Síða 1 af 1

Val á Dell XPS 15 eða XPS17

Sent: Lau 26. Mar 2011 11:30
af minuZ
Ég er að byrja í verkfærði næsta haust og ætla að fara upp færa fartölvuna mín Dell latitude D820 í Dell XPS 17 eða mögulega XPS 15. Er kannski stutt betri vélar frá dell? Ég gæti líka alveg hugsað mér eitthverjar aðrar gerðir, dell hefur bara reynst mér mjög vel. Það væri frábært ef eitthver gæti sagt mér frá reynslu sinni á þessum vélum eða bent mér á aðra vél.

Dell XPS 17 http://ejs.is/Pages/971/itemno/XPS17%252303
Dell XPS 15 http://ejs.is/Pages/971/itemno/XPS15%252304

Re: Val á Dell XPS 15 eða XPS17

Sent: Lau 26. Mar 2011 11:33
af gardar
Ef þú vilt fara með vélina úr húsi þá er 17" allt of stórt.

Re: Val á Dell XPS 15 eða XPS17

Sent: Lau 26. Mar 2011 11:39
af minuZ
Þægilegt við hana að hafa numpad á lyklaborðinu

Re: Val á Dell XPS 15 eða XPS17

Sent: Lau 26. Mar 2011 11:44
af gardar
numpad er fínt, en þú getur líka fengið það á 15" vélum, það er t.d. numpad á 15" vélinni sem ég er að selja. viewtopic.php?f=11&t=36113

Málið er bara að 17" er allt allt of stórt, þekki nokkra sem hafa slysast til að kaupa slíkar vélar. Þeir hafa dröslast með hana úr húsi fyrstu dagana en svo hætt því algerlega... Þetta eru stórar og þungar vélar sem er ekki gott að ferðast með.



Ég myndi persónulega skoða Thinkpad eða ASUS ef ég væri að fara að kaupa mér ferðatölvu.
Thinkpad vélarnar eru rock solid, varla til betra build quality... En þær kosta sitt.

Asus vélarnar eru svo hrikalegar "bang for the buck" vélar. Með gríðar góðum speccum og á fínu verði.

Re: Val á Dell XPS 15 eða XPS17

Sent: Lau 26. Mar 2011 11:49
af minuZ
Ég á eftir að fara og skoða allvega XPS vélarnar þannig að ég sjái stærðina á þeim live

Re: Val á Dell XPS 15 eða XPS17

Sent: Lau 26. Mar 2011 12:19
af blitz
Keypti mér nýja XPS 15 hérna í UK á frekar góðu verði, borgaði 78k ISK fyrir eftirfarandi:

I5-560m
4gb ddr3
500gb
Nvida 420m

Sé ekki eftir þessum kaupum, vélin er pínu hlunkur (gleymdu því að ferðast með 17") en hún er rocksolid, mjög hröð og lyklaborðið frábært!

Re: Val á Dell XPS 15 eða XPS17

Sent: Lau 26. Mar 2011 12:49
af halli7
Bróðir minn er nýbúinn að fá sér 15 tommu xps vélina og hún er algjör snilld.

http://ejs.is/Pages/971/itemno/XPS15%252304

Re: Val á Dell XPS 15 eða XPS17

Sent: Lau 26. Mar 2011 13:05
af hsm
XPS 15 er klárlega málið af þessum vélum. Þú færð þér ekki 17" fartölvu nema að þú sérst með lítið pláss heima hjá þér fyrir borðtölvu.
Ekki fara úr í að kaupa 17" fartölvu sem er á 340.000 kr, enda finnst mér 17" fartölva ekki vera fartölva.

Re: Val á Dell XPS 15 eða XPS17

Sent: Lau 26. Mar 2011 13:44
af minuZ
mér sýnist á þessu að 15" tölvan vera málið.