleðslu á hverjum degi.

Re: Nýr í Android

Sent: Mið 20. Apr 2011 15:55
af Danni V8
Ég var einmitt að fá mér svona Xperia Arc og það fyrsta sem ég tók eftir var rafhlöðuendingin. Ég er búinn að fikta örlítið í símanum og á fyrstu síðuna í homescreen setti ég öll turn on/off shortcuttin sem voru í boði. Ég slekk alltaf á WiFi og GPS þegar ég er ekki að nota það. Ef þú ferð í Settings > About phone > Battery use þá sérðu hvað er að nota rafhlöðuna. Fyrst þegar ég fékk símann þá var WiFi að taka næstum 50% af rafhlöðunni, þó að ég var ekki tengdur við neitt network. Eftir að ég slökkti á öllu óþarfa draslinu og hætti að fikta í öllu í símanum þá fór rafhlaðan að endast alveg miklu lengur, en samt ekkert rosalega lengi. Síðast dugaði hún 2 og hálfan dag á rafhlöðunni.

Annars er ýmislegt sem mætti virka betur í þessum síma fyrir peninginn sem hann kostaði!

Re: Nýr í Android

Sent: Mið 20. Apr 2011 18:36
af FriðrikH
get líka mælt með Juicedefender, munar alveg ótrúlega miklu um það.

Re: Nýr í Android

Sent: Mið 20. Apr 2011 18:57
af intenz
Í einfaldri mynd: Því meira sem þú notar símann og allt í honum, því meiru eyðir hann. Því meira sem þú ert með í gangi, því hærra brightness sem þú ert með, því oftar sem þú ert í leikjum og einhverju sem reynir á örgjörvann í símanum, því meiru eyðir hann!

Android kerfið er harðkóðað þannig að það slökkvi á forritum sem þú ert ekki búinn að nota í X langan tíma, sem eru að taka of mikið minni o.s.frv. þannig þú þarft ekki að huga að því að slökkva á forritum sjálfur. Kerfið sér um það fyrir þig, þó í undantekningartilfellum eru sum forrit sem keyra alltaf í bakgrunninum. Til dæmis Gmail, sem lætur þig vita ef þú færð póst. Þótt forritið sé ekki í gangi, þá er þjónusta þess í gangi.

Það eru fullt af atriðum sem geta spilað inn í of mikla batteríseyðslu. 3G, WiFi, GPS, Bluetooth, brightness, widgets (t.d. sem synca endalaust), bakgrunnsforrit (sem keyra endalaust í bakgrunninum (t.d. Gmail)), o.s.frv.

Ég mæli með því að setja upp widget (t.d. Power Control widgetið sem fylgir held ég með Android) sem þú notar til að kveikja á 3G/WiFi/GPS/Bluetooth/o.s.frv. þegar þú þarft á því að halda. Ég kveiki t.d. ekki á 3G nema þegar ég þarf á því að halda, bæði upp á batterísendingu að gera og líka bara upp á kostnað. En með hjálp svona widgeta kveiki ég á þessu bara með einum smelli.

Annars er valmöguleiki í Android kerfinu sem gerir það að verkum að ef þú ert með WiFi í gangi og ert ekki að nota símann, þá er það í gangi á fullu og eyðir þvílíku batteríi. En ef þú slekkur á þessum valmöguleika þá fer WiFi í svokallað "sleep mode" og er ekki í gangi þegar síminn er ekki í notkun. Þess vegna mæli ég með því að fara í Settings -> Wireless & networks -> WiFi settings -> smella á option takkann á símanum -> fara í Advanced -> Wi-Fi sleep policy og stilla á "When screen turns off".

Einnig langar mig að benda þér á appið "Juice Plotter" sem sýnir á línulegu grafi á hvaða tímapunkti síminn er að eyða mestu batteríi. Þetta er mjög sniðugt til að prófa sig áfram og finna út hvað það er sem eyðir mest batteríinu. Einnig appið "JuiceDefender" (sami höfundur), sem á að hjálpa símanum að eyða minna batteríi, en þar sem þú ert með Android 2.3 myndi ég ekki mæla með því út af mjög lélegum stuðningi forritsins við þá útgáfu.

Einnig appið aLogcat sem ég nota til þess að athuga hvort eitthvað forritið sé að gera eitthvað sem ég vil ekki að það geri. Ég komst t.d. að því um daginn að eitthvað forrit sem ég setti upp var að senda reglulega stöðucheck yfir netið. Þetta er þessi bakgrunnsþjónusta með endalausri virkni. Hún er slæm og eyðir batteríi. Losaði mig við það.

Annars mæli ég með því að þú rennir í gegnum þessa grein. Hún stiklar á aðalatriðunum sem koma að óhóflegri batteríseyðslu í Android:

http://www.howtogeek.com/howto/25319/co ... tery-life/

Re: Nýr í Android

Sent: Mið 20. Apr 2011 22:41
af einsii
Takk kærlega fyrir svörin, margt gagnlegt hér.
Ég tók aðeins til í símanum áðan og hreinsaði öll widgetin sem komu default út og setti bara inn það sem ég vil nota, batterýs notkun virtist strax skána við það.
Svo leifði ég símanum að klára alveg útaf batterýinu í dag þannig að hann einfaldlega dó og hlóð hann svo alveg upp ekki einusinni í gangi það hjálpar sjálfsagt líka að koma batterýinu í gírinn.
Sá reyndar að síminn hékk á 1% í einhverja klukkutíma í dag þannig að kanski var hann eitthvað að misreikna sig ofaní allt saman :)

Re: Nýr í Android

Sent: Fim 21. Apr 2011 00:32
af kubbur
ekki fara að gera þau mistök að nota task killers af einhverju tagi, eins og einhver benti á hér fyrir ofan var að android kerfið sér sjálft um að slökkva á forritum í bakgrunni, svo til að opna forrit sem þú varst að nota geturðu haldið inni home takkanum, þarft ekki að nota sérstakan task switcher

allavega my 50 cents

Re: Nýr í Android

Sent: Fim 21. Apr 2011 11:33
af wicket
Góðir punktar sem hafa komið inn hér.
Mæli með JuiceDefender og Juiceplotter.

JD slekkur á wifi/3G þegar þú ert ekki að nota símann og leyfir engu appi að fara á netið nema í stutta stund á hverjum klukkutíma skv. default setupinu. Juiceplotter gerir svo ekkert nema að teikna upp hvernig batteríið missir hleðslu, getur verið gott til að sjá hvort að það kemur eitthvað fall á tíma sem þú kannast ekki við að hafa verið að nota símann.

Set að sama skapi +1 við að nota ekki task killera. Google sjálfir segja að þetta geri ekkert nema ógagn nema á eldri útgáfum af Android, þá á útgáfum sem eru 1.5 og 1.6. Taskkillerinn í Android er mjög góður og stýrikerfið á að fá að sjá um þetta alfarið sjálft.

Þú ert að gera rétt með hleðsluna. Það tekur tíma fyrir rafhlöðu að ná 100% hleðslu, sem og að kunna að segja þér nákvæmlega hver staðan er. Alltaf gott með lithium rafhlöður að hlaða þær regluylega þegar þær eru alveg alveg tómar (síminn drepur á sér).

Re: Nýr í Android

Sent: Sun 24. Apr 2011 10:44
af einsii
Annað sem er að pirra mig, þegar iphone er læstur og hringir þá læsir hann sér aftur sjálfur eftir símtalið þannig að eg gat bara stungið honum aftur í vasann án þessa að spá mikið í honum.
En þetta vill androidinn ekki gera heldur bara aflæsir sér eftir símtalið.
Einhver leið að breyta?