Síða 1 af 1

Það helltist kók yfir lyklaborð fartölvunnar.

Sent: Mið 23. Feb 2011 21:47
af skrifbord
Lenti í því sem hefur jú gerst hjá öðrum og mér áður með venjulega tölvu.
málið er að það helltist kók (jú jú sá óþverri) á lyklaborð dell fartölvunnar minnar. Síðan þá virkar hún stundum og stundum ekki og á milli tekur hún völdin sjálf og opnar möppur og gerir bara það sem hún vill og sumt verður óvirkt fyrir mig. Notaði lengi vel venjulegt lyklaborð, gekk um tíma en svo fór hún að taka sjálf völdin. Hvernig laga ég þetta?

Re: SLYS

Sent: Mið 23. Feb 2011 21:51
af lukkuláki
skrifbord skrifaði:Lenti í því sem hefur jú gerst hjá öðrum og mér áður með venjulega tölvu.
málið er að það helltist kók (jú jú sá óþverri) á lyklaborð dell fartölvunnar minnar. Síðan þá virkar hún stundum og stundum ekki og á milli tekur hún völdin sjálf og opnar möppur og gerir bara það sem hún vill og sumt verður óvirkt fyrir mig. Notaði lengi vel venjulegt lyklaborð, gekk um tíma en svo fór hún að taka sjálf völdin. Hvernig laga ég þetta?


Sennilega er best að aftengja lyklaborðið sem er í fartölvunni eða setja nýtt ?

Re: SLYS

Sent: Mið 23. Feb 2011 22:04
af skrifbord
jamm ok takk svarið. en ég kann ekkert á innbyrði tölva, bara að nota þær :)

hef verið að hugsa mér að selja hana bara svona, hef dokku með og allt. en spurning, haldið þið að einhver myndi kaupa þannig?

Re: SLYS

Sent: Mið 23. Feb 2011 22:06
af lukkuláki
Já já margir sem kaupa þannig byrjum á þessu, hvernig tölva er þetta .... Dell ég veit það en hvaða týpa af Dell ? :)

Re: Það helltist kók yfir lyklaborð fartölvunnar.

Sent: Fim 24. Feb 2011 20:11
af skrifbord
Jamm hef nú fundið út specca og annað yfir tölvuna :

Rúmmlega 5 ára gömul. Það fylgir henni einnig dockstöð.

Specs:
LATITUDE D800, PENTIUM M 735 (1.7GHZ/600MHZ)
2.0GB 266MHZ DDR MEMORY (2X1024MB)
60GB (5400RPM) 9.5MM IDE HARD DRIVE)
15.4" Wide UXGA (1920x1200)
8X DVD+RW DRIVE
NVIDIA GEFORCE FX GO5650 128
INTEL PRO WIRELESS 2200 802.11B/G

t.d linkur :
http://www.laptopreviewsonline.com/Dell ... itudeD800/

annars gúggla bara.

Re: Það helltist kók yfir lyklaborð fartölvunnar.

Sent: Fim 24. Feb 2011 20:20
af biturk
skal taka hana á 5 kall :beer

Re: Það helltist kók yfir lyklaborð fartölvunnar.

Sent: Fim 24. Feb 2011 20:25
af Hvati
Best er að halda vökvum i ýmsum opnum ílátum frá flestum raftækum :sleezyjoe. Geturu ekki bara fjarlægt takkana og hreinsað allt með einhverju, vatni, ísóprópanóli, alkóhóli og eyrnapinnum? Hef gert það meðlyklaborð sem eru með svona scissor tökkum, tekur frekar mikinn tíma og það er létt að brjóta ýmsa pinna, svo það er best að passa sig...

Re: Það helltist kók yfir lyklaborð fartölvunnar.

Sent: Fim 24. Feb 2011 20:33
af skrifbord
Hef nú grun um að ég ætti að geta fengið 5kall fyrir dokkuna sjálfa

Re: Það helltist kók yfir lyklaborð fartölvunnar.

Sent: Fim 24. Feb 2011 20:40
af skuggi81
hæ ég átti fartölvu þar sem það sama kom fyrir sirka 2 ár síðan það gerðist.

ég lét bara skipta um lyklaborð og lét gera það á verkstæði heildar viðgerð upp á sirka 5þúsund þá. semsagt eitthver lámarks vinna við þetta plús lyklaborð sem kostar 2-4 þúsund krónur. reyndar ertu með gamla tölvu svo gætir verið smá bið eftir varahlutum. En svo er bara spuring hvort ekki sé kominn tíma til að fara að uppfæra tölvunna:) fá ser nýja það er að segja.

Re: Það helltist kók yfir lyklaborð fartölvunnar.

Sent: Fim 24. Feb 2011 20:43
af skrifbord
Er að fara fá mér aðra ákkúrat í nótt búin að ganga frá samningi, þannig ætla fara koma þessari bara í sölu. En finnst fimm þúsund fyrir hana og dokkuna full lítið. Gott ef verðlöggur kæmu mér til hjálpar hvað ég gæti sett á þessa vél.

Re: Það helltist kók yfir lyklaborð fartölvunnar.

Sent: Fim 24. Feb 2011 21:05
af Littlemoe
Ég lenti í þessu með laptoppinn minn missti alveg örugglega um 300 ml af coke niður og allt ofaní lyklaborðið.
Það sem ég gerði var að ég átti um hálfan líter af spritti og ég setti það í fat og skrúfaði lyklaborðið úr tölvunni, setti það í fatið og baðaði það vel og lengi í sprittinu og ýtti oft á alla takkana.
Síðan setti ég það í þurrkun á heitum ofni í 3-4 daga og það var eins og nýtt á eftir!
\:D/

Ástæðan fyrir sprittinu er sú að það skemmir ekki rafrásir eins og vatn getur gert og gufar miklu hraðar upp.

Lenti líka í þessu með G11 lyklaborðið mitt en það er svo skemmtilegt system á þeim að það var ekkert vandamál.

Re: Það helltist kók yfir lyklaborð fartölvunnar.

Sent: Fim 24. Feb 2011 21:17
af reyndeer
Finn til með þér :( ég hellti jarðaberjavíni yfir numpad hlutann á lyklaborðinu mínu, ekki gaman, allt sticky...

Re: Það helltist kók yfir lyklaborð fartölvunnar.

Sent: Fim 24. Feb 2011 21:18
af Plushy
1920x1200 upplausn O.o