3G á Íslandi
Sent: Fim 06. Jan 2011 01:14
3G þróunin hér á landi er slæm - öllu heldur engin.
Tökum lauflétt dæmi. Snjallsímaframleiðendur eru hættir að framleiða síma með raufum fyrir SD kort, ef marka má Samsung Nexus S, og eru farnir að reiða sig á cloud computing. Gallinn er sá að Ísland er ekki tilbúið fyrir cloud computing - allra síst í gegnum farsímakerfið! 3G á Íslandi er ekki ókeypis og því er enginn markaður fyrir cloud computing í snjallsímum hér á landi. Það væri svipað og að þurfa að borga fyrir afnot af SD kortinu sínu í hvert skipti sem maður þyrfti að nota það.
Mig langar að fá smá samkeppni um 3G hér á landi. Þ.e.a.s. að einn þeirra bjóði upp á frítt 3G (innanlands) og knýji í framhaldinu hina til að gera slíkt hið sama. Svipað og Hive gerði með frítt erlent niðurhal. Einu sinni kostaði að ná í efni á netinu innanlands. Það er það sama og með 3G í dag, það kostar innanlands.
Við förum ekkert áfram með þessu!
Ég bjó til Facebook síðu fyrir löngu síðan um þetta málefni en það voru litlar sem engar undirtektir.
http://www.facebook.com/pages/3G-rap-in ... 4253128291
Hvað finnst ykkur?
Tökum lauflétt dæmi. Snjallsímaframleiðendur eru hættir að framleiða síma með raufum fyrir SD kort, ef marka má Samsung Nexus S, og eru farnir að reiða sig á cloud computing. Gallinn er sá að Ísland er ekki tilbúið fyrir cloud computing - allra síst í gegnum farsímakerfið! 3G á Íslandi er ekki ókeypis og því er enginn markaður fyrir cloud computing í snjallsímum hér á landi. Það væri svipað og að þurfa að borga fyrir afnot af SD kortinu sínu í hvert skipti sem maður þyrfti að nota það.
Mig langar að fá smá samkeppni um 3G hér á landi. Þ.e.a.s. að einn þeirra bjóði upp á frítt 3G (innanlands) og knýji í framhaldinu hina til að gera slíkt hið sama. Svipað og Hive gerði með frítt erlent niðurhal. Einu sinni kostaði að ná í efni á netinu innanlands. Það er það sama og með 3G í dag, það kostar innanlands.
Við förum ekkert áfram með þessu!
Ég bjó til Facebook síðu fyrir löngu síðan um þetta málefni en það voru litlar sem engar undirtektir.
http://www.facebook.com/pages/3G-rap-in ... 4253128291
Hvað finnst ykkur?