Síða 1 af 1

SMS appið í HTC Desire

Sent: Sun 20. Feb 2011 23:34
af arontrausta
Sælir

Þið sem eruð með HTC Desire, hafiði lent í vandamálum með SMS appið?

Hjá mér sýnir það ekki contact nafnið, heldur bara númerið sjálft. Þetta gerist ef það er ekki +354 fyrir
framan númerið í símaskránni, ef það er, þá kemur bæði nafn og mynd.

Einhver annar lent í þessu? Nenni eiginlega ekki að rúlla gegnum símaskránna mína og bæta +354 fyrir
framan öll númer.. Ég er búinn að prófa önnur sms öpp og það er sama vandamál í þeim öllum

Re: [Howto] Hvernig ég gerði Desire að draumasímanum.

Sent: Mán 21. Feb 2011 08:55
af steinarorri
Já, var með vesen. Endaði á að setja +354 fyrir framan öll númer (there's an app for that... þarft ekki að gera það sjálfur)
Man bara ómögulega hvað appið heitir.

Re: SMS appið í HTC Desire

Sent: Mán 21. Feb 2011 10:00
af Pandemic
Ég installaði bara Handcent, lagar böggið og er miklu þæginlegri client.

Re: SMS appið í HTC Desire

Sent: Mán 21. Feb 2011 12:21
af arontrausta
Þetta vandamál var í öllum SMS öppum hjá mér allavegna, líka Handcent.

En ég leitaði af appi fyrir þetta; https://market.android.com/details?id=c ... rch_result

Takk kærlega fyrir ábendinguna!

Re: SMS appið í HTC Desire

Sent: Mán 21. Feb 2011 12:47
af Carragher23
Ég var í sama basli, líka með Handcent.

Í fyrstu þegar ég installaði handcent þá var það frábært... fyrir utan að það crassaði í sífellu.

Svo eftir nýjustu uppfærslu, hætti það að crassa en flest nöfn duttu út. Virkilega pirrandi!

Ætla að prufa þetta number fix