Síða 1 af 1
fartölvan hitnar og hitnar
Sent: Sun 06. Mar 2011 14:24
af Dormaster
tölvann er búinn aðvera lengi í 30°-40° og svo allt i einu rýkur örgjörvinn og móðurborðið í 90°.
það er ekkert undir henni og húnnær vel að anda en hún hitnar og hitnar., veistu um eitthvað TIP sem ætti að geta lækkað hitann á tölvunni ?
Re: fartölvan hitnar og hitnar
Sent: Sun 06. Mar 2011 14:27
af atlif
rykhreinsa?
Re: fartölvan hitnar og hitnar
Sent: Sun 06. Mar 2011 14:32
af vidirz
Fartölvan mín ofhitnaði þegar ég prófaði að spila leik í hæstu gæðum í 2-3 klukkutíma, hún rauk upp í 85 gráður og síðan slökkti ég á henni og lét hana kólna. Síðan þegar ég reyndi að kveikja á henni aftur þá gat ég það ekki
R.I.P.
Passaðu þig að láta ekki tölvuna fara mikið yfir 80°
Re: fartölvan hitnar og hitnar
Sent: Sun 06. Mar 2011 16:03
af Dormaster
vidirz skrifaði:Fartölvan mín ofhitnaði þegar ég prófaði að spila leik í hæstu gæðum í 2-3 klukkutíma, hún rauk upp í 85 gráður og síðan slökkti ég á henni og lét hana kólna. Síðan þegar ég reyndi að kveikja á henni aftur þá gat ég það ekki
R.I.P.
Passaðu þig að láta ekki tölvuna fara mikið yfir 80°
ég slökkti einmitt á henni og hún er var ekkert smá lengi að kvikna á henni :/
Re: fartölvan hitnar og hitnar
Sent: Sun 06. Mar 2011 18:13
af vidirz
ætli þetta sé ekki bara vírus sem er í tölvunni? Kannski væri best að vírus scanna hana eða formatta tölvuna.
Re: fartölvan hitnar og hitnar
Sent: Sun 06. Mar 2011 18:32
af bixer
ég er einmitt að lenda í hrikalegum hitavandamálum með gamla dell fartölvu. ég hef reynt að rykhreinsa en ég held að ég þurfi að formata, það gæti verið mikið af forritum í gangi í bakgrunni hjá þér sem eru að valda hita...
Re: fartölvan hitnar og hitnar
Sent: Sun 06. Mar 2011 18:56
af Dormaster
vidirz skrifaði:ætli þetta sé ekki bara vírus sem er í tölvunni? Kannski væri best að vírus scanna hana eða formatta tölvuna.
Jaaa aetli eg formatti hana bara ekki
Re: fartölvan hitnar og hitnar
Sent: Sun 06. Mar 2011 19:01
af Daz
Ef þú ert með vírus þá er nú eðlilegra að skanna vélina, hitt er eins og að höndla kvef með því að höggva af sér hausinn og líma nýjan á.
Annars væri það ansi magnaður vírus sem getur bæði sett CPU álag á vélina (án þess að þú hafir tekið eftir því, því þú minntist ekkert á neinn hægagang), sem og lækkað viftuhraðann á kælingunni.
Er ekki bara mögulegt að kæliviftan hjá þér sé dauð?
Re: fartölvan hitnar og hitnar
Sent: Sun 06. Mar 2011 20:10
af dori
Tékka á að viftan virki almennilega og að skipta um kælikrem (og hreinsa allt í leiðinni) myndi ég halda að væri augljósasta fyrsta skref.