Síða 1 af 1

Fartölva hætt að keyra sig upp!!

Sent: Mán 21. Mar 2011 18:39
af EldJarn
Daginn, ég er með eytt stykki Acer aspire 9100 sem er löngu fallin úr ábyrgð, eða rúmlega 5 ár síðan. Hún hefur reynst mér virkielga vel og hef ég svoleiðis látið hana fá það óþvegið öll þessi 5 árin, meðal annars hefur þurfti að skipta um lyklaborð, viftu, móðurborð og allt mögulegt í henni.

Hún ofhitnar mjög auðveldlega og viftan aftan á henni er asnalega hávær, að öðru leiti hefur hún verið hin fínasta tölva til að vinna á þangað til fyrir 30 min þegar ég ætlaði að kveikja á henni, en þá kemur upp Bootmenu og svo kemur upp gluggi sem stendur á no bootable CD og svo Restartar hún sér með þessu skemmtilega "Dirrit" " "Dirrit" hljóði í hver skipti, þetta endurtekur sig aftur og aftur og aftur þangað til hún slekkur á sér eftir 2 min, ég kemst inn í BIOSIð á henni en veit ekkert hvað ég á að sjá þar :/


Ég er með Ubuntu 10 uppsett á henni sem hefur reynst mér afskaplega vel, sem betur fer var ég með allt námsefnið inn í Ubuntu One svo það ætti að vera öruggt, vonandi :&
væri samt alveg til í að fá tölvuna mína aftur, allavega getað notað hana fram að sumri þegar maður á pening fyrir nýrri fartölvu.

Haldið þið að þetta sé harðidiskurinn sem hafi gefið sig?, og hvert á ég að fara með hana ef svo er til að láta tékka á henni og hugsanlega laga hana


kv, eldjarn

Re: Fartölva hætt að keyra sig upp!!

Sent: Mán 21. Mar 2011 18:51
af reyndeer
Hvernig er boot order hjá þér í BIOSnum?

Re: Fartölva hætt að keyra sig upp!!

Sent: Mán 21. Mar 2011 18:52
af mundivalur
Virðist vera hdd,er þetta svona hljóð tikk...tikk heyrir þú þetta :-"

Re: Fartölva hætt að keyra sig upp!!

Sent: Mán 21. Mar 2011 18:53
af reyndeer
mundivalur skrifaði:Virðist vera hdd,er þetta svona hljóð tikk...tikk heyrir þú þetta :-"


Það, eða að tölvan sé að reyna að boota af CD/DVD.

Re: Fartölva hætt að keyra sig upp!!

Sent: Mán 21. Mar 2011 20:46
af EldJarn
reyndeer skrifaði:Hvernig er boot order hjá þér í BIOSnum?



Í BIOSnum var þetta í þessari röð, er búinn að breyta því núna og setja Hard Drive sem fyrsta valkost, en það gerist það sama.


CD-ROM/DVD Drive
Hard Drive
Floppy Device - Ekkert floppy device á þessari tölvu
Network boot


Núna slekkur hún einnig á sér eftir 30sec, sama þótt ég sé í BIOSnum eða ekki, furðulegt :/

Re: Fartölva hætt að keyra sig upp!!

Sent: Mán 21. Mar 2011 20:49
af EldJarn
mundivalur skrifaði:Virðist vera hdd,er þetta svona hljóð tikk...tikk heyrir þú þetta :-"



heyri ekki svona hljóð eins og þú lýsir, meira svona "gongk-Dirrit" hljóð sem heyrist, svona eins og heyrist oft þegar maður kveikjir á gömlum tölvum svona hátt boot upp hljóð, held það sé það besta sem ég kemst í að lýsa því :)

Re: Fartölva hætt að keyra sig upp!!

Sent: Mán 21. Mar 2011 21:02
af EldJarn
kanski er þetta einhvað tengt batteríinu, Ég byrjaði aftur að nota það fyrir rúmlega 7-8 mánuðum eftir að það hafði legið kyrt í svona ár, sem stendur var það í "11.7%/100% nýtni" eða sirka 15min batteríending. Tók eftir því að batteríið er hætt að hlaðast, venjulega tekur það svona 10min fyrir appelsínugula ljósið að vera grænt, hún var búin að vera í sambandi í 2 tíma núna og það var enþá appelsínugult.

Ég prufaði að taka batterýið úr en það kemur ekkert svona ljós á tölvunni eins og hún sé tengd við rafmagn.

Það skiptir samt ekki máli þótt ég hafi hana tengda með snúru eða þá aðeins batteríið tengt, hún slekkur alltaf á sér eftir 30sec.