Síða 1 af 2

Ég veit ekki hvert þetta á að fara: Hreinsa fartölvu

Sent: Fös 04. Mar 2011 10:30
af thegirl
Anyways þá er ég að reyna að fara með fartölvuna mína í allsherjarinnar make up og ég ætla að setja w7 inn á hana og vonandi í sumar að uppfæra ram ef það væri sniðugt og svona en þá fór ég að pæla í að það heyrist alveg ágætlega í viftunni. Er hún ekki bara uppfull af ryki og ógeði?

Hvernig myndi ég taka hana í sundur og þrífa hana? :oops:

Re: Ég veit ekki hvert þetta á að fara: Hreinsa fartölvu

Sent: Fös 04. Mar 2011 10:40
af Eiiki
Lang sniðugast að láta þetta í hendur fagmanna, það getur verið stórmál að taka í sundur og setja saman fartölvu ef þú ætlar að taka hana í alsherjar hreinsun :).
http://pcrepair.cjb.net/ Þessi hefur reynst mér vel, ódýr, góður og öruggur. Kannski er einhver vaktari sem er tilbúinn að gera þetta fyrir þig á lægra verði.

Re: Ég veit ekki hvert þetta á að fara: Hreinsa fartölvu

Sent: Fös 04. Mar 2011 10:43
af Legolas
Það er misjaft eftir vélum en ég skal gera þetta fyrir þig fyrir 10 stóra Tuborg :happy :beer
s: 898 2461

Re: Ég veit ekki hvert þetta á að fara: Hreinsa fartölvu

Sent: Fös 04. Mar 2011 10:47
af thegirl
Legolas skrifaði:Það er misjaft eftir vélum en ég skal gera þetta fyrir þig fyrir 10 stóra Tuborg :happy :beer
s: 898 2461



ég drekk ekki áfengi:P þannig að hve mikið er það sirka segiru?

Re: Ég veit ekki hvert þetta á að fara: Hreinsa fartölvu

Sent: Fös 04. Mar 2011 10:48
af thegirl
Eiiki skrifaði:Lang sniðugast að láta þetta í hendur fagmanna, það getur verið stórmál að taka í sundur og setja saman fartölvu ef þú ætlar að taka hana í alsherjar hreinsun :).
http://pcrepair.cjb.net/ Þessi hefur reynst mér vel, ódýr, góður og öruggur. Kannski er einhver vaktari sem er tilbúinn að gera þetta fyrir þig á lægra verði.


já 4000 er alveg nokkuð gott verð. en er hann fagmaður þessi náungi?

Re: Ég veit ekki hvert þetta á að fara: Hreinsa fartölvu

Sent: Fös 04. Mar 2011 10:59
af beggi90
Ef þú hefur gaman af því að fikta og taka hluti í sundur mæli ég með að gera þetta sjálfur.
Miserfitt að taka ferðatölvurnar í sundur og svo þarftu auðvitað að kaupa brúsa af lofti.
Þannig ef þetta er ekki þitt hobby þá myndi ég láta fagmann gera þetta.

Btw. stundum þarf að taka tölvuna allsvakalega í sundur til að komast í viftuna svo þú gætir lent í því að gleyma að setja eitthvað í samband aftur, t.d hátalara
Þannig ef þú ákveður að gera þetta doublechecka þegar þú setur hana saman að þú hafir sett allt í samband aftur.

Re: Ég veit ekki hvert þetta á að fara: Hreinsa fartölvu

Sent: Fös 04. Mar 2011 11:03
af thegirl
beggi90 skrifaði:Ef þú hefur gaman af því að fikta og taka hluti í sundur mæli ég með að gera þetta sjálfur.
Miserfitt að taka ferðatölvurnar í sundur og svo þarftu auðvitað að kaupa brúsa af lofti.
Þannig ef þetta er ekki þitt hobby þá myndi ég láta fagmann gera þetta.

Btw. stundum þarf að taka tölvuna allsvakalega í sundur til að komast í viftuna svo þú gætir lent í því að gleyma að setja eitthvað í samband aftur, t.d hátalara
Þannig ef þú ákveður að gera þetta doublechecka þegar þú setur hana saman að þú hafir sett allt í samband aftur.



já ég hef mjög gaman að því og vil læra.. en ég vil bara ekki klúðra neinu. væri ekki sniðugast að fá fagmann til að gera þetta með manni? eða er þetta ekkert flókið?

