Er að velta fyrir mér hvað svona kælistandar gera mikið fyrir frammistöðu tölvunar?
Er hér einhverjir sem tala af reynslu??
KV. Anakin
"Fartölvukælistandur"
Re: "Fartölvukælistandur"
Ég keypti mér einn svona fyrir stuttu
Coolermaster Notepal U2
Er með vifturnar tvær þannig að þær blási undir tölvuna vinstra meginn því skjákortið og viftan í tölvunni er þar. Þetta svæði var farið að vera sjóðandi heitt en er núna mikið mun skárra. Standurinn sjálfur er í rauninni að gera mikið því hann loftar vel undir inntakið á viftunni, sting svo viftunum í samband þegar ég fer að spila leiki eða horfa á bíómyndir.
Coolermaster Notepal U2
Er með vifturnar tvær þannig að þær blási undir tölvuna vinstra meginn því skjákortið og viftan í tölvunni er þar. Þetta svæði var farið að vera sjóðandi heitt en er núna mikið mun skárra. Standurinn sjálfur er í rauninni að gera mikið því hann loftar vel undir inntakið á viftunni, sting svo viftunum í samband þegar ég fer að spila leiki eða horfa á bíómyndir.
Re: "Fartölvukælistandur"
Hvernig fartölvu ertu með? Hvernig notarðu tölvuna?
Það fer rosalega mikið eftir því. Ef hún er t.d. að hitna mikið sitjandi á sléttu borði gæti það borgað sig að fá sér eitthvað viftugarg en þá ertu samt ekki að leysa vandamálið sem er að tölvan hitnar alltof mikið. Það væri rosalega fín hugmynd að byrja á að láta rykhreinsa og skipta um kælikrem (ef tölvan er meira en 1 árs, annars er ólíklegt að það sé vandamál). Ef tölvan hitnar mikið af því að þú ert með hana uppí rúmi eða eitthvað slíkt þá er mjög góð byrjun að reyna að hafa alltaf slétt undir henni. Ég nota alltaf bækur í það.
Það fer rosalega mikið eftir því. Ef hún er t.d. að hitna mikið sitjandi á sléttu borði gæti það borgað sig að fá sér eitthvað viftugarg en þá ertu samt ekki að leysa vandamálið sem er að tölvan hitnar alltof mikið. Það væri rosalega fín hugmynd að byrja á að láta rykhreinsa og skipta um kælikrem (ef tölvan er meira en 1 árs, annars er ólíklegt að það sé vandamál). Ef tölvan hitnar mikið af því að þú ert með hana uppí rúmi eða eitthvað slíkt þá er mjög góð byrjun að reyna að hafa alltaf slétt undir henni. Ég nota alltaf bækur í það.