Síða 1 af 1

Upplýsingar um fartölvu

Sent: Lau 02. Apr 2011 13:24
af ZiRiuS
Halló Vaktarar.

Ég er í smá vandræðum, félagi minn spurði mig um daginn hvort ég gæti kíkt á fartölvuna sína því hún vildi ekki starta sér upp, að sjálfsögðu sagði ég já og náði í tölvuna í gær og þá byrjuðu vandræðin. Þetta er tölva sem ég hef aldrei séð áður og ég kannast ekkert við merkið á henni, tölvan heitir QCI Z500N, ekkert meira. Ég náði að setja tölvuna upp aftur en þá lenti ég í vandræðum með drivera því þetta er WinXP vél og þar sem ég kemst ekki á netið í henni þv í hún er drivera laus þá googlaði ég nafnið og eina sem ég fæ upp er að þetta er sama fyrirtækið sem bjó til $100 vélarnar.

Ég er líka búinn að googla SN númerið og ekkert.

Kannist þið eitthvað við þessa vél eða vitið hvar sé hægt að nálgast drivera fyrir hana.

Þetta er tölva sem er örugglega um 10 ára gömul og hún er búin að flakka mikið á milli svo það eru engir upprunalegir diskar með henni.

Takk fyrir hjálpina.

Re: Upplýsingar um fartölvu

Sent: Lau 02. Apr 2011 15:29
af bulldog
prófaðu að ná í forrit sem heitir Speccy í annarri tölvu og settu á usb lykill og keyrðu það upp í tölvunni. Þá koma upplýsingar um móðurborðið og allt getur svo kíkt eftir því í gegnum goggle hvort að það séu ekki til driverar á síðum framleiðanda.

Gangi þér vel

Bulldog

Re: Upplýsingar um fartölvu

Sent: Lau 02. Apr 2011 15:39
af zdndz
ná í forrit sem finnur driverana fyrir þig,
sbr. Driver Genius Professional Edition
það kostar en getur download-að því af piratebay