axyne skrifaði:Mér finnst ofmetið að ferðavél þurfi að endast eitthvað lengi.
Afhverju ekki kaupa einhverja ódýra Acer vél sem ræður við það sem þú þarft.
Endingartími á rafhlöðum er almennt ekkert sérstakur(fer þó eftir týpum), oftast byrjað að dala eftir 1 ár og orðin kannski 30 mín eftir 2 ár. rándýrt að kaupa nýja.
Ég keypti ódýrustu fartölvunna sem ég fann fyrir konuna á sínum tíma þegar hún fór í nám.
Acer tölva með 15,4" skjá sem kostaði 49 þús! síðan notaði ég hana sjálfur þegar ég fór í nám og var alveg feikinóg fyrir Word, Excel og Internetið. Nú eru liðið 2 ár og 7 mánuðir.
Eftir námið hefur hún fengið að vera stofutölvan og ræður fínt við 720p myndir.
Ekki kaupa eitthvað sem þú þarft ekki!
Þú ofmetur ekki hlut, sem borgar sig upp með endingu og gæðum. Afhverju ekki að eyða 200.000 kr í eina góða (dæmi) IBM vél sem endist þér líklega 4-6 ár og rafhlaðan 2 ár með góðu móti, í staðinn fyrir að kaupa ódýra Acer vél sem þú þarft í rauninni að kaupa tvisvar á sama tíma og þú átt eina IBM vél.
Ég er með 2 ára 9cell IBM rafhlöðu og er að ná 85% af upprunalegri hleðslu, eða tæpum 5 tímum á T60 vélinni minni. Í dag er komin revised útgáfa af þessari rafhlöðu sem á að geta gefið mér 8 tíma endingu ný. Vélin mín er jafngömul, eða um 2 ára og lítur út eins og ný, aldrei slegið feilslag, ekki vottur af sveigjanleika hvorki í body, skjá né lyklaborði, sem er talsvert annað en má segja um margar low budget vélar sem eru margar orðnar regnbogalagaðar eftir ársnotkun, farið að chippast úr plastbody-inu hér og þar, skjálamir orðnar lélegar og flimsy, takkar á lyklaborði farnir að poppa af.. Þú skilur hvað ég er að fara.
Þegar verslað er skólatölvu eru nokkur atriði sem þarf að hafa í huga :
A) Ending. Þarna á ég bæði við heildarendingartíma sem og endingartíma á rafhlöðum. Þarna hafa low budget vélar verið að skila vægast sagt lélegum afsköstum, 2-3tímar max á glænýju batterý, sem er oft orðið 15-30mín eftir ár eða minna.
B) Áreiðanleiki. Þú vilt ekki missa tölvuna þína 1x á önn í viðgerð = EKKI kaupa low budget vél.
C) Gæði. Þú vilt ekki tölvu sem bognar ef hún er tekin vitlaust upp eða þolir illa ferðalög og skólastúss, í og úr töskum og á milli stofa allan daginn.
Að versla dýra hluti er oftar en ekki ódýrara til lengdar en að versla ódýra hluti.