Síða 1 af 1

Notaður iPhone af ebay

Sent: Sun 20. Mar 2011 14:52
af jagermeister
Var ekki klár á því hvert ég átti að setja þetta but here goes.

Þar sem síminn minn er orðinn leiðinlegur var ég að pæla í að fjárfesta í iPhone í gegnum ebay þar sem fólk hérna er að selja notaða 3gs á 80k+. Þarf ég að borga 25.5% + tollgjald fyrir að flytja inn svona síma eða er það öðruvísi á notaðri vöru?

Re: Notaður iPhone af ebay

Sent: Sun 20. Mar 2011 15:05
af Frikkasoft
Þú getur fengið notaðan 3gs á maclantic fyrir minna en 80,

T.d einhver gaur að selja 16GB 3gs á undir 60þ -> http://maclantic.is/spjall/viewtopic.php?t=26645

Re: Notaður iPhone af ebay

Sent: Sun 20. Mar 2011 15:09
af Sphinx
iphone 3gs a 50-55þ bara leita maclantic og barnalandi :)

Re: Notaður iPhone af ebay

Sent: Sun 20. Mar 2011 15:18
af jagermeister
Sphinx skrifaði:iphone 3gs a 50-55þ bara leita maclantic og barnalandi :)



usss hættiði að láta mig líta út fyrir að vera google heftan :sleezyjoe

Re: Notaður iPhone af ebay

Sent: Sun 20. Mar 2011 16:42
af ViktorS
að flytja ipod inn er fáránlega dýrt.

http://www.tollur.is/upload/files/calc_ ... 822%29.htm

Ipod er undir "Hljóðflutningstæki, myndflutningstæki (T.d. iPod) og álagningin allt til samans er 58% :thumbsd

Re: Notaður iPhone af ebay

Sent: Sun 20. Mar 2011 16:53
af Oak
iPod er bara ekki sama og iPhone...

Re: Notaður iPhone af ebay

Sent: Sun 20. Mar 2011 17:51
af hagur
Já þarft alltaf að borga 25,5% vsk + tolla/vörugjöld ef við á og skiptir engu máli hvort hluturinn sem þú ert að flytja inn sé nýr eða notaður.

Re: Notaður iPhone af ebay

Sent: Sun 20. Mar 2011 18:05
af Tiger
Það er ekki tollur né vörugjald af iPhone ! En það er VSK, sama hvort varan sé notuð eða ný af heildarverðinu (kaupverð+sendingarkostnaði)

Re: Notaður iPhone af ebay

Sent: Sun 20. Mar 2011 19:00
af ViktorS
Snuddi skrifaði:Það er ekki tollur né vörugjald af iPhone ! En það er VSK, sama hvort varan sé notuð eða ný af heildarverðinu (kaupverð+sendingarkostnaði)

Já ég las vitlaust ](*,)