Síða 1 af 1

Valkvíði

Sent: Fös 10. Des 2010 01:21
af TheVikingmen
Sælir vaktarar,

Ég er með valkvíða á tölvu til að nota í skólann og heima fyrir leikina, ég er með 2 tölvur hérna og getiði frætt mig um þær, öll svör vel þegin :D

ASUS 15,6" Vs. Samsung RF510-S02

Hvert er ykkar álit á þessum tölvum?

EDIT:Asus tölvan er hætt í sölu, en er þetta ekki sú tölva?

Re: Valkvíði

Sent: Fös 10. Des 2010 01:32
af Optimus
Ég hef persónulega mjög slæma reynslu af Asus fartölvum. Hef sjálfur átt eina slíka sem var algjör gallagripur og entist ekki lengi, auk þess keypti góður vinur minn asus fartölvu fyrir tæpu ári og hann var mjög fljótlega óánægður með hana. Ég veit allavega að ég mun ekki kaupa Asus fartölvu aftur.
Hvað tæknilegu atriðin varðar ætla ég að eftirláta reyndari mönnum að svara þér.

Re: Valkvíði

Sent: Fös 10. Des 2010 01:47
af Glazier
Optimus skrifaði:Ég hef persónulega mjög slæma reynslu af Asus fartölvum. Hef sjálfur átt eina slíka sem var algjör gallagripur og entist ekki lengi, auk þess keypti góður vinur minn asus fartölvu fyrir tæpu ári og hann var mjög fljótlega óánægður með hana. Ég veit allavega að ég mun ekki kaupa Asus fartölvu aftur.
Hvað tæknilegu atriðin varðar ætla ég að eftirláta reyndari mönnum að svara þér.

http://www.pressan.is/Frettir/Lesafrett ... r-er-verst

Re: Valkvíði

Sent: Fös 10. Des 2010 01:59
af Orri
Mér sýnist ASUS vélin vera öflugri.
Ég held að GTX 260M skjákortið sem er í ASUS vélinn sé öflugra en GT 330M kortið sem er í Samsung vélinni.
Auk þess er ASUS vélin með 3D, 2ja ára ábyrgð og tösku :)
Hinsvegar er Samsung vélin með USB 3.0, og er léttari og þynnri.

Ég myndi persónulega velja ASUS vélina.

Re: Valkvíði

Sent: Fös 10. Des 2010 02:00
af TheVikingmen
Glazier skrifaði:
Optimus skrifaði:Ég hef persónulega mjög slæma reynslu af Asus fartölvum. Hef sjálfur átt eina slíka sem var algjör gallagripur og entist ekki lengi, auk þess keypti góður vinur minn asus fartölvu fyrir tæpu ári og hann var mjög fljótlega óánægður með hana. Ég veit allavega að ég mun ekki kaupa Asus fartölvu aftur.
Hvað tæknilegu atriðin varðar ætla ég að eftirláta reyndari mönnum að svara þér.

http://www.pressan.is/Frettir/Lesafrett ... r-er-verst


Snilld, en hvora tölvuna mæliði með?

Mér lýst helvíti vel á Samsung, hún er flott og með FastStart.
En Asus er með 3D og mig langar svo í 3D þannig ég er í bullandi vandræðum hvora tölvuna ég á að velja.

Re: Valkvíði

Sent: Fös 10. Des 2010 02:12
af DabbiGj
Ef að ég væri að eyða 1000$ í leikja/skólavél færi ég í Dell XPS L501x eða Hp Envy. En það sem að dell vélin hefur yfir aðrar vélar á þessu verðbili er að skjárinn er æðislega flottur og með þeim betri sem að sjást í fartölvum í dag.

Annars sýnist mér þetta vera G53 græja frá asus og þessar vélar kosta 1400-1500$ vanalega.

Svo er http://www.avadirect.com/product_detail ... PRID=17903 frekar spennandi kostur.

Fyrirgefðu :D

Re: Valkvíði

Sent: Fös 10. Des 2010 02:25
af TheVikingmen
Ég ætla að fá mér annahvort Asus eða Samsung tölvuna. Takk samt ;)

Re: Valkvíði

Sent: Fös 10. Des 2010 03:47
af Glazier
Ég tæki Asus vélina..

Re: Valkvíði

Sent: Fös 10. Des 2010 04:38
af Mencius
Ég er með svipaða asus vél og þú er að pæla í, er mjög sáttur við hana, keyrir alla leiki sem ég hef prufað í henni í hæðstu upplausn og ekkert hökt, eina sem ég er ósáttur við hana er að batteríið endist í ca 1 klst.

Re: Valkvíði

Sent: Fös 10. Des 2010 13:13
af Frost
Taktu Asus, ég hef átt nokrrar Asus vörur og hafa þær aldrei verið í veseni og tölvan mín sem ég er með spilar allt sem mig langar að spila þótt hún sé 12,1" ;)

Re: Valkvíði

Sent: Fös 10. Des 2010 17:42
af TheVikingmen
Já ég er að spá í að skella mér á Asus vélina ;)

Re: Valkvíði

Sent: Fös 10. Des 2010 18:30
af biturk
hef sagt það áður og segi það aftur


fáðu þér ibm\lenovo :happy

annars tæki ég frekar asus af þessum tvem :beer

Re: Valkvíði

Sent: Fös 10. Des 2010 18:47
af TheVikingmen
biturk skrifaði:hef sagt það áður og segi það aftur


fáðu þér ibm\lenovo :happy

annars tæki ég frekar asus af þessum tvem :beer


Ég fýla ekki IMB/lenovo, góðar tölvur en bögga mig ekkert smá.

Re: Valkvíði

Sent: Fös 10. Des 2010 21:55
af TheVikingmen

Re: Valkvíði

Sent: Fös 10. Des 2010 22:50
af johnnyb
ég tæki Asus
lang besta merkið
ég hef verið verslunarstjóri í tölvuverslun í 2 ár, og asus kom sjaldnast inn bilaðar eins og þessi könnunn segir

Re: Valkvíði

Sent: Fös 10. Des 2010 22:59
af TheVikingmen
johnnyb skrifaði:ég tæki Asus
lang besta merkið
ég hef verið verslunarstjóri í tölvuverslun í 2 ár, og asus kom sjaldnast inn bilaðar eins og þessi könnunn segir


Ég tæki hana líka ef hún væri ekki hætt í sölu á eBay, finn hana hvregi annarsstaðar ég er að brjálast hérna :mad :mad :mad :mad :mad

Re: Valkvíði

Sent: Fös 10. Des 2010 23:22
af gardar
you snooze you lose :)

Prófaðu að hafa samband við seljandann og athugaðu hvort hann sé að fara að selja fleiri svona vélar í framtíðinni

Re: Valkvíði

Sent: Fös 10. Des 2010 23:44
af TheVikingmen
Búinn að senda á hann, en nenniði að hjálpa mér að leita af henni ?

Re: Valkvíði

Sent: Fös 10. Des 2010 23:53
af gardar

Re: Valkvíði

Sent: Lau 11. Des 2010 00:11
af TheVikingmen