Síða 1 af 1

Windows Phone 7

Sent: Þri 12. Apr 2011 09:36
af Stebet
Sælir.

Mig langaði að athuga hverjir ykkar eiga Windows Phone7 og hvernig þið eruð að fíla þá?

Sjálfur á ég LG Optimus 7. Þetta er fyrst snjallsíminn sem ég eignast og ég verð að segja að mér finnst hann algjör snilld. Ég hafði oft skoðað og íhugað iPhone en hann hafði ekki heillað mig so far. Android ekki heldur, mér fannst þeir of "kaotískir" eitthvað, veit ekki hvað það var. Það sem var líka factor var að ég vil geta forritað fyrir símann sjálfur án mikilla vandkvæða (já ég er .NET hóra :)) og það er alveg yndislega auðvelt á WP7 ef maður hefur smá .NET þekkingu.

Það er svo margt annað sem ég fíla líka í botn á þessum síma, hann er mjög smooth og hraður í öllu interactioni, innbyggt contacts sync við Hotmail og Facebook, email sync eins og allir eru með og svo er ég með Zune pass sem er fáránleg snilld. Interfaceið er mjög minimalískt og þægilegt finnst mér. Xbox Live tengingin er líka næs fyrir leikina. Eina sem ég hef út á að setja eins og er er hversu lítið úrval af Apps er til í augnablikinu en þeim fjölgar ansi hratt núna (komin yfir 12.000 í dag held ég).

Re: Windows Phone 7

Sent: Þri 12. Apr 2011 13:32
af kubbur
Xbox live ì símann, hvernig virkar það?

Re: Windows Phone 7

Sent: Þri 12. Apr 2011 13:53
af Stebet
Margir leikirnir eru Xbox live tengdir. Safnar Gamerscore punktum, getur borið saman high-score við Xbox friendsana, skoðað og modifyað avatarinn Xbox Live þinn o.s.frv.

Meira um það hér

Re: Windows Phone 7

Sent: Þri 12. Apr 2011 15:05
af FuriousJoe
Þetta innbyggða contact sync er líka í android (2.1 og upp minnir mig) er með 2.2 og þetta er virkilega næs fítus.

Annars var ég heillaður af W7Phone þar til ég handlék slíkann, þá misti ég áhugann og leist best á Android.

Þetta er bara smekksbundið, iphone, w7phone og android þetta eru allt magnaðir snjallsímar :)

Re: Windows Phone 7

Sent: Þri 12. Apr 2011 15:49
af Stebet
Alveg sammála Maini. Þetta er eiginlega bara smekksatriði. Flestir þessir símar gera svipaða hluti, misvel og hver á sinn hátt en mér sýnist enginn gera allt betur en hinir. Mér finnst bara frábært að það sé komin alvöru samkeppni í þennan markað og verður mjög gaman að fylgjast með þessu á næstu árum.