Re: Ég veit ekki hvert þetta á að fara: Hreinsa fartölvu

Sent: Fös 04. Mar 2011 11:04
af Pandemic
Mynd
Virðist vera frekar einfalt á þessu tiltekna módeli, tekur bara plötuna af sem er hægramegin og hreinsar svo viftuna með þrýstilofti.
setja bara puttan létt á viftuspaðana á meðan þú notar þrýstiloftið, það er ekki hollt fyrir viftur að free spina.

Re: Ég veit ekki hvert þetta á að fara: Hreinsa fartölvu

Sent: Fös 04. Mar 2011 11:12
af thegirl
Pandemic skrifaði:Mynd
Virðist vera frekar einfalt á þessu tiltekna módeli, tekur bara plötuna af sem er hægramegin og hreinsar svo viftuna með þrýstilofti.
setja bara puttan létt á viftuspaðana á meðan þú notar þrýstiloftið, það er ekki hollt fyrir viftur að free spina.



haha vá ég hlýt að vera pirrandi en hvar fæ ég þrýstilof :oops:
og takk kærlega fyrir hjálpina pandemic og hinir :)

Re: Ég veit ekki hvert þetta á að fara: Hreinsa fartölvu

Sent: Fös 04. Mar 2011 11:14
af Plushy
thegirl skrifaði:
Pandemic skrifaði:Mynd
Virðist vera frekar einfalt á þessu tiltekna módeli, tekur bara plötuna af sem er hægramegin og hreinsar svo viftuna með þrýstilofti.
setja bara puttan létt á viftuspaðana á meðan þú notar þrýstiloftið, það er ekki hollt fyrir viftur að free spina.



haha vá ég hlýt að vera pirrandi en hvar fæ ég þrýstilof :oops:
og takk kærlega fyrir hjálpina pandemic og hinir :)


nánast öllum tölvuverslunum

Re: Ég veit ekki hvert þetta á að fara: Hreinsa fartölvu

Sent: Fös 04. Mar 2011 11:17
af Klemmi
Stelpa? Á þessu spjallborði? Ég kann ekkert að haga mér í kringum stelpur... ég er farinn í frí.

Re: Ég veit ekki hvert þetta á að fara: Hreinsa fartölvu

Sent: Fös 04. Mar 2011 11:17
af beggi90
thegirl skrifaði:já ég hef mjög gaman að því og vil læra.. en ég vil bara ekki klúðra neinu. væri ekki sniðugast að fá fagmann til að gera þetta með manni? eða er þetta ekkert flókið?


Mér finnst þetta ekki flókið en þú verður samt að passa þig á nokkrum hlutum, eins og Pandemic tók fram "setja bara puttan létt á viftuspaðana á meðan þú notar þrýstiloftið"
Muna hvaða skrúfur fara hvert, ekki þröngva skrúfum á staði sem þær passa ekki og svona common sense.

Ef annars geturðu googlað service manual á tölvuna og séð hvernig hún er tekin í sundur og ákveðið þig svo.
Oftast er þetta einfalt.

Re: Ég veit ekki hvert þetta á að fara: Hreinsa fartölvu

Sent: Fös 04. Mar 2011 11:18
af Pandemic
EKKI týna skrúfunum

Re: Ég veit ekki hvert þetta á að fara: Hreinsa fartölvu

Sent: Fös 04. Mar 2011 11:21
af thegirl
Klemmi skrifaði:Stelpa? Á þessu spjallborði? Ég kann ekkert að haga mér í kringum stelpur... ég er farinn í frí.


hahah er það sjaldséð?

ég er að reyna að læra á þetta og verða eins og þið hérna einhverntímann:) give me time. hehe

og pandemic já ég skal reyna að týna ekki skrúfunum:P
hvað gerir þetta þrýstiloft? blæs það á spaðann og af hverju þarf ég að vera með puttann á því?

Re: Ég veit ekki hvert þetta á að fara: Hreinsa fartölvu

Sent: Fös 04. Mar 2011 11:22
af beggi90
Pandemic skrifaði:EKKI týna skrúfunum


Það týnist alltaf ein :(

Re: Ég veit ekki hvert þetta á að fara: Hreinsa fartölvu

Sent: Fös 04. Mar 2011 11:23
af beggi90
thegirl skrifaði:
Klemmi skrifaði:Stelpa? Á þessu spjallborði? Ég kann ekkert að haga mér í kringum stelpur... ég er farinn í frí.


hahah er það sjaldséð?

ég er að reyna að læra á þetta og verða eins og þið hérna einhverntímann:) give me time. hehe

og pandemic já ég skal reyna að týna ekki skrúfunum:P
hvað gerir þetta þrýstiloft? blæs það á spaðann og af hverju þarf ég að vera með puttann á því?


Blæs rykið í burtu, og þú þarft að vera með puttan á viftunni svo hún snúist ekki of hratt og skemmi legurnar.

Re: Ég veit ekki hvert þetta á að fara: Hreinsa fartölvu

Sent: Fös 04. Mar 2011 11:47
af gardar
Það þarf alveg freeeeeeekar mikinn hraða til þess að skemma legur á svona viftum. Þú þarft ekki að hafa neinar áhyggjur þótt hún snúist smá hjá þér með þrýstilofti

Re: Ég veit ekki hvert þetta á að fara: Hreinsa fartölvu

Sent: Fös 04. Mar 2011 11:48
af Daz
Klemmi skrifaði:Stelpa? Á þessu spjallborði? Ég kann ekkert að haga mér í kringum stelpur... ég er farinn í frí.


Það eru engar stelpur á internetinu, nema ég. Einu aðilarnir sem myndu flagga kvennkyni sínu svona rosalega eru annaðhvort sveittir fertugir karlar, eins og ég, eða bara seldar í kjötborðinu í nóatúni.

Re: Ég veit ekki hvert þetta á að fara: Hreinsa fartölvu

Sent: Fös 04. Mar 2011 11:51
af beggi90
gardar skrifaði:Það þarf alveg freeeeeeekar mikinn hraða til þess að skemma legur á svona viftum. Þú þarft ekki að hafa neinar áhyggjur þótt hún snúist smá hjá þér með þrýstilofti


Kannski er maður bara vanur þessu enda nota ég venjulega pressu :)
Better to be safe than sorry

Re: Ég veit ekki hvert þetta á að fara: Hreinsa fartölvu

Sent: Fös 04. Mar 2011 11:52
af k0fuz
Klemmi skrifaði:Stelpa? Á þessu spjallborði? Ég kann ekkert að haga mér í kringum stelpur... ég er farinn í frí.

:lol:

gardar skrifaði:Það þarf alveg freeeeeeekar mikinn hraða til þess að skemma legur á svona viftum. Þú þarft ekki að hafa neinar áhyggjur þótt hún snúist smá hjá þér með þrýstilofti

Rétt, ég hef oft bara látið vaða svona nett í vifturnar, sumsé ekki halda mikið inni bara svona pikka, allt í góðu með þær.. og ég nota loftþrýstikút niðrí geymslu hjá mér (töluvert öflugra en einhver loftbrúsi..)

gangi þér vel

Re: Ég veit ekki hvert þetta á að fara: Hreinsa fartölvu

Sent: Fös 04. Mar 2011 11:52
af gardar
beggi90 skrifaði:
gardar skrifaði:Það þarf alveg freeeeeeekar mikinn hraða til þess að skemma legur á svona viftum. Þú þarft ekki að hafa neinar áhyggjur þótt hún snúist smá hjá þér með þrýstilofti


Kannski er maður bara vanur þessu enda nota ég venjulega pressu :)
Better to be safe than sorry



http://www.youtube.com/watch?v=lFBw87shYr0

:)

En svo er náttúrulega annað mál, að það er eflaust auðveldara að þrífa hvern spaða fyrir sig þegar viftan er stopp.

Re: Ég veit ekki hvert þetta á að fara: Hreinsa fartölvu

Sent: Fös 04. Mar 2011 11:57
af Pandemic
gardar skrifaði:
En svo er náttúrulega annað mál, að það er eflaust auðveldara að þrífa hvern spaða fyrir sig þegar viftan er stopp.

x2

Re: Ég veit ekki hvert þetta á að fara: Hreinsa fartölvu

Sent: Fös 04. Mar 2011 12:43
af Frost
Ég og einn félagi minn gerðum þetta saman með mína tölvu og var það frekar auðvelt þar sem við fundum video þar sem sýnt var hvernig tölvan er tekin í sundur part fyrir part og það hjálpaði ekkert smá mikið.

Re: Ég veit ekki hvert þetta á að fara: Hreinsa fartölvu

Sent: Fös 04. Mar 2011 12:52
af Eiiki
Klemmi skrifaði:Stelpa? Á þessu spjallborði? Ég kann ekkert að haga mér í kringum stelpur... ég er farinn í frí.

hahahaha ég hló :lol:

Re: Ég veit ekki hvert þetta á að fara: Hreinsa fartölvu

Sent: Fös 04. Mar 2011 12:55
af Klaufi
Ef þetta er Xps m1330 vélin þín (vitna í annan þráð), þá er þetta auðvelt ;)

Hef gert þetta nokkrum sinnum og get gert þetta fyrir þig ef þú vilt